Alþjóðlegt Boðsmót TR 16.-24. júní 2008Boðsmót TR verður alþjóðlegt mót annað árið í röð. Mótið er haldið til þess að færa ungum Íslendingum meiri reynslu og gefa þeim jafnframt  kost á að reyna við áfanga að alþjóðlegum meistaratitli eða afla sér reynslu.

Tíu keppendur eru skráðir til leiks og verða tefldar níu umferðir. Sex og hálfan vinning þarf til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Hér að neðan er keppendalistinn ásamt FIDE- stigum keppenda: IM Jakob Vang Glud  (Danmörk)       2456IM Espen Lund (Danmörk)                2420FM Björn Þorfinnsson                        2417IM Simon Bekker- Jensen (Dan.)    2392FM Ingvar Þór Jóhannesson               2344FM Guðmundur Kjartansson              2321Kamalakanta Nieves (Puerto Rico)     2225Björn Þorsteinsson                              2192Torfi Leósson                                      2137Daði Ómarsson                                   2027 

Teflt verður í salarkynnum Taflfélags Reykjavíkur í Skákhöllinni Faxafeni.

Taflmennskan hefst í öllum umferðum kl. 17:30.

Aðgangur að mótinu er ókeypis og veitingasalan verður opin.

Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson alþjóðlegur skákdómari. ÓFH