Jafnt hjá Guðmundi í snarpri skákGuðmundur Kjartansson (2365) gerði jafntefli við enska stórmeistarann, S. Williams (2494) í áttundu og næstsíðustu umferð Hastings mótsins.  Skákin var mjög fjörug og snörp þar sem stórmeistarinn tefldi hollenska vörn og fór í þunga sókn gegn Guðmundi.  Íslenski víkingurinn varðist þó vel og lauk skákinni eftir 25 leiki með þráskák Englendingsins en þá var kóngur Guðmundar búinn að ferðast þvert yfir skákborðið.

Guðmundur hefur nú 5,5 vinning fyrir níundu og síðustu umferðina sem verður tefld á morgun.