Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Guðmundur Kjartansson í beinni á Politiken open

Guðmundur Kjartansson er í beinni útsendingu á Politiken Cup í 3. umferð skákmótsins, sem fram fer á Amlóðaslóðum í nágrenni Kaupmannahafnar. Guðmundur er með svart gegn Íslandsvininum Nick de Firmian, sem er Bandaríkjamaður en hefur lengi dvalist í landi Margrétar Þórhildar. Upp er kominn Spánskur leikur, Chigorin afbrigðið. Nú er vonandi, að okkar maður berjist nú í botn og uppskeri ...

Lesa meira »

Dagur náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli

Dagur Arngrímsson (2316) náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á skákmóti, sem var að ljúka í Kesckemét í Ungverjalandi, eða Kexinu, eins og mótið er jafnan kallað hér á landi. Davíð Kjartansson (2324) náði einnig áfanga og sigraði í mótinu. Þeir félagar tefldu saman í 2 síðustu skákunum og unnu sitt hvora skákina, Dagur þá fyrri, en Davíð þá seinni. Úrslit ...

Lesa meira »

Í Babýlon við Eyrarsund

Mikill fjöldi íslenskra skákmanna situr nú að tafli í hinni fornu höfuðborg Mörlandans, Babýlon við Eyrarsund, eins og skáldið Jón Thoroddsen nefndi þá merku borg forðum. Þar í borg fer nú fram hið árlega Politiken Cup, sem er sterkara nú en oft áður, og þar að auki tekur Lenka Ptacnikova þátt í Norðurlandamóti kvenna, en þar á hún titil að ...

Lesa meira »

Guðni Stefán sigraði í Búdapest

Guðni Stefán Pétursson (2107), stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, gerði jafntefli í 11. og síðustu umferð FM-flokks First Saturdays-mótsins, sem fram fór í dag í Búdapest.  Guðni sigraði í flokknum en hann hlaut 7,5 vinning í 10 skákum og hækkar um hvorki meira né minna en 38 stig fyrir frammistöðuna, sem samsvaraði 2303 skákstigum.  Þetta er annað mótið í röð, þar sem ...

Lesa meira »

Héðinn Steingrímsson er genginn úr T.R.

Alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2470) hefur sagt sig úr Taflfélagi Reykjavíkur með bréfi frá 4. júlí s.l. Taflfélagið þakkar honum samstarfið á síðustu 25 árum og minnir á, að vegurinn að heiman, er jafnframt vegurinn heim. Jafnframt vill Taflfélagið óska honum velfarnaðar hjá nýju félagi, hvert svo sem það verður, og óska honum jafnframt til hamingju með góðan árangur á ...

Lesa meira »

Guðni og Guðmundur í Búdapest

Guðni Stefán Pétursson (2107) vann enn einn sigurinn í níundu umferð FM-flokks First Saturdays-mótsins, sem fram fór í dag í Búdapest í Ungverjalandi.  Guðni hefur hlotið 7 vinninga í átta skákum og hefur 1,5 vinnings forskot á næsta mann, þegar tveimur umferðum er ólokið. Guðmundur Kjartansson (2306) gerði jafntefli við franska alþjóðlega meistarann Clovis Vernay (2381) í SM-flokki og hefur ...

Lesa meira »

Héðinn náði stórmeistaraáfanga

Héðinn Steingrímsson náði stórmeistaraáfanga á öðru mótinu í röð á Kaupþingsmótinu, sem lauk í Differdange í Lúxemborg í gær. Hann sigraði stigahæsta keppenda mótsins, Malakhatko, glæsilega í síðustu umferð. Héðinn hlaut sex og hálfan vinning í níu skákum og lenti í skiptu þriðja sæti. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á mótinu, ásamt Humpy Koneru, með sjö vinninga. Nánar verður sagt frá áfanga ...

Lesa meira »

Magnús Alexandersson látinn

Magnús Alexandersson (1930-2007) er látinn, sjötíu og sjö ára að aldri, á hjartadeild Landspítalans, eftir langvarandi veikindi. Magnús, eða Malex eins og hann var jafnan kallaður, var einn af merkustu félögum T.R.. Þeir, sem ólust upp í Taflfélaginu á Grensásveginum muna sérstaklega vel eftir honum. Hann var hvetjandi við okkur strákana og man sá, sem þetta skrifar, enn vel eftir “5 ...

Lesa meira »

Lúx

Jæja, 4 umferðir eru búnar í Lúx. Það gengur svona upp og ofan hjá Íslendingunum, en í heildina viðunandi. Frekari fréttir af gangi mála má lesa á bloggsíðu vefstjóra: http://hvala.blog.is

Lesa meira »

Lúxemborg: Hjörvar vann Koneru

Jæja, lítið að frétta svosem frá Lúx, nema Hjörvar vann Humpy Koneru, eina sterkustu skákkonu heims, í fjöltefli í gærkvöldi. Frekari pistlar á bloggsíðu vefstjóra.

Lesa meira »

Kaupþing mótið í Lúx

Íslendingasveitin er komin til Lúxemborgar eftir frekar þreytandi ferðalag. Á morgun verður setningarathöfn Kaupþing open mótsins í kastalnum í Differdange og síðan hefst 1. umferð á laugardaginn. Allt bendir til, að Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Róbert Harðarson og Snorri G. Bergsson verði í svokölluðum efri hópi og fái því veikari andstæðinga í 1. hópi. Þó er ekki útséð með ...

Lesa meira »

Friðrik sest við skákborðið!

Samkvæmt fréttum er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari T.R. og Íslendinga, nú skráður á alþjóðlegt skákmót, sem hefst í ágúst. T.R.inga fagna þessu gríðarlega og vona um leið, að meistarinn muni ekki láta þar við sitja. Keppendalistinn og mótsupplýsingar eru eftirfarandi, teknar af frétt Sævars Bjarnasonar á Skákhorninu. The Euwe Stimulus tournament will be organised in Arnhem, the Netherlands, in August ...

Lesa meira »

Kaupþing open

Tveir T.R.ingar, alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2470) og undirritaður, Snorri G. Bergsson FIDE-meistari (2301) munu taka þátt í Kaupþing open, sem hefst í Lúxemborg n.k. laugardag. Einnig taka þátt nokkrir Hellismenn og einn skákmaður utan félaga, eins og sjá má neðst á forsíðu Taflfélagssíðunnar.   Keppendur fara á mótið með tilstyrk Kaupþings, sem styrkir keppendur mjög rausnarlega til fararinnar. Við, ...

Lesa meira »

Nataf í T.R.

Franski stórmeistarinn Igor Alexandre Nataf (2596) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Nataf hefur jafnan teflt á 1. borði fyrir Taflfélag Vestmannaeyja hin síðustu misseri og hefur staðið sig vel. Hann mun styrkja a-lið Taflfélagsins í komandi baráttu og að öllu óbreyttu leiða sveitina til sigurs á Íslandsmóti skákfélaga. Taflfélagið býður Nataf velkominn til leiks.

Lesa meira »

Galego í T.R.

Portúgalski stórmeistarinn Luis Galego (2521) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Galego hefur staðið sig vel í Íslandsmóti skákfélaga síðustu ár með TV og mun styrkja lið Taflfélagsins næsta vetur, þegar dollan verður tekin heim með valdi. Taflfélagið býður Galego velkominn til leiks. 

Lesa meira »

Misiuga genginn í T.R.

Andrzej Misiuga er formlega genginn í T.R., en farist hafði fyrir að senda tilkynningu um inngöngu hans til Skáksambands Íslands. Samkvæmt reglum þurfa erlendir skákmenn að tilkynna inngöngu í íslenskt skákfélag, eða félagaskipti, formlega, en óvíst er hvort Misiuga falli undir slíkt, enda er hann búsettur á Íslandi. Þar eð hann var ekki áður í öðru íslensku félagi er ekki ljóst, hvort “útlendingareglan” nái ...

Lesa meira »

Umferð á Taflfélagssíðuna

    Jæja, góð umferð hefur verið á Taflfélagssíðuna, frá því hún var stofnuð. Meðalfjöldi gesta (IP tölur) er 261 gestur á dag og hefur farið snarhækkandi upp á síðkastið. Flestir þeir, sem skoða síðuna slá inn veffangið www.taflfelag.is eða hafa þá slóð merkta hjá sér í vafranum. En sú umferð, sem kemur á síðuna frá öðrum vefsvæðum, er eftirfarandi (7 efstu): www.skak.is 512 Skákhornið 171 ...

Lesa meira »

Misiuga vann Hjörvar

Andrzej Misiuga vann Hjörvar Stein Grétarsson í 9. og síðustu umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis. Hlaut hann þar með 5 vinninga af níu mögulegum sem er afar góður árangur. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 5 IM Bjarnason Saevar 0 – 1 FM Thorfinnsson Bjorn 10 2 6 IM Thorfinnsson Bragi 1 – 0 FM Johannesson Ingvar Thor 4 3 7 IM Sarwat Walaa ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli í 2. sæti

Laugalækjarskóli lenti í 2. sæti í undir 16 ára flokki á Evrópumóti skólasveita, en mótinu lauk í dag.  Í 6. og síðustu umferð mætti sveitin Litháunum og þurfti 4-0 sigur til að lenda í 1. sæti.  Það tókst nú ekki.  Litháarnir náðu snemma sigri og að lokum fór viðureignin 1,5-2,5 þeim í hag.   Ekki liggja fyrir endanleg úrslit úr ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli heldur í vonina

Litháarnir héldu áfram að sýna styrk sinn í 5. umferð hér í Varna.  Þeir unnu nú Hvít-Rússa 3-1 og hefðu vel getað unnið 4-0, þar sem Laurusaite lék sig í mát á 3. borði (en það er í annað sinn sem það gerist).  Laugalækjarskóli hélt í vonina um sigur með sigri á Búlgaríu, sömuleiðis 3-1.  Í síðustu umferð mætast Laugalækjarskóli ...

Lesa meira »