Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Afmælisbarnið efst á Haustmótinu

Það er ákveðinn jafnteflisfnykur í loftinu í a-flokki Haustmótsins þetta skiptið. Í fyrstu umferð fengust aðeins ein hrein úrslit, en að þessu tvöfaldaðist sú tala. Engu að síður hafa 7 skákir af 10 endað með jafntefli. Björn Þorfinnsson sigraði Sigurbjörn J. Björnsson í stórleik 2. umferðar og Davíð Kjartansson sigraði Hrannar Baldursson. Björn á afmæli í dag, 25. október og ...

Lesa meira »

1. umferð á MP mótinu

1. umferð Haustmótsins fór fram í dag í Skákhöllinni í Faxafeni 12. Teflt er í tveimur flokkum, lokuðum a-flokki og opnum b-flokki. Alls tekur 31 skákmaður þátt í mótinu. Í a-flokki náðust aðeins ein hrein úrslit, en Björn Þorfinnsson vann skjótan sigur á Jóhanni H. Ragnarssyni, sem lék illilega af sér í byrjuninni. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Úrslit í ...

Lesa meira »

MP mótið byrjar í dag

MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst í dag, sunnudag, kl. 14.00 í Faxafeni 12. Að þessu sinni verða aðeins tveir flokkar, lokaður a-flokkur og opinn b-flokkur. Í a-flokki er búið að draga um töfluröð og tefla eftirfarandi skákmenn saman í 1. umferð: Round 1 on 2007/10/21 at 14:00 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 ...

Lesa meira »

Haustmót T.R.

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2007 – MP mótið 2007 Sunnudaginn 21. október kl. 14:00 hefst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur – MP mótið 2007. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót TR. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti TR og er það flokkaskipt. Það er öllum opið og eru skákmenn hvattir til þátttöku í ...

Lesa meira »

MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst á sunnudaginn

MP mótið – Haustmót T.R. 2007 hefst nk. sunnudag í Skákhöllinni í Faxafeni. Mótið er, eins og nafnið gefur til kynna, styrkt af MP fjárfestingabanka. Verðlaun í a-flokki verða: 100.000, 60.000, 40.000. Teflt verður á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, eins og venjulega, í lokuðum flokkum, nema hvað neðsti flokkurinn verður opinn. Mótið fer semsagt fram með hefðbundnu sniði. Áhugasamir eru ...

Lesa meira »

T.R. efst í Íslandsmóti skákfélaga

A-sveit Taflfélags Reykjavíkur hefur 3,5 vinnings forskot á Helli og Hauka eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga, en mótið fór fram í Rimaskóla um helgina. Staðan: TR 25 v. Hellir-a 21½ v. (8 stig) Haukar 21½ v. (6 stig) Fjölnir 20 v. Hellir-b 12½ v. SA-b 11½ v. SA-a 10 v. TV 6 v Fyrir a-sveit T.R. tefldu: 1. Hannes Hlífar ...

Lesa meira »

Grand Prix fimmtudagsmótið fellur niður

Grand Prix fimmtudagsmótið, sem átti að fara fram nk fimmtudagskvöld, fellur niður vegna Atskákmóts Íslands, sem hefst sama kvöld í húsnæði T.R. í Faxafeni 12. Sjá nánar www.skak.is

Lesa meira »

Atskákmót Íslands hefst á fimmtudagskvöldið

Atskákmót Íslands hefst á fimmtudagskvöldið og fer fram í TR. Teflt verður fimmtudag, föstudag og laugardag, fyrir þá sem lengst komast, en teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi. Núverandi Atskákmeistari Íslands er Arnar E. Gunnarsson. Athygli skal vakin á, að af þeim sökum fellur fimmtudags Grand-Prix mótið niður þetta skiptið. Nánar um Atskákmót Íslands á www.skak.is

Lesa meira »

Björn Þorsteinsson sigraði í B-flokki

Fimmtíu ár skilja á milli sigurvegara b-flokks Boðsmóts TR. Hinn 16 ára gamli unglingalandsliðsmaður Sverrir Þorgeirsson og aldursforseti mótsins og tvöfaldur Íslandsmeistari, hinn 66 ára gamli Björn Þorsteinsson urðu efstir og jafnir með 4,5 vinning.  Eftir stigaútreikning taldist Björn hafa betur og vann sér þar með rétt til þátttöku í A-flokki á næsta ári, en það verður alþjóðlegt mót. Björn ...

Lesa meira »

Salaskólakrakkar unnu í d-flokki

Lið Salaskólakrakka bar sigur úr býtum í d-flokki Boðsmótsins, en sveitin sigraði hið blandaða lið TR 3,5-0,5 í síðustu umferð og samtals því 11,5-4,5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir fékk flesta vinninga, eða 3,5.  Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir stóð sig best í TR-liðinu og fékk 3 vinninga. Úrslit 4. umferðar: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 0,5-0,5 Páll Andrason – Kristján Heiðar ...

Lesa meira »

5-1 fyrir T.R. gegn Bronshoj

Jæja, úrslit komin í viðureign T.R. og Bronshoj. Hannes og Nataf gerðu jafntefli en hinir unnu frekar auðveldlega. Staðan hjá Helli er 0,5 – 4,5 og einni skák ólokið, þar sem Bjössi berst fyrir jafntefli. Rúnar Berg tefldi eins og herforingi gegn GManum í 30 leiki og var með mjög fína stöðu, uns skyndilega fór að halla á kappann. Ég ...

Lesa meira »

3. umferð á EM

Jæja þriðja umferð er hafin á EM. Fyrri umferðum hefur verið gerð skil á bloggsíðu liðsstjóra. En jæja, Hannes og Nataf búnir að semja; því miður buðu stöðurnar ekki upp á neitt annað. En Þrölli væóleitaði Baunann á þriðja borði og var ekki lengi að því. Staðan hjá Stefáni er í járnum, Addi er með unnið og Uglan vinnur þetta ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á 2. Grand Prix fimmtudagsmóti TR

Vel heppnuðu Grand Prix móti lauk með öruggum sigri Davíðs Kjartanssonar.  Félagarnir Vilhjálmur Pálmason og Daði Ómarsson urðu jafnir í 2.-3. sæti.  Unglingaverðlaun hlaut Hjörvar Steinn Grétarsson og kvennaverðlaununum skiptu þær Elsa María Þorfinnsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Tinna Kristín Finnbogadóttir. Keppendur voru 20 talsins og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Davíð Kjartansson 6,5 2.-3. Vilhjálmur Pálmason og Daði Ómarsson 5,5 ...

Lesa meira »

Grand Prix fimmtudagsmót í kvöld í TR

Grand Prix fimmtudagsmótaröðinni verður fram haldið í kvöld kl. 19:30 í Skákhöllinni í Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir með sjö .mínútna umhugsunartíma á skák. Mótaröðin fór geysivel af stað. Góð mæting var fyrsta kvöldið  og glöddust ungir sem aldnir yfir að nú væru fimmtudagsmótiin komin af stað aftur. Það eru Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis sem standa saman að ...

Lesa meira »

Lið TR náði jafntefli í d-flokki

Lið TR náði jafntefli gegn Salaskólakrökkum í d-flokki Boðsmóts TR.  Það var Hjálmar Sigurvaldason sem gaf tóninn með sigri á Páli Andrasyni.  Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir vann einnig, en Jóhanna Björg Jóhannsdóttir svaraði fyrir Salaskólakrakka.  Síðan unnu krakkarnir á 4. borði, en lið TR er ekki með 4. borðsmann. Úrslit 3. umferðar: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir – Birkir Karl Sigurðsson 1-0 Kristján ...

Lesa meira »

Lið TR og vina vann

Lið TR og vina vann lið SR og vina, en öllum skákum er nú lokið nema einni sem var frestað. Í síðustu umferð skildu liðin jöfn 3-3 og er staðan nú 23-12 fyrir lið TR og vina og er ein skák frestuð. Úrslit 6. og síðustu umferðar: Round 6 on 2007/10/03 at 19:00 Bo. No.     Name Rtg Pts. ...

Lesa meira »

Jóhann Ingvason tekur forystuna í B-flokki

Jóhann Ingvason náði forystu í B-flokki Boðsmóts TR, eftir sigur á Sverri Þorgeirssyni í 6. umferð.  Jóhann er nú efstur með 4 vinningi, en þrír eru jafnir í öðru sæti með 3,5 vinning, þeir Björn Þorsteinsson, Sverrir Þorgeirsson og Vilhjálmur Pálmason.  Síðasta umferð verður spennandi, en þá mætast m.a. Björn-Jóhann og Sverrir-Vilhjálmur. Úrslit 6. umferðar: Round 6 Bo. No.   ...

Lesa meira »

Sverrir heldur forystunni í B-flokki

Sverrir Þorgeirsson heldur forystunni í B-flokki Boðsmóts TR, eftir sigur á Ingvari Ásbjörnssyni í 5. umferð.  Sverrir hefur 3,5 vinning, en mótið er enn mjög jafnt og eru þrír skákmenn jafnir í 2. sæti með 3 vinninga. Úrslit 5. umferðar: Round 5 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 3   Olafsson Thorvardur ½ – ½ ...

Lesa meira »

TR og vinir munu vinna

Ljóst er að lið TR og vina mun bera sigurorð af liði SR og vina í C-flokki Boðsmóts Taflfélags Reykjavíkur.  Fimmta umferð  fór fram á mánudagskvöld, en reyndar þurfti að fresta einni skák vegna veikinda.  Leikar í tefldum skákum fóru hinsvegar 4-1 fyrir TR og vini, sem hafa nú yfir 20-9 og einungis sjö skákir eftir.  Það er því ekki ...

Lesa meira »