Jon Olav efstur á Þriðjudagsmóti



Norski Íslendingurinn Jon Olav Fivelstad vann þriðjudagsmótið þann 28. september síðastliðinn með 4 vinningum af fjórum mögulegum, á aðeins hærri oddastigum en Gunnar Erik Gunnarsson, sem einnig fékk 4 vinninga. Menn hafa undanfarið eitthvað aðeins verið að gleyma sér á klukkunni, en þess má geta að Jon Olav vann tvær skákir af þremur á tíma!

Báðir fá þeir verðlaun mótsins, Jon Olav fær inneign í Skákbúðina sem sigurvegari mótsins, og Gunnar Erik var með bestan árangur miðað við eigin stig. Mótið var sannarlega góður undirbúningur fyrir Íslandsmót skákfélaga, allavega með tilliti til mætingar, en 27 skákmenn tóku þátt á öllum aldri.

Úrslit og stöðu mótsins má finna á chess-results.

Næsta þriðjudagsmót er í kvöld, klukkan 19:30, í Faxafeni 12. Allir velkomnir.