Grand Prix fimmtudagsmót í kvöld í TRGrand Prix fimmtudagsmótaröðinni verður fram haldið í kvöld kl. 19:30 í Skákhöllinni í Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir með sjö .mínútna umhugsunartíma á skák. Mótaröðin fór geysivel af stað. Góð mæting var fyrsta kvöldið  og glöddust ungir sem aldnir yfir að nú væru fimmtudagsmótiin komin af stað aftur. Það eru Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis sem standa saman að mótaröðinni. Skákáhugafólk á öllum aldri er hvatt til að mæta. Góð tónlistarverðlaun eru í boði í hverju móti auk bókaveðlauna. Glæsileg verðlaun falla þeim í skaut sem sigrar samanlagt á mótaröðinni. Helstu styrktaraðilar eru tónlistarútgáfurnar Zonet, Geimsteinn, 12 Tónar, Sena og Smekkleysa.

S