Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hélt áfram góðu gengi á Evrópumóti ungmenna er hún sigraði andstæðing sinn í níundu og síðustu umferð mótsins. Geirþrúður hafði áður gert jafntefli í 8. umferð og endar því með 5 vinninga í 31. sæti en fyrirfram var hún nr. 62 í röðinni. Sannarlega frábær árangur hjá Geirþrúði sem tapaði aðeins tveim skákum á mótinu. Friðrik Þjálfi Stefánsson ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Sævar Bjarnason kennir á laugardagsæfingum
Það var fámennt en góðmennt á laugardagsæfingunni 20. sept. Þau sem mættu fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð, því Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, var kominn til að ausa úr sínum skákviskubrunni. Sævar er öllum skákáhugamönnum að góðu kunnur og meðal annars er hann sá skákmaður sem teflt hefur flestar kappskákir á íslenskri grundu. Þannig sýnir nýjasti stigalistinn með íslenskum ...
Lesa meira »Töp í 7. umferð EM ungmenna
Friðrik Þjálfi og Geirþrúður Anna töpuðu bæði í 7. umferð EM ungmenna sem fram fór í dag. 8. umferð fer fram á morgun, þriðjudag. Heimasíða mótsins Bloggsíða Eddu Sveinsdóttur fararstjóra Chess-Results
Lesa meira »Geirþrúður vann í 6. umferð
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sigraði tæplega 2000 stiga andstæðing sinn með svörtu mönnunum í 6. umferð Evrópumóts ungmenna sem fram fór í dag. Friðrik Þjálfi Stefánsson tapaði. Geirþrúður hefur 3,5 vinninga og Friðrik Þjálfi 2 vinninga. 7. umferð fer fram á morgun. Heimasíða mótsins Bloggsíða Eddu Sveinsdóttur fararstjóra Chess-Results
Lesa meira »Friðrik Þjálfi og Geirþrúður Anna á EM ungmenna
Friðrik Þjálfi Stefánsson og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir taka nú þátt í Evrópumóti ungmenna í Novi, Svartfjallalandi. Eftir 5 umferðir hefur Geirþrúður 2,5 vinninga og Friðrik 2 vinninga en alls verða tefldar 9 umferðir. Árangur þeirra beggja er til fyrirmyndar og nokkuð ljóst er að þau munu birtast fljótlega á Fide stigalistanum með sín fyrstu stig. Alls taka 10 íslensk ungmenni ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót TR hafin
Fyrsta fimmtudagsmót vetrarins fór fram í kvöld í Skákhöll TR. Alls tóku 11 þátt og var keppnin æsispennandi en úrslit réðust ekki fyrr en í 7. og síðustu umferð þegar hraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson, skaust upp í efsta sætið ásamt Jon Olav Fivelstad eftir sigur á Sigurlaugu R Friðþjófsdóttur. Kristján Örn varð svo efstur á stigum. Björn Jónsson leiddi lengi ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót TR hefjast í kvöld kl. 19.30
Í kvöld hefjast fimmtudagsæfingar TR á nýjan leik eftir sumarfrí. Teflt er í Skákhöll TR, Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og fær sigurvegari mótsins glæsilegan verðlaunapening að launum. Þátttökugjald er kr. 500 en ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Boðið verður upp á léttar veitingar endurgjaldslaust. Húsið opnar kl. 19.10. Stjórn TR hvetur ...
Lesa meira »Barna- og unglingaæfingar hófust síðastliðinn laugardag
Fyrsta laugardagsæfing vetrarins fór fram 13. september. Það voru 11 krakkar sem mættu, bæði ötulir félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur svo og nýjir áhugasamir krakkar. Meðal annars voru þarna systkin, bræður og vinkonur að koma í fyrsta skipti! Tefldar voru 6 umferðir með 8 mínútna umhugsunartíma. Eftir þriðju umferð var gert smá hlé á taflmennsku og þátttakendum var boðið upp á djús ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót TR hefjast næstkomandi fimmtudag
Fimmtudaginn 18. september hefjast hin víðfrægu fimmtudagsmót TR að nýju eftir sumarfrí. Að venju verða tefldar 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin hefjast kl. 19.30 öll fimmtudagskvöld og er teflt í Skákhöll TR, Faxafeni 12. Þátttökugjald er sem fyrr kr. 500 en ókeypis fyrir 15 ára og yngri og boðið verður upp á léttar veitingar án endurgjalds. Mótin eru opin öllum. Verðlaun ...
Lesa meira »Upprifjun fyrir úrslitaleik Hraðskákkeppninnar
Nú er við hæfi að rifja aðeins upp stemningu fyrri ára og gerum það með hjálp Gunnars Björnssonar, hins ötula ritstjóra Skákar og formanns Taflfélagsins Hellis. Til hamingju TR
Lesa meira »TR sigraði SA örugglega
Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákfélag Akureyrar örugglega í undanúrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga síðastliðið fimmtudagskvöld. Leikar fóru 53-19 TR í vil og stóð Stefán Kristjánsson sig best af TR-ingum og sigraði allar sínar 12 skákir, því næst kom Þröstur Þórhallsson með 11 vinninga af 12. Árangur TR-inga var annars sem hér segir: Stefán Kristjánsson 12 v. af 12 Þröstur Þórhallsson 11 v. af ...
Lesa meira »Barna- og unglingaæfingar TR hefjast 13. september
Skákæfingar (skákkennsla og skákmót) fyrir stelpur og stráka 15 ára og yngri hefjast að nýju hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 13. september kl. 14 í húsnæði félagsins Faxafeni 12. Laugardagsæfingarnar verða í allan vetur frá kl. 14 – 16. Þátttaka er ókeypis.
Lesa meira »Hannes Hlífar Íslandsmeistari í 10. sinn!
Hannes Hlífar Stefánsson, Taflfélagi Reykjavíkur, varð í gær Íslandsmeistari í skák í tíunda sinn á ellefu árum. Aðeins árið 2000 sigraði Hannes ekki en þá var hann ekki meðal þátttakenda í Íslandsmótinu. Sigurinn í ár var öruggur hjá Hannesi og var hann 1,5 vinningi á undan næsta manni, stórmeistaranum Henrik Danielsen.
Lesa meira »TR-ingar að tafli á Skákþingi Íslands 2008
Í kvöld var Skákþing Íslands sett með glæsibrag. Að þessu sinni taka 10 félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur þátt í áskorendaflokki og 4 í landsliðflokki en alls eru keppendur 29 í áskorendaflokki og 12 í landsliðsflokki. TR-ingar unnu flestir sínar skákir í fyrstu umferðinni en af helstu úrslitum má nefna að Guðmundur Kjartansson lagði alþjóðlega meistarann Stefán Kristjánsson í landsliðsflokki og Geirþrúður ...
Lesa meira »TR vann öruggan sigur á Fjölni
Íslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur unnu öruggan sigur á Skákdeild Fjölnis í 2. umferð (8 liða úrslitum) Hraðskákkeppni taflfélaga, sem fram fór 25. ágúst síðastliðinn. Lokatölur urðu 49 vinningar gegn 23 vinningum gestanna. Bergsteinn Einarsson fékk flesta vinninga heimamanna en Ingvar Ásbjörnsson var bestur gestanna. Einstaklingsúrslit: Taflfélag Reykjavíkur: Arnar E. Gunnarsson 4 v. af 4 Bergsteinn Einarsson 9½ v. af 11 ...
Lesa meira »Ný stjórn T.R.
Óttar Felix Hauksson var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi sem haldinn var í húsakynnum félagsins í gærkvöldi. Nýja stjórn skipa, auk formanns, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Júlíus L. Friðjónsson, Ólafur S. Ásgrímsson, Kristján Örn Elíasson, Magnús Kristinsson og Þórir Benediktsson. Í varastjórn eru Torfi Leósson, Björn Jónsson, Daði Ómarsson og Elín Guðjónsdóttir. Hugur er í nýrri stjórn að hefjast handa ...
Lesa meira »Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 2008
Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 2008 verður haldinn fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20 í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12 í ReykjavíkAllir félagsmenn eru hvattir til að mæta. Venjuleg aðalfundarstörf.Stjórnin.
Lesa meira »Grand Prix mót í kvöld
Í kvöld fimmtudaginn 22. maí verður Grand Prix mótaröðinni fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma á skák. Mótið hefst klukkan 19:30. Grand Prix kannan góða er veitt fyrir efsta sætið ásamt tónlistarverðlaunum. Sá er bestum samanlögðum árangri nær í mótaröðinni fær vegleg ferðaverðlaun, en mótaröðinni lýkur fimmtudaginn 29. maí. Skákdeild Fjölnis og ...
Lesa meira »Alþjóðlegt Boðsmót TR 16.-24. júní 2008
Boðsmót TR verður alþjóðlegt mót annað árið í röð. Mótið er haldið til þess að færa ungum Íslendingum meiri reynslu og gefa þeim jafnframt kost á að reyna við áfanga að alþjóðlegum meistaratitli eða afla sér reynslu. Tíu keppendur eru skráðir til leiks og verða tefldar níu umferðir. Sex og hálfan vinning þarf til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. ...
Lesa meira »Eiríkur Örn Brynjarsson gengur í TR
Enn einn sterkur liðsaukinn barst Taflfélagi Reykjavíkur nú um helgina, þegar Eiríkur Örn Brynjarsson ákvað að ganga til liðs við félagið. Eiríkur Örn er fjórði liðsmaður hinnar öflugu skáksveitar Salaskóla sem á undanförnum vikum hafa gengið í raðir TR. TR fagnar innilega komu Eiríks í félagið. Jafnframt því að vera efnilegur skákmaður er hann drengur góður og styrkir vel ...
Lesa meira »