Hausthraðskákmótið hefst í kvöld kl. 19.30. Jafnframt fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmótið. Allir velkomnir
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Fáheyrðir yfirburðir Björns í MP mótinu
Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á MP mótinu – Haustmóti T.R. 2007 með 8,5 vinninga af 9 mögulegum, gerði aðeins jafntefli við Andrzej Misiuga. Björn var þremur vinningum á undan næstu mönnum, Hrafni Loftssyni, skákmeistara T.R. 2007, og Sigurbirni J. Björnssyni, sem fékk flesta vinninga aukafélaga í T.R. Árangur Björns samsvarar 2620 eló-stigum! Úrslit í 9. umferð voru eftirfarandi: Round 9 ...
Lesa meira »Atli Freyr sigraði örugglega í b-flokki MP mótsins
Atli Freyr Kristjánsson sigraði örugglega í b-flokki MP mótsins, Haustmóts T.R. 2007. Þetta er annað árið í röð, að hann sigraði í b-flokki. Næstur kom Kristján Örn Elíasson. Úrslit í 9. umferð urðu eftirfarandi: Round 9 on 2007/11/09 at 19:30 Bo. No. Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg No. 1 1 Kristjansson Atli ...
Lesa meira »Atskákmót öðlinga 2007
Atskákmót öðlinga 2007. Atskákmót öðlinga 2007 hefst miðvikudaginn 14. nóv n.k. og verður fram haldið miðvikudagana 21. og 28. nóv. Taflið hefst kl. 19:30 alla dagana. Tefldar verða 9 umferðir Þrjár skákir á kvöldi. Umhugsunartími 25 mín. á skák. Þátttökurétt hafa allir sem eru 40 ára og eldri. Teflt verður í félagsheimili TR í Faxafeni ...
Lesa meira »Röðun tilbúin í b-flokki MP mótsins
Frestaðri skák Þóris Benediktssonar og Frímanns Benediktssonar lauk með jafntefli. Staðan fyrir síðustu umferð í b-flokki er því ljós og Atli Freyr Kristjánsson er öruggur sigurvegari. Rank after Round 8 Rk. Name FED Rtg Club/City Pts. TB1 TB2 TB3 Rp n w we w-we K rtg+/- 1 Kristjansson Atli Freyr ISL 1990 Hellir 7,0 29,0 33,0 37,0 ...
Lesa meira »Arnar sigraði á 6. Grand Prix mótinu
Alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson sigraði á 6. Grand Prix mótinu sem fram fór í T.R. í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í öllum sjö skákum sínum. Annar varð Davíð Kjartansson og Atli Freyr Kristjánsson, sem var nú að vinna b-flokk Haustmóts T.R. annað árið í röð, varð þriðji. Davíð Kjartansson leiðir í Grand Prix mótaröðinni. Um ...
Lesa meira »Lengi er von á einu (móti)
Jæja, vefstjóri hefur nú fengið í hendur úrslit úr 3. Grand Prix mótinu, sem haldið var á meðan á Evrópumóti taflfélaga í Tyrklandi stóð. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 Davíð Kjartansson 7/7 2 Björn Ívar Karlsson 5,5 Halldór Brynjar Halldórsson 5,5 4 Brynjar Níelsson 4,5 5 Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 4 Jóhann H. Ragnarsson 4 Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 4 ...
Lesa meira »Grand Prix mótið í kvöld
6. Grand Prix mót T.R. og Skákdeildar Fjölnis verður haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun verða í boði Senu, Zonets, Smekkleysu, 12 tóna og Geimsteins. Skákstjórar eru Óttar Felix Hauksson og Helgi Árnason, formenn T.R. og Sd. Fjölnis.
Lesa meira »Hausthraðskákmótið á sunnudagskvöldið
Hausthraðskákmót T.R. verður haldið í Skákhöllinni, Faxafeni 12, n.k. sunnudagskvöld og hefjast leikar kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir, með 5 mínútna umhugsunartíma á skák, þ.e. menn tefla við hvern andstæðing bæði með hvítu og svörtu. Að móti loknu verða veitt verðlaun fyrir hraðskákmótið og MP mótið – Haustmót T.R., sem mun ljúka n.k. föstudagskvöld. Og hver nema Birna og ...
Lesa meira »Hrafn Loftsson skákmeistari T.R. 2007
Hrafn Loftsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, sneri aftur í skákina eftir sjálfskipaða útlegð og kórónaði endurkomu sína með sigri á Davíð Kjartanssyni, stigahæsta manni MP mótsins, og tryggði sér þannig titilinn SKÁKMEISTARI TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR 2007, þegar einni umferð er ólokið. Í síðustu umferð mætir hann Birni Þorfinnssyni, sem þegar hefur tryggt sér sigur á mótinu. Staðan fyrir síðustu umferð er ...
Lesa meira »Atli Freyr sigraði í b-flokki MP mótsins
Atli Freyr Kristjánsson, hinn efnilegi skákmaður úr Helli, sigraði örugglega í b-flokki MP mótsins, annað árið í röð. Úrslit í 8. umferð voru eftirfarandi: 1 9 Oskarsson Aron Ingi 1755 4½ 0 – 1 6 Kristjansson Atli Freyr 1990 1 2 4 Brynjarsson Helgi 1830 4½ ½ – ½ 5 Eliasson Kristjan Orn 1825 5 3 ...
Lesa meira »Björn öruggur sigurvegari MP mótsins
Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á MP mótinu – Haustmóti T.R., en 8. umferð lauk í gær. Björn tryggði sér sigur með sigri á Stefáni Bergssyni. Önnur úrslit voru eftirfarandi: Round 8 on 2007/11/06 at 19:30 Bo. No. Name Result Name No. 1 10 Baldursson Hrannar 1 – 0 Bjornsson Sverrir Orn 9 2 1 ...
Lesa meira »Röðun í 8. umferð b-flokks MP mótsins
Nokkrar frestaðar skákir voru tefldar í gærkvöldi í b-flokki MP mótsins, HTR 2007. Þær höfðu þó ekki beina þýðingu fyrir toppbaráttuna, en þar er Atli Freyr Kristjánsson efstur sem fyrr, en nokkrir skákmenn fylgja í humátt á eftir. Þegar frestuðum skákum er lokið í b-flokki MP mótsins er staðan eftirfarandi: 1 Kristjansson Atli Freyr ISL 1990 Hellir 6,0 22,0 ...
Lesa meira »Öllum skákum lokið í a-flokki
Síðustu frestuðu skákunum í a-flokki MP mótsins er nú lokið. Björn Þorfinnsson sigraði Sverri Örn Björnsson, og Davíð Kjartansson vann Guðna Stefán Pétursson. Staðan er því eftirfarandi: Rank after Round 7 Rk. Name FED Rtg Club/City Pts. TB1 Rp n w we w-we K rtg+/- 1 FM Thorfinnsson Bjorn ISL 2323 Hellir 6,5 19,75 2597 9 6,5 4,82 ...
Lesa meira »Jólaskapið komið í a-flokk MP mótsins
Já, það verða gleði- og friðarjól í skákinni, ef marka má 7. umferð MP mótsins, en öllum skákum 7. umferðar lauk með jafntefli. Skákmenn voru þó friðsamir aðeins skv. úrslitunum, en hart var barist í hverri skák. Round 7 on 2007/11/04 at 14:00 Bo. No. Name Result Name No. 1 4 Ragnarsson Johann ½ – ...
Lesa meira »Davíð vann Sverri Örn í frestaðri skák
Í dag, laugardag, fór fram frestuð skák úr a-flokki Haustmótsins. Davíð Kjartansson sigraði Sverri Örn Björnsson með hvítu. Davíð hefur því 2,5 vinninga og á einni skák ólokið, gegn Guðna Stefáni Péturssyni, en Sverrir hefur 2 vinninga og á sömuleiðis einni skák ólokið, gegn Birni Þorfinnssyni. 7. umferð fer fram á morgun, sunnudag, og fer fram í Skákhöll Reykjavíkur, Faxafeni ...
Lesa meira »Hrafninn flýgur!
Í fjarveru forystuhúnsins, Björns Þorfinnssonar, sem fékk frestað í 6. umferð, var hart barist í a-flokki MP mótsins – Haustmóts TR. Sigurbjörn J. Björnsson sigraði sína fyrstu skák í mótinu og Misiuga lagði Davíð Kjartansson, að mér skilst með því, að festa Davíð í mátneti. Hrannar Baldursson og Guðni Stefán Pétursson gerðu jafntefli í furðulegri skák Hrafn Loftsson lektor, sem ...
Lesa meira »Atli Freyr heldur forystunni
Atli Freyr Kristjánsson heldur forystunni í b-flokki MP mótsins – Haustmóts TR eftir sigur á Svanbergi Má Pálssyni. Þegar vefstjóri mætti á svæðið um 20 mínútum eftir að umferð hófst hafði Atli þegar knúið fram sigur og keppendur voru farnir af vettvangi. Þetta virðist fylgja forystusauðunum, en efsti maður í a-flokki hefur unnið tvær örskákir á mjög skömmum tíma. Aðeins ...
Lesa meira »Geirþrúður og Stefanía á NM stúlkna
Íslendingar sendu 7 fulltrúa til þátttöku í þremur flokkum á Norðurlandamóti stúlkna, sem nýverið er lokið, en þetta mót er nú haldið í fyrsta sinn. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir um T.R. voru fulltrúar Íslands í yngsta flokki, C-flokki. Stelpurnar stóðu sig almennt með stakri prýði og fékk Hallgerður Helga silfrið í sínum flokki, en aðeins Inna Agrest, ...
Lesa meira »Jóhann sigraði á Grand Prix mótinu
Jóhann H. Ragnarsson, tengdavaraformaður T.R., sigraði á Grand Prix móti T.R. og Fjölnis, en 5. mótið í röðinni fór fram í gærkvöldi, fimmtudagskvöld. Hann tapaði fyrir Vigfúsi Óðni Vigfússyni í 1. umferð, en sigraði aðrar skákir. Elsa María Kristínardóttir fékk kvennaverðlaun og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir unglingaverðlaun, þ.e. fyrir keppendur á grunnskólaaldri. Verðlaunahafar voru að þessu sinni leystir út með tónlistarverðlaunum ...
Lesa meira »