Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Myndir frá hraðskákmóti taflfélaga
Myndir frá úrslitaviðureign TR og Taflfélags Bolungarvíkur má nú finna í myndagalleríinu.
Lesa meira »Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Myndir frá úrslitaviðureign TR og Taflfélags Bolungarvíkur má nú finna í myndagalleríinu.
Lesa meira »Laugardagsæfing fyrir börn og unglinga verður að venju í dag kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Húsið opnar kl. 13.40 og aðgangur er ókeypis.
Lesa meira »TR-ingurinn knái, Þórir Benediktsson, sigraði á fimmtudagsæfingu nú í kvöld með 6 vinninga af 7. Reyndar voru andstæðingar hans sumir hverjir sérlega ólánsamir í þetta sinn þegar þeir léku sig beint í mát, lentu í “snertur maður hreyfður” eða gleymdu kónginum sínum í skák. Í 2.-3. sæti með 5 vinninga voru Gunnar Finnsson og Dagur Andri Friðgeirsson. Athygli vakti að ...
Lesa meira »Að venju verður fimmtudagsmót á vegum TR í kvöld. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Skákáhugamenn ...
Lesa meira »Mættir voru 10 krakkar á laugardagsæfingu TR þann 4. október. Þar sem flestar skákklukkurnar voru í notkun á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fór um helgina, voru klukkurnar sem eftir voru í húsinu ekki alveg upp á sitt allra besta. Skákirnar drógust því eitthvað á langinn, svo að þessu sinnu voru aðeins tefldar fjórar umferðir eftir Monradkerfi. En krakkarnir létu það ...
Lesa meira »Í dag lauk fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga þegar 4. umferð fór fram. Í 1. deild sigraði a-sveit TR a-sveit Hellis 4,5-3,5 en b-sveitin beið lægri hlut fyrir Skákfélagi Akureyrar 5,5-2,5. Rétt er að taka fram að vegna óvæntra forfalla voru auð borð í b-sveitinni. a-sveit Bolvíkinga leiðir, a-sveit TR er í 4. sæti og b-sveitin rekur lestina í 10. sæti. c- ...
Lesa meira »Þegar þrár umferðir eru búnar af Íslandsmóti skákfélaga leiðir hin fyrna sterka sveit Bolungarvíkur ásamt Hellismönnum í 1. deild með 18 vinninga en Taflfélag Reykjavíkur er í 4. sæti með 11 vinninga. Í 2. umferð beið TR ósigur gegn Bolungarvík 6-2 en viðureign 3. umferðar lauk með jafntefli 4-4 gegn Haukum. Í dag mætir a-sveitin sveit Fjölnis og b-sveitin taflfélaginu ...
Lesa meira »1. umferð Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í gærkvöld. a-sveit TR lenti í vandræðum með kollega sína í b-sveitinni en hafði 5-3 sigur að lokum: a-sveit – b-sveit Hannes Hlífar – Hrafn Loftsson 1-0 Sebastien Maze – Júlíus Friðjónsson 1-0 Þröstur Þórhallsson – Miziuga 1-0 Stefán Kristjánsson – Björn Þorsteinsson 1/2 Guðmundur Kjartansson – Daði Ómarsson 1-0 Benedikt Jónasson ...
Lesa meira »Að venju stendur TR fyrir barna- og unglingaæfingu á morgun, laugardag kl. 14. Börn, unglingar og forráðarmenn eru hvött til að mæta. Teflt er í húsnæði TR að Faxafeni 12.
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur hefur titilvörn sína í kvöld þegar Íslandsmót skákfélaga hefst. Fyrstu andstæðingar (fórnarlömb?) a-sveitarinnar verður b-sveit TR en alls sendir Taflfélagið 5 sveitir til keppni að þessu sinni þar sem e-sveitin er barna- og unglingasveit. Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2577) hefur gengið til liðs við félagið og mun án efa vera styrkur fyrir a-sveitina. Teflt er í Rimaskóla og ...
Lesa meira »TR-ingurinn öflugi, Torfi Leósson sigraði örugglega á fimmtudagsmóti sem fram fór í kvöld. Torfi sigraði alla sína andstæðinga og hlaut 7 vinninga í 7 skákum. Annar með 6 vinninga varð norðlendingurinn knái, Halldór B. Halldórsson og Jon Olav Fivelstad hafnaði í þriðja sæti með 5 vinninga. Alls tóku 22 þátt að þessu sinni og var mikið fjör í skákhöllinni en ásamt ...
Lesa meira »Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Óvænt aukaverðlaun verða í boði fyrir sigurvegara kvöldsins en ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur átti þrjá fulltrúa á nýafstöðnu Skákþingi Garðabæjar. Það voru þeir Birkir Karl Sigurðsson (1325), Eiríkur Örn Brynjarsson (1664) og Páll Andrason (1532). Páll stóð sig best og hlaut 3 vinninga í 7 skákum og hækkar um 15 stig fyrir árangurinn, Eiríkur hlaut 2,5 vinninga og Birkir 1 vinning. Óvæntur sigurvegari mótsins með 5,5 v varð Einar Hjalti Jensson (2223). ...
Lesa meira »Það voru hressir og áhugasamir krakkar sem mættu á laugardagsæfinguna 27. september. Ánægjulegt var að tvær systur bættust í hópinn svo og einn fimm ára strákur og stóðu þau sig mjög vel á sinni fyrstu skákæfingu í T.R. Einnig var mættur Friðrik Þjálfi Stefánsson sem er nýkominn heim frá Evrópumeistaramóti ungmenna, þar sem hann tók þátt í flokki drengja undir ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur varð í dag hraðskákmeistari taflfélaga þriðja árið í röð þegar liðsmenn félagsins lögðu sveit Taflfélags Bolungarvíkur með 40,5 vinningum gegn 31,5 í spennandi viðureign. TR hefur nú unnið þessa keppni 6 sinnum á þeim 14 árum sem hún hefur verið haldin. Bolungarvík vann fyrstu viðureignina en síðan náði TR forystunni og lét hana ekki af hendi það ...
Lesa meira »Að venju fer fram barna-og unglingaæfing í dag kl. 14 í húsnæði TR að Faxafeni 12. Börn og forráðarmenn eru hvött til að mæta en á síðustu æfingu var enginn annar en alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason mættur til að leiðbeina börnunum og mun hann halda áfram að miðla reynslu sinni á æfingunum. Frítt er á æfingarnar sem standa frá kl. ...
Lesa meira »Íslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur mæta Taflfélagi Bolungarvíkur í úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga næstkomandi sunnudag. Viðureignin fer fram í skákhöll TR að Faxafeni 12 og hefst kl.13. Ljúffengar veitingar verða í boði og áhorfendur eru hvattir til að mæta og fylgjast með mörgum af bestu skákmönnum þjóðarinnar etja kappi í spennandi hraðskákum.
Lesa meira »Jóhann H. Ragnarsson sigraði nokkuð örugglega á öðru fimmtudagsmóti vetrarins þegar hann hlaut 8,5 vinning í níu skákum og leyfði aðeins eitt jafntefli í lokaumferðinni. Annar varð Þórir Benediktsson með 8 vinninga og í þriðja sæti hafnaði Helgi Brynjarsson með 7 vinninga. Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1. Jóhann H. Ragnarsson 8,5 v af 9 2. Þórir Benediktsson 8 v 3. ...
Lesa meira »Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10. Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening. Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Lesa meira »Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hélt áfram góðu gengi á Evrópumóti ungmenna er hún sigraði andstæðing sinn í níundu og síðustu umferð mótsins. Geirþrúður hafði áður gert jafntefli í 8. umferð og endar því með 5 vinninga í 31. sæti en fyrirfram var hún nr. 62 í röðinni. Sannarlega frábær árangur hjá Geirþrúði sem tapaði aðeins tveim skákum á mótinu. Friðrik Þjálfi Stefánsson ...
Lesa meira »