Á fjórða tug skákmanna skráðir í SkeljungsmótiðSkeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hefst nk. sunnudag.  Skráning gengur vel og þegar þetta er ritað hafa 34 keppendur skráð sig til leiks.  Opið er fyrir skráningu þar til mótið hefst en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig fyrirfram þar sem það auðveldar allan undirbúning.

Skráningarform er á www.skak.is en einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is og í síma 895-5860 (Ólafur).

  • Upplýsingar um mótið
  • Keppendalisti