Uncategorized

Guðni og Guðmundur í Búdapest

Guðni Stefán Pétursson (2107) vann enn einn sigurinn í níundu umferð FM-flokks First Saturdays-mótsins, sem fram fór í dag í Búdapest í Ungverjalandi.  Guðni hefur hlotið 7 vinninga í átta skákum og hefur 1,5 vinnings forskot á næsta mann, þegar tveimur umferðum er ólokið. Guðmundur Kjartansson (2306) gerði jafntefli við franska alþjóðlega meistarann Clovis Vernay (2381) í SM-flokki og hefur ...

Lesa meira »

Héðinn náði stórmeistaraáfanga

Héðinn Steingrímsson náði stórmeistaraáfanga á öðru mótinu í röð á Kaupþingsmótinu, sem lauk í Differdange í Lúxemborg í gær. Hann sigraði stigahæsta keppenda mótsins, Malakhatko, glæsilega í síðustu umferð. Héðinn hlaut sex og hálfan vinning í níu skákum og lenti í skiptu þriðja sæti. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á mótinu, ásamt Humpy Koneru, með sjö vinninga. Nánar verður sagt frá áfanga ...

Lesa meira »

Magnús Alexandersson látinn

Magnús Alexandersson (1930-2007) er látinn, sjötíu og sjö ára að aldri, á hjartadeild Landspítalans, eftir langvarandi veikindi. Magnús, eða Malex eins og hann var jafnan kallaður, var einn af merkustu félögum T.R.. Þeir, sem ólust upp í Taflfélaginu á Grensásveginum muna sérstaklega vel eftir honum. Hann var hvetjandi við okkur strákana og man sá, sem þetta skrifar, enn vel eftir “5 ...

Lesa meira »

Lúx

Jæja, 4 umferðir eru búnar í Lúx. Það gengur svona upp og ofan hjá Íslendingunum, en í heildina viðunandi. Frekari fréttir af gangi mála má lesa á bloggsíðu vefstjóra: http://hvala.blog.is

Lesa meira »

Lúxemborg: Hjörvar vann Koneru

Jæja, lítið að frétta svosem frá Lúx, nema Hjörvar vann Humpy Koneru, eina sterkustu skákkonu heims, í fjöltefli í gærkvöldi. Frekari pistlar á bloggsíðu vefstjóra.

Lesa meira »

Kaupþing mótið í Lúx

Íslendingasveitin er komin til Lúxemborgar eftir frekar þreytandi ferðalag. Á morgun verður setningarathöfn Kaupþing open mótsins í kastalnum í Differdange og síðan hefst 1. umferð á laugardaginn. Allt bendir til, að Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Róbert Harðarson og Snorri G. Bergsson verði í svokölluðum efri hópi og fái því veikari andstæðinga í 1. hópi. Þó er ekki útséð með ...

Lesa meira »

Friðrik sest við skákborðið!

Samkvæmt fréttum er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari T.R. og Íslendinga, nú skráður á alþjóðlegt skákmót, sem hefst í ágúst. T.R.inga fagna þessu gríðarlega og vona um leið, að meistarinn muni ekki láta þar við sitja. Keppendalistinn og mótsupplýsingar eru eftirfarandi, teknar af frétt Sævars Bjarnasonar á Skákhorninu. The Euwe Stimulus tournament will be organised in Arnhem, the Netherlands, in August ...

Lesa meira »

Kaupþing open

Tveir T.R.ingar, alþjóðlegi meistarinn Héðinn Steingrímsson (2470) og undirritaður, Snorri G. Bergsson FIDE-meistari (2301) munu taka þátt í Kaupþing open, sem hefst í Lúxemborg n.k. laugardag. Einnig taka þátt nokkrir Hellismenn og einn skákmaður utan félaga, eins og sjá má neðst á forsíðu Taflfélagssíðunnar.   Keppendur fara á mótið með tilstyrk Kaupþings, sem styrkir keppendur mjög rausnarlega til fararinnar. Við, ...

Lesa meira »

Nataf í T.R.

Franski stórmeistarinn Igor Alexandre Nataf (2596) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Nataf hefur jafnan teflt á 1. borði fyrir Taflfélag Vestmannaeyja hin síðustu misseri og hefur staðið sig vel. Hann mun styrkja a-lið Taflfélagsins í komandi baráttu og að öllu óbreyttu leiða sveitina til sigurs á Íslandsmóti skákfélaga. Taflfélagið býður Nataf velkominn til leiks.

Lesa meira »

Galego í T.R.

Portúgalski stórmeistarinn Luis Galego (2521) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Galego hefur staðið sig vel í Íslandsmóti skákfélaga síðustu ár með TV og mun styrkja lið Taflfélagsins næsta vetur, þegar dollan verður tekin heim með valdi. Taflfélagið býður Galego velkominn til leiks. 

Lesa meira »

Misiuga genginn í T.R.

Andrzej Misiuga er formlega genginn í T.R., en farist hafði fyrir að senda tilkynningu um inngöngu hans til Skáksambands Íslands. Samkvæmt reglum þurfa erlendir skákmenn að tilkynna inngöngu í íslenskt skákfélag, eða félagaskipti, formlega, en óvíst er hvort Misiuga falli undir slíkt, enda er hann búsettur á Íslandi. Þar eð hann var ekki áður í öðru íslensku félagi er ekki ljóst, hvort “útlendingareglan” nái ...

Lesa meira »

Umferð á Taflfélagssíðuna

    Jæja, góð umferð hefur verið á Taflfélagssíðuna, frá því hún var stofnuð. Meðalfjöldi gesta (IP tölur) er 261 gestur á dag og hefur farið snarhækkandi upp á síðkastið. Flestir þeir, sem skoða síðuna slá inn veffangið www.taflfelag.is eða hafa þá slóð merkta hjá sér í vafranum. En sú umferð, sem kemur á síðuna frá öðrum vefsvæðum, er eftirfarandi (7 efstu): www.skak.is 512 Skákhornið 171 ...

Lesa meira »

Misiuga vann Hjörvar

Andrzej Misiuga vann Hjörvar Stein Grétarsson í 9. og síðustu umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis. Hlaut hann þar með 5 vinninga af níu mögulegum sem er afar góður árangur. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 5 IM Bjarnason Saevar 0 – 1 FM Thorfinnsson Bjorn 10 2 6 IM Thorfinnsson Bragi 1 – 0 FM Johannesson Ingvar Thor 4 3 7 IM Sarwat Walaa ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli í 2. sæti

Laugalækjarskóli lenti í 2. sæti í undir 16 ára flokki á Evrópumóti skólasveita, en mótinu lauk í dag.  Í 6. og síðustu umferð mætti sveitin Litháunum og þurfti 4-0 sigur til að lenda í 1. sæti.  Það tókst nú ekki.  Litháarnir náðu snemma sigri og að lokum fór viðureignin 1,5-2,5 þeim í hag.   Ekki liggja fyrir endanleg úrslit úr ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli heldur í vonina

Litháarnir héldu áfram að sýna styrk sinn í 5. umferð hér í Varna.  Þeir unnu nú Hvít-Rússa 3-1 og hefðu vel getað unnið 4-0, þar sem Laurusaite lék sig í mát á 3. borði (en það er í annað sinn sem það gerist).  Laugalækjarskóli hélt í vonina um sigur með sigri á Búlgaríu, sömuleiðis 3-1.  Í síðustu umferð mætast Laugalækjarskóli ...

Lesa meira »

Misiuga vann í dag

Okkar maður á Fiskmarkaðsmóti Hellis, Andrzej Misiuga, vann Spánverjann Fonseca tiltölulega auðveldlega, og mjög glæsilega þar að auki, í 7. umferð, sem tefld var í dag. Hefur hann komið skemmtilega á óvart í mótinu og staðið sig framar vonum, eins og stigabreytingarskrá hans segir til um: 6   Misiuga Andrzej POL 2153 TR 4,0 2323 1,59 15 23,9 Þ.e. 23,9 stig ...

Lesa meira »

4. umferð í Varna – frá liðsstjóra

Sigur vannst í dag á Hvít-Rússum með minnsta mun, 2,5-1,5.  Daði fékk að hvíla, enda hefur hann verið að tefla veikur.  Á sama tíma unnu Litháar Búlgarina með sama mun og eru nú komnir með 2 vinninga forskot í efsta sætinu.  Lengi vel leit nú út fyrir 3,5-0,5 sigur og hefðu mótið þá nánast verið búið.   4. umferð u-16 ...

Lesa meira »

Sigur á Hvít-Rússum

Skáksveit Laugalækjarskóla tefldi við Hvít-Rússa í dag. Daði Ómarsson, sem hefur átt við vanheilsu að stríða þarna úti, hvíldi í dag. Vilhjálmur Pálmason tapaði á 1. borði, Matthías Pétursson vann á 2. borði (og hefur unnið allar skákir sínar í mótinu!), Einar vann á 3. borði og Aron Ellert gerði jafntefli á 4. borði. Semsagt: 2.5 – 1.5 fyrir Ísland. Nánar ...

Lesa meira »

Stigaútreikningur á Fiskmarkaðsmótinu

T.R.-ingurinn Misiuga hefur grætt næst flest stig, það sem af er Fiskmarkaðsmótinu, en aðeins Hjörvar Steinn Grétarsson, hinn ungi og efnilegi skákmaður úr Helli, hefur grætt fleiri stig. Í þriðja sæti er forystusauður mótsins, Bragi Þorfinnsson. Sævar Bjarnason hefur tapað mestu það sem af er. Nánar um stigatöp eða gróða: 1 IM Thorfinnsson Bragi ISL 2384 Hellir 5,0 2507 0,87 10 ...

Lesa meira »

Maraþon hjá Misiuga

Okkar maður á Fiskmarkaðsmótinu, Andrzej Misiuga, gerði í gær jafntefli gegn egypska alþjóðameistaranum Walaa Sarwat í sannkallaðri maraþonskák, en það þurfti um 120 leiki til að sannfæra þá um, að jafntefli væru eðlileg úrslit. Misiuga hefur staðið sig afar vel á mótinu og fær hér baráttukveðjur. Að neðan sjást önnur úrslit og staða:   Úrslit 6. umferðar:   Name Result  ...

Lesa meira »