Skeljungsmótið hafið58 skákmenn mættu til leiks á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur 2008, sem hófst í dag í Skákhöll Reykjavíkur í Faxafeni 12.

Meðal keppenda eru stórmeistarinn Henrik Danielsen, alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason og FIDE-meistararnir Ingvar Þór Jóhannesson, Sigurður D. Sigfússon, Davíð Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Sigurbjörn J. Björnsson og Halldór G. Einarsson, en sá síðarnefndi er að snúa aftur til leiks eftir langt hlé. Einnig er skákmeistari T.R., Hrafn Loftsson, meðal keppenda og fjöldi annarra sterkra og skemmtilegra skákmeistara, allt frá unglingum upp í aldraða.

Keppendalisti verður birtur á heimasíðu mótsins þegar hann hefur verið uppfærður, en nokkuð var um að skráðir keppendur hafi ekki mætt og óskráðir skákmenn mætt á staðinn.