Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Grand Prix mót í kvöld
Grand Prix mót fer fram í kvöld eins og vanalega í Skákhöllinni Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.
Lesa meira »Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Grand Prix mót fer fram í kvöld eins og vanalega í Skákhöllinni Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.
Lesa meira »Guðmundur Kjartansson úr T.R. varð í dag Norðurlandameistari í skólaskák í efsta flokki, en hann varð jafn alþjóðameistaranum Helga Ziska að vinningum, en vann á stigum, enda hafði hann unnið Helga í innbyrðis skák. TRingar áttu tvo aðra fulltrúa. Daði Ómarsson varð í þriðja sæti í sínum flokki, en Friðrik Þjálfi Stefánsson varð í skiptu þriðja sæti í sínum flokki. ...
Lesa meira »Búið er að slá inn skákirnar og má nálgast þær hér.
Lesa meira »Önnur umferð Grand Prix mótsins í Skákhöllinni í Faxafeni fór fram í gærkvöldi. Þátttakendur voru tíu á aldrinum 10 til 73 ára! Tefldar voru 9 umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Arnar Gunnarsson, 9 v af 9 2. Jóhann H. Ragnarsson, 71/2 v. 3. Jorge Fonseca, 61/2 v. 4-5. Elsa María Kristínardóttir, 51/2 v. 4-5. ...
Lesa meira »Grand Prix mótaröð TR og Skákdeildar Fjölnis verður framhaldið annað kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst taflið klukkan 19.30. Allir velkomnir. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir fullorðna, en frítt er fyrir grunnskólabörn.
Lesa meira »Lárus Ari Knútsson (2113) hefur tilkynnt félagaskipti úr Haukum í Taflfélag Reykjavíkur. Lárus er uppalinn í Taflfélaginu, en hefur gert garðinn frægan utan félagsins á síðustu árum. Hann snýr nú heim á fornar slóðir. Taflfélagið býður Lalla velkominn heim!
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur fagnar sérstaklega endurkomu Benedikts Jónassonar í félagið. Það er ekki aðeins að Benedikt sé afbragðs skákmaður sem getur velgt hvaða stórmeistara sem er undir uggum og er verulegur styrkur hverju félagi, heldur ekki síður hversu félagslega mikill akkur það er að hafa Benedikt Jónasson innan sinna vébanda. Benni er bæði ráðgóður og réttsýnn að ógleymdrí hjálpseminni og handlagninni ...
Lesa meira »Ný Grand- Prix mótaröð byrjuð- Arnar E. Gunnarsson tekur forystuna. Þrátt fyrir snjóþyngsli og þunga færð í Reykjavík var tugur vaskra skákmanna mættur í Skákhöllina Faxafeni, þegar önnur Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis hófst þar fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Tefldar voru 9 umferðir og var umhugsunartíminn 7 mínútur á mann fyrir hverja skák. Það var hart barist og þegar ...
Lesa meira »Fimmtudagskvöldið 7. febrúar kl. 19.30 hefst Grand Prix enn á ný. Fyrirkomulagið verður að mestu leyti með sama hætti og í haust nema hvað verðlaun verða enn betri. M.a. verða 2 farmiðar í boði á Politiken Cup, bíómiðar og fleira. Nú er um að gera að mæta. Mótið verður nánar auglýst á www.taflfelag.is og www.skak.is
Lesa meira »Benni er kominn heim! Vefstjóra barst tilkynning þess efnis nú rétt fyrir stundu. Vefstjóri þarf nú að taka smá hlé meðan hann nær sér niður. Nánar síðar.
Lesa meira »Félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur sitja nú að tafli á mörgum vígstöðvum. Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari, og Dagur Arngrímsson, FIDE-meistari, stóðu sig afar vel á móti í Marianske Lazne í Tékklandi. Báðir sigruðu í sínum flokkum, Stefán í SM-flokki, en Dagur í AM-flokki. Stefán tefldi í SM-b og varð efstur ásamt Þjóðverjanum Yakov Meister. Hann vann fjórar skákir, þar af tveir ...
Lesa meira »Af óviðráðanlegum ástæðum hefjast Grand Prix mótin ekki aftur fyrr en fyrsta fimmtudag í febrúar, þ.e. eftir viku. Skorað er á menn að fjölmenna á þessu mót, sem hafa þótt afar vel lukkuð.
Lesa meira »Davíð Kjartansson er bæði Skákmeistari og Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2008. Hann sigraði á hraðskákmóti Reykjavíkur, sem fram fór í dag, með töluverðum yfirburðum. Henrik Danielsen, sem var í 1.-2. sæti með Davíð í Skeljungsmótinu, lenti í 2. sæti. Önnur úrslit voru: Place Name Feder Rtg Loc Score M-Buch. 1 Davíð Kjartansson, 2285 14 44.5 2 Henrik Danielsen, 2485 11 48.5 3-5 Guðmundur ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram í dag, sunnudag, kl. 14.00 í Skákhöll Reykjavíkur. Allir velkomnir. Að loknu móti verður verðlaunaafhending fyrir mótið og Skeljungsmótið – Skákþing Rvk 2008. Verðlaunahafar eru beðnir um að mæta.
Lesa meira »Davíð Kjartansson sigraði Henrik Danielsen í 9. umferð Skeljungsmótsins. Þeir tveir urðu jafnir og efstir með 7 vinninga í 9 skákum. En þar eð Henrik býr í Hafnarfirði og er félagi í Haukum telst hann ekki löggildur til meistaratignar. Davíð Kjartansson er því Skákmeistari Reykjavíkur 2008. Úrslit í 9. umferð má sjá hér. Lokastaðan er eftirfarandi: Final Ranking after 9 ...
Lesa meira »Ákveðið hefur verið að fresta Grand Prix mótinu áfram, þar eð keppendur á Skeljungsmótinu eru kjarni þess hóps, sem mætt hefur á mótið í vetur. Margir þeirra hafa lýst yfir vilja til að fresta mótinu enn, þar eð annað kvöld, föstudagskvöld, sé lokaumferð Skeljungsmótins og menn vilji frá tíma til að hvílast og/eða undirbúa sig fyrir lokahrinuna. Því hefur verið ákveðið ...
Lesa meira »Henrik Danielsen er efstur á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu, þegar ein umferð er eftir, með 7 vinninga af 8. Hann sigraði í dag Ingvar Þór Jóhannesson. Á 2. borði gerðu Guðmundur Kjartansson og SIgurbjörn J. Björnsson, núverandi Reykjavíkurmeistari, jafntefli, en á 3. borði vann hinn grjótharði Gaflari Sverrir Örn Björnsson óvæntan sigur á Garðbæingnum Sigurði Daða Sigfússyni. Það er ...
Lesa meira »Það var hart barist í 7. umferð Skeljungsmótsins, en hún fór fram í dag, sunnudag. Á efstu borðunum sigraði Ingvar Þór Jóhannesson (2338) Guðmund Kjartansson (2307), Henrik Danielsen (2506) vann Sigurð Daða Sigfússon (2313) og ríkjandi Skákmeistari Reykjavíkur, Sigurbjörn J. Björnsson (2286) vann Halldór Grétar Einarsson (2279). Af öðrum úrslitum má nefna, að Sverrir Örn Björnsson (2116) vann Kristján ...
Lesa meira »FIDE-meistararnir Sigurður Daði Sigfússon (2313) og Guðmundur Kjartansson (2307) gerðu jafntefli í fimmtu umferð Skeljungsmótsins – Skákþings Reykjavíkur og eru efstir með 4,5 vinning. Í 3.-7. sæti, með 4 vinninga, eru Henrik Danielsen (2506), Hjörvar Steinn Grétarsson (2247), Kristján Eðvarðsson (2261), Hrafn Loftsson (2248) og Ingvar Þór Jóhannesson (2338). Engin frestuð skák var í kvöld og því liggur pörun sjöttu ...
Lesa meira »Grand Prix mótið, sem auglýst var nk fimmtudag, hefur verið frestað um viku. Ástæðan er, að ólíklegt þótti að margir myndu mæta vegna landsleiks Íslands og Svíþjóðar í handbolta. Þó ekki sé í sjálfu sér prinsippmál að víkja fyrir handboltaleikjum, þykir hér vera um sérstakan atburð að ræða og sjálfsagt að verða við kröfu manna um frestun, ekki síst þar ...
Lesa meira »