Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Dagskrá Landsliðsflokks

Dagskrá Landsliðsflokks 2007 er eftirfarandi:   Dagskrá: Þriðjud. 28. ágúst Kl. 17 1. umferð Miðvikud. 29. ágúst Kl. 17 2. umferð Fimmtud. 30. ágúst Kl. 17 3. umferð Föstud. 31. ágúst Kl. 17 4. umferð Laugard. 1. sept Kl. 14 5. umferð Sunnud. 2. sept Kl. 14 6. umferð Mánud. 3. sept   Frídagur Þriðjud. 4. sept Kl. 17 7. ...

Lesa meira »

Skákþing Íslands hefst á morgun

Skákþing Íslands hefst á morgun, þriðjudag. T.R. á flesta keppendur í Landsliðsflokki, þar á meðal fjóra stigahæstu keppendurna. Keppendur þar eru annars eftirtaldir: Keppendalistinn:  Skákmaður Titill Stig Félag Hannes Hlífar Stefánsson SM 2568 TR Þröstur Þórhallsson SM 2461 TR Stefán Kristjánsson AM 2458 TR Jón Viktor Gunnarsson AM 2427 TR Bragi Þorfinnsson AM 2389 Hellir Ingvar Þór Jóhannesson FM 2344 Hellir ...

Lesa meira »

Friðrik hafnaði í 5.-8. sæti í Hollandi

  Tekið af www.skak.is  Öllum skákum níundu og síðustu umferð Euwe-mótsins í Arnhem í Hollandi er nú lokið og ljóst að Friðrik Ólafsson hafnaði í 5.-8. sæti eftir jafntefli við Panno.  Friðrik fékk 4 vinninga í 9 skákum, vann tvær skákir, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur skákum.  Taflmennska Friðriks á mótinu var frískleg og vonandi að Friðrik láti hér ...

Lesa meira »

Snorri í landsliðsflokk

Snorri G. Bergsson (2301), FIDE-meistari úr T.R., hefur tekið sæti í landsliðsflokki Skákþings Íslands. Snorri kemur inn fyrir Guðmund Kjartansson, sem kom inn fyrir Sigurð Daða Sigfússon, sem kom inn fyrir Héðin Steingrímsson. Jæja, það þarf einhver að vera neðstur í hverju móti.

Lesa meira »

Evrópusveit T.R. 2007

Evrópusveit T.R. hefur verið valin og hefur reyndar verið hér á síðunni í nærri því viku. Hún er skipuð eftirtöldum leikmönnum: 1. Hannes Hlífar Stefánsson SM2. Igor Alexandre Nataf SM3. Þröstur Þórhallsson SM4. Stefán Kristjánsson AM5. Arnar E. Gunnarsson AM6. Jón Viktor Gunnarsson AM1v. Snorri G. Bergsson FM (captain) Liðið var nú birt fyrir stuttu á www.skak.is, og þar má jafnframt ...

Lesa meira »

Óskar Bjarnason nærri AM-áfanga

  Óskar Bjarnason  var nærri AM-áfanga á Opna Rhone mótinu, sem fór fram í Frakklandi í apríl, en vefstjóra T.R. voru að berast fréttir þess efnis. Hann hlaut 7 vinninga í níu skákum og sýndi taflmennsku (performance) upp á 2419 eló-stig. Óskar græddi 21 stig á mótinu. Hann tefldi á 1. borði í síðustu umferð og gerði þá jafntefli við ...

Lesa meira »

Daði Ómarsson sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns

 Stórmót Árbæjarsafns 2007.  Stórmót Árbæjarsafns fór fram í dag í Kornhlöðunni.19.keppendur mættu til leiks.Tefldar voru 7.umferðir eftir Monradkerfi og var umhugsunartími7.mín á skák fyrir hvorn keppenda. Úrslit mótsins urðu þau að Daði Ómarsson bar sigur úr býtum hlaut6.vinninga af 7.mögulegum. Í öðru sæti varð Magnús Magnússonmeð 5,5 vinning og í 3-6 sæti komu Sverrir Þorgeirsson,Paul J.Frigge,Baldur Kristinsson og Hallgerður H.Þorsteinsdóttir fengu ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson í landsliðsflokk

Sigurður Daði Sigfússon, sem tók fyrr í sumar sæti Héðins Steingrímssonar í landsflokki á Skákþingi Íslands, hefur þurft að draga sig frá keppni vegna anna í vinnu. Í hans stað kemur Guðmundur Kjartansson, hinn efnilegi skákmaður úr T.R. Það eru því sex T.R.ingar skráðir til þátttöku í landsliðsflokki, þar af þeir fjórir stigahæstu, fimm Hellismenn og einn Fjölnismaður.    

Lesa meira »

Friðrik vann Ziska

Friðrik Ólafsson, stórmeistari í T.R., sigraði færeyska alþjóðlega meistarann Helga Ziska í 3. umferð Euwe mótsins. Friðrik hafði svart og kom upp Sikileyjarvörn. Þegar leikar tóku að æsast í miðtaflinu sýndi Friðrik, að lengi lifir í gömlum glæðum og var hinn ungi meistari snarlega tekinn í taktíkinni. Skákina má skoða á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »

3. umferð hafin á Euwe mótinu

Þriðja umferðin á Euwe-mótinu er hafin. Í 2. umferð gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við skákkonuna Biöncu Muhren. Í þriðju umferð, sem stendur nú yfir, teflir Friðrik við hinn færeyska vin okkar Helga Dam Ziska. Upp kom lítt þekkt afbrigði í Sikileyjarvörn og hefur Friðrik svart. Skákin er sýnd beint á netinu. Friðrik hefur hálfan vinning úr tveimur skákum.

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns fer fram í dag

Stórmót Árbæjarsafns fer fram í dag.   Þetta skemmtilega mót sem fram fer í Kornhlöðunni inni á Árbæjarsafni hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem afslappað og þægilegt sumarmót, tilvalið fyrir fjölskylduna. Mótið hefst kl.14, en skráning er á mótsstað og hefst kl.13.30. Tefldar eru 7 skákir með 7 mín. umhugsunartíma. Þátttökugjöld eru 600 kr. fyrir 18 ára og ...

Lesa meira »

Friðrik að tafli í Hollandi

Friðrik Ólafsson teflir nú á Euwe-mótinu í Hollandi, ásamt ýmsum köppum, bæði reyndum og lítt reyndum. Friðrik tefldi í dag gegn Nonu Gaprindashvili, fyrrv. heimsmeistara kvenna. Leikar fóru svo, eins og sjá mátti í beinni útsendingu á netinu, að Friðrik mátti lúta í gras, eftir að riddari hans fór út á kant og varð þar fyrir hnjaski, eins og Bjarni ...

Lesa meira »

Hannes Hlífar Stefánsson í T.R.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2568), Íslandsmeistari í skák, hefur gengið í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélaginu Helli. Hannes gekk ungur í Mjölni, en skipti þaðan fljótlega yfir í T.R., þar sem hann  óx og dafnaði. Hann skipti yfir í Helli um miðjan síðasta áratug og hefur teflt með því ágæta félagi síðan og unnið með því m.a. fjóra Íslandsmeistaratitla félagsliða. Hannes hefur búið í Prag, ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – B-flokkur

Á svipuðum tíma og A-flokkur Boðsmótsins fer fram, verður teflt í B-flokki.  B-flokkur verður 8 manna lokaður flokkur sem opinn er fyrir alla skákmenn sem hafa 2100 skákstig eða meira (hvort heldur sem er íslensk eða alþjóðleg).  Sigurvegarinn í B-flokki hlýtur þátttökurétt í alþjóðlegum A-flokki að ári.  Tveimur skákmönnum verður boðið í B-flokk, en að öðru leyti stendur nú skráning ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – alþjóðlegt mót

A-flokkur Boðsmóts T.R. verður í ár alþjóðlegt mót með möguleikum á AM-áföngum.  Mótið verður 10 manna lokaður flokkur og fer fram dagana 17.-26. september í Skákhöllinni að Faxafeni 12.  Eftirtaldir munu tefla í mótinu:    AM Jón Viktor Gunnarsson      2427 FM Esben Lund                           2396 AM Bragi Þorfinnsson               ...

Lesa meira »

Stefán Kristjánsson (RARIK) vann Borgarskákmótið

Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari úr Taflfélagi Reykjavíkur,sigraði á Borgarskákmótinu, sem fram fór í dag. Hann tefldi fyrir RARIK. Mótið var æsilegt að venju og réðust leikar með dramatískum hætti í síðustu umferð, þegar Stefán vann Þröst Þórhallsson, meðan Bragi Þorfinnsson, sem lenti í öðru sæti, sigraði Arnar E. Gunnarsson, sigurvegara síðustu tveggja ára. Mótið fór að venju fram í samstarfi ...

Lesa meira »

Skákþing Íslands hefst 28. ágúst

Skákþing Íslands 2007 verður haldið í Skákhöllinni, félagsheimili T.R. að Faxafeni 12, dagana 28. ágúst – 8. september, sbr. frétt á Skákblogginu. Keppendur í Landsliðsflokki verða: Nr. Skákmaður Titill Stig Félag 1 Hannes Hlífar Stefánsson SM 2568 TR 2 Þröstur Þórhallsson SM 2461 TR 3 Stefán Kristjánsson AM 2458 TR 4 Jón Viktor Gunnarsson AM 2427 TR 5 Bragi Þorfinnsson ...

Lesa meira »

Félagsfundur í T.R. í kvöld kl 20.00

Almennur félagsfundur verður haldinn í TR fimmtudagskvöldið 16. ágúst kl. 20. Fundarefni: 1. Evrópumót félagsliða í Tyrklandi 3. – 9. október 2. Kynning á vetrastarfi TR 3. Önnur mál  Allir félagar velkomnir. Veitingar og létt taflmennska eftir fund   Stjórnin 

Lesa meira »

Borgarskákmótið hefst í dag

Borgarskákmótið hefst í dag, fimmtudag, kl. 15:00. Það fer, að venju, fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nánar má lesa um forsögu mótsins á skákmótavef Taflfélagsins. Sigurvegari síðustu tveggja ára, alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson, verður meðal þátttakenda.   Skráning fer fram á heimasíðu Hellis

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns á sunnudag

Sunnudaginn næsta, 19. ágúst fer fram hið árlega stórmót Árbæjarsafns í skák. Þetta skemmtilega mót sem fram fer í Kornhlöðunni inni á Árbæjarsafni hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem afslappað og þægilegt sumarmót, tilvalið fyrir fjölskylduna. Mótið hefst kl.14, en skráning er á mótsstað og hefst kl.13.30. Tefldar eru 7 skákir með 7 mín. umhugsunartíma. Þátttökugjöld eru 600 ...

Lesa meira »