KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hefst í dag



KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.

 

Verðlaun:

1. sæti kr. 110.000 og sæti í landsliðsflokki

2. sæti kr. 30.000

3. sæti kr. 20.000

Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 15.000 (íslensk stig gilda)

Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 15.000 (íslensk stig gilda)

Besti árangur undir 1600 skákstigum – bókaverðlaun (íslensk stig gilda)

Besti árangur stigalausra – bókaverðlaun

 

Sigurvegarinn hlýtur auk þess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2010 og farandbikar til varðveislu í eitt ár.  Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Hjörvar Steinn Grétarsson.

 

Þátttökugjöld:

kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri

kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

 

Dagskrá:

 

1. umferð sunnudag   10. janúar  kl. 14

2. umferð miðvikudag 13. janúar  kl. 19.30

3. umferð föstudag     15. janúar  kl. 19.30

4. umferð sunnudag   17. janúar  kl. 14

5. umferð miðvikudag 20. janúar  kl. 19.30

6. umferð föstudag      22. janúar  kl. 19.30

7. umferð sunnudag    24. janúar  kl. 14

8. umferð miðvikudag 27. janúar  kl. 19.30

9. umferð föstudag      29. janúar  kl. 19.30

 

Skákþingið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

 

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is og á skráningarformi á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur.

Athugið að skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, þ.e. kl. 13.45.

 

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 7. febrúar og hefst það kl. 14.00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Monradkerfi.