Gauti Páll í stuði á EM ungmennaAnnar sigurinn í röð kom í hús hjá Gauta Páli Jónssyni þegar hann knésetti hinn norska Eskil Ekeland Gronn (2015) í sjöttu umferð EM ungmenna.  Gauti hefur nú 2,5 vinning og er í 60.-68. sæti en tveir keppendur leiða með 5,5 vinning.  Frídagur er á morgun en sjöunda umferð hefst á sunnudag kl. 13 og hefur Gauti þá svart gegn Ísraealanum Omer Kali (2073).

Símon Þórhallsson og Oliver Aron Jóhannesson gerðu báðir jafntefli í dag og hefur Símon 2,5 vinning en Oliver 3 vinninga.  Dagur Ragnarsson tapaði.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Heimasíða mótsins