Lið TR náði jafntefli í d-flokkiLið TR náði jafntefli gegn Salaskólakrökkum í d-flokki Boðsmóts TR.  Það var Hjálmar Sigurvaldason sem gaf tóninn með sigri á Páli Andrasyni.  Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir vann einnig, en Jóhanna Björg Jóhannsdóttir svaraði fyrir Salaskólakrakka.  Síðan unnu krakkarnir á 4. borði, en lið TR er ekki með 4. borðsmann.

Úrslit 3. umferðar:

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir – Birkir Karl Sigurðsson 1-0

Kristján H. Pálsson – Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1

Hjálmar Sigurvaldason – Páll Andrason 1-0

“Skotta” – Ragnar Eyþórsson 0-1*

 

Staðan er nú 8-4 fyrir Salaskólakrakka sem hafa þar með tryggt sér sigur í keppninni, því þau munu fá a.m.k. vinning gegn Skottu.

4. og síðasta umferð verður tefld föstudagskvöld kl.19.  Þá mætast:

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir

Páll Andrason – Kristján Heiðar Pálsson

Ragnar Eyþórsson – Hjálmar Sigurvaldason

Birkir Karl Sigurðsson – “Skotta”