Hinn efnilegi en þó nokkuð mistæki Eiríkur K. Björnsson hafði að lokum sigur á vel sóttu fimmtudagsmóti TR í gærkvöldi. Fullt hús fyrir síðustu umferð dugði, þrátt fyrir tap fyrir Páli Snædal Andrasyni í lokaumferðinni en með þeim sigri tryggði Páll sér annað sætið. Að venju hófst mótið kl. 19:30 og var í gær lokið á slaginu 21:30, en kaffi- ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Hjörvar Steinn Skákmeistari Reykjavíkur annað árið í röð
Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) er sigurvegari KORNAX mótsins 2010 – Skákþings Reykjavíkur og ver þar með titil sinn frá því í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem skákmaður ver titilinn en síðastur til þess var Jón Viktor Gunnarsson árið 1999. Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fór í gær, sigraði Hjörvar Halldór Grétar Einarsson (2260) ...
Lesa meira »Hjörvar leiðir enn á KORNAX mótinu
Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) sigraði Björn Þorfinnsson (2383) í sjöundu umferð KORNAX mótsins – Skákþings Reykjavíkur sem fór fram fyrr í dag. Hjörvar hefur hlotið 6,5 vinning og er kominn með vinningsforskot þegar tveim umferðum er ólokið en jafnir í 2.-3. sæti eru Ingvar Þór Jóhannesson (2330), sem gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson (2317), og Halldór Grétar Einarsson (2260), sem ...
Lesa meira »Hjörvar efstur á KORNAX mótinu
Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) leiðir KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur með 5,5 vinning þegar sex umferðum er lokið. Hjörvar sigraði alþjóðlega meistarann, Braga Þorfinnsson (2398) í fimmtu umferð og gerði jafntefli við Sigurbjörn Björnsson (2317) í þeirri sjöttu. Jafnir í 2.-3. sæti með 5 vinninga eru alþjóðlegi meistarinn, Björn Þorfinnsson (2383) og Ingvar Þór Jóhannesson (2330). Fjórir skákmenn koma næstir ...
Lesa meira »Sverrir Sigurðsson öruggur sigurvegari á fimmtudagsmóti
Á annan tug skákmanna lét hvorki óveður né afleit úrslit í handbolta gegn Austurríkismönnum hafa áhrif á sig og mættu í skákhöllina í Faxafeni á fimmtudagsmót TR. Að lokum stóð Sverrir Sigurðsson uppi sem öruggur sigurvegari; með fullt hús og vinning í forskot fyrir síðustu umferð tryggði hann sér sigurinn með jafntefli gegn Stefáni Péturssyni. Úrslit: 1 Sverrir Sigurðsson 6.5 2 ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót í kvöld
Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10. Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri. ...
Lesa meira »Hjörvar og Bragi efstir á KORNAX mótinu
Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2398), og Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að lokinni fjórðu umferð sem fór fram í dag. Bragi sigraði Ingvar Þór Jóhannesson (2330) í nokkuð snarpri skák þar en Hjörvar lagði Sverri Örn Björnsson (2173). Jöfn í 3.-5. sæti með 3,5 vinning eru Sigurbjörn Björnsson (2317), Lenka Ptacnikova (2315) ...
Lesa meira »Fjórir með fullt hús á KORNAX mótinu
Þriðja umferð KORNAX mótsins – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld. Á efsta borði sigraði alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2398), Hrafn Loftsson (2256) í æsilegri og illskiljanlegri skák þar sem Hrafn fór sér líklega fullgeyst í byrjuninni og fékk erfiða stöðu í kjölfarið þar sem kóngur hans var berskjaldaður. Þá sigraði Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) Þorvarð F. Ólafsson (2217) í ...
Lesa meira »Fyrsta laugardagsæfing nýs áratugar!
Laugardagsæfingar T.R. hófust af krafti á öðrum áratug 21. aldar þann 9. janúar síðastliðinn. Metfjöldi barna mætti til leiks eða alls 29 og þar af voru sjö börn að mæta í fyrsta sinn. Ekki var setið með hendur í skauti heldur strax hafist handa við skákina þar sem m.a. voru leystar þrautir og sett upp mót. Pistil 15. æfingar vetrarins ...
Lesa meira »Elsa María sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti
Elsa María Kristínardóttir sigraði á fimmtudagsmóti gærdagsins í Taflélagi Reykjavíkur. Hún gerði jafntefli við Jón Úlfljótsson og Erling Þorsteinsson en vann hinar fimm skákirnar og var þannig eini taplausi keppandinn á mótinu. Eins og venjulega voru telfdar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst kl. 19:30 stundvíslega og er yfirleitt lokið um eða upp úr 21:30. 1 Elsa ...
Lesa meira »Fimmtudagsmót í kvöld
Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10. Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri. ...
Lesa meira »Ekki mikið um óvænt úrslit í annarri umferð KORNAX mótsins
Önnur umferð KORNAX mótsins 2010 – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld. Viðureignir voru heldur jafnari en í fyrstu umferð eins og tíðkast gjarnan á mótum í dag þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu. Svissneska kerfið virkar þannig að fyrir fyrstu umferð er keppendum skipt upp í tvo styrkleikaflokka. Keppendum er raðað eftir elo stigum og svo er ...
Lesa meira »Fimmtudags- og laugardagsæfingar komnar á fullt
Athygli er vakin á því að vetrarstarf félagsins er komið á fullt eftir jólafrí. Öll fimmtudagskvöld klukkan 19.30 eru haldin fimmtudagsmót, sem fyrir löngu eru orðin að hefð hjá félaginu. Á fyrstu æfingu ársins mættu tæplega 20 keppendur sem er með besta móti. Tefldar eru skákir með sjö mínútna tímamörkum og er þátttökugjald aðeins kr. 500 fyrir 16 ára og ...
Lesa meira »Jón Úlfljótsson fremstur á meðal jafningja á fimmtudagsmóti
Hart var barist á fyrsta fimmtudagsmóti ársins í TR sem fram fór fyrir helgi. Þrír urðu efstir og jafnir með 6 vinninga en Jón Úlfljótsson efstur á stigum. Eins og venjulega voru tefldar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst kl. 19:30 stundvíslega og er yfirleitt lokið um eða upp úr 21:30. Lokastaðan: 1 Jón Úlfljótsson 6 ...
Lesa meira »KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hafið
KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hófst í dag þegar 68 keppendur öttu kappi í fyrstu umferð en það er mesta þátttaka í einhver ár. Mótið er vel skipað í ár með 21 skákmanni sem hafa meira en 2000 elo stig, þar af eru sex með yfir 2300 stig. Einn stórmeistari tekur þátt, þrír alþjóðlegir meistarar og þrír Fide meistarar. ...
Lesa meira »KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hefst í dag
KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Verðlaun: 1. sæti kr. ...
Lesa meira »Jón L. Árnason sigraði á Stórmeistaramóti CCP og MP banka
Friðrik Ólafsson yljaði skákunnendum með glæsilegri fórnarskák. Jón L. Árnason bar sigur úr býtum á velheppnupu stórmeistaramóti CCP og MP banka sem haldið var í tilefni 110 ára afmælisárs Taflfélags Reykjavíkur. Jón L. fékk 5 vinninga af 7 mögulegum og hlaut að launum veglegan bikar auk dágóðrar peningaupphæðar. Fast á hæla hans fylgdu félagar hans úr „fjórmenningaklíkunni“ frægu þeir Helgi ...
Lesa meira »Stórmeistaramót T.R. í samstarfi við CCP og MP banka
Í tilefni af 110 ára afmælisárs Taflfélags Reykjavíkur stendur félagið, ásamt CCP og MP Banka, að veglegu stórmeistaramóti laugardaginn 9. janúar. Átta af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt, sex stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Mótið fer fram í höfuðstöðvum CCP að Grandagarði 8 og hefst klukkan 13. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins.
Lesa meira »Fimmtudagsmótin hefjast aftur í kvöld eftir jólafrí
Hin margrómuðu fimmtudagsmót T.R. hefjast á nýjan leik í kvöld kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið í kvöld er kjörið tækifæri fyrir skákmenn að hita upp fyrir mikla skákhelgi sem er að ganga í garð! Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10. Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði ...
Lesa meira »Sigurður Daði sigraði á Jólahraðskákmóti T.R. – Firmakeppni
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2009 fór fram í gær í húsnæði félagsins að Faxafeni. Mótið var firmamót að þessu sinni en yfir 50 fyrirtæki og einstaklingar styrktu félagið. Þátttaka var góð en 34 keppendur mættu til leiks og öttu kappi í skemmtilegu móti þar sem jólaandinn réð ríkjum. Á milli skáka fylgdust keppendur með úrslitaeinvíginu í Íslandsmótinu í atskák í beinni ...
Lesa meira »