Sigurður Daði sigraði á Jólahraðskákmóti T.R. – FirmakeppniJólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2009 fór fram í gær í húsnæði félagsins að Faxafeni.  Mótið var firmamót að þessu sinni en yfir 50 fyrirtæki og einstaklingar styrktu félagið.  Þátttaka var góð en 34 keppendur mættu til leiks og öttu kappi í skemmtilegu móti þar sem jólaandinn réð ríkjum.  Á milli skáka fylgdust keppendur með úrslitaeinvíginu í Íslandsmótinu í atskák í beinni útsendingu Sjónvarps á stóru tjaldi ásamt því að gæða sér á veitingum frá Birnu-Kaffi.

Tefldar voru 2×7 umferðir og svo fór að TR-ingurinn, Sigurður Daði Sigfússon sem tefldi fyrir Jón Víglundsson, sigraði með 12 vinninga.  Annar með 11,5 vinning varð Björn Þorfinnsson sem tefldi fyrir Frumherja hf og þriðji með 10,5 vinning varð Gunnar Freyr Rúnarsson en hann tefldi fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.

Heildarúrslit:

Place Name

1 Sigurður Daði Sigfússson, Jón Víglundsson 12
2 Björn Þorfinnsson, Frumherji hf. 11.5
3 Gunnar Freyr Rúnarsson, Orkuveita Reykjavíkur 10.5
4 Jón Þorvaldsson, Litla Kaffistofan 9.5
5-9 Jón Úlfljótsson, Efla Verkfræðistofa ehf. 8.5
Jóhann Ingvason, Henson Sport 8.5
Vigfús Ó. Vigfússon, Kópavogsbær 8.5
Skúli Torfason, Sjóvá 8.5
Páll Andrason, Skáksamband Íslands 8.5
10-13 Jóhann H. Ragnarsson, Herrafataverslun Kormáks 8
Stefán Þór Sigurjónsson, Endurvinnslan hf. 8
Kristján Örn Elíasson, Bónus 8
Stefán Már Pétursson, Lögmál 8
14-18 Eiríkur K. Björnsson, Hlaðbær – Colas 7.5
Jón Olav Fivelstadt, Innes hf. 7.5
Friðrik Þ. Stefánsson, Borgarplast 7.5
Örn Leo Jóhannsson, Hitaveita Suðurnesja 7.5
Oliver Aron Jóhannesson, Saga Capital 7.5
19-20 Jón Gunnar Jónsson, Bakarameistarinn 7
Guðmundur Guðmundsson, Hreyfill-Bæjarleiðir 7
21-22 Júlíus L. Friðjónsson, Íslandspóstur ehf 6.5
Birkir Karl Sigurðsson, Arion banki 6.5
23-25 Magnús Kristinsson, BYKO 6
Guðmundur K. Lee, Seðlabanki Íslands 6
Finnur Kr. Finnsson, MP banki 6
26 Gunnar Ingibergsson, Útfarastofa Íslands 5.5
27-29 Elsa María Kristínardótti, Hvalur hf 5
Björgvin Kristbergsson, Útflutningsráð Íslands 5
Pétur Jóhannesson, Gámaþjónustan 5
30-31 Þórður Valtýr Björnsson, Sorpa 4.5
Vignir Vatnar Stefánsson, Ísaga hf. 4.5
32-33 Kristófer Jóel Jóhannesso, Valitor Visa 4
Kristinn Andri Kristinsso, Hagkaup 4
34 Veronica S. Magnúsdóttir, Menntaskólinn í Hamrahlíð 0

Jafnframt styrktu eftirfarandi aðilar félagið:

Argentína steikhúsBaltik ehfBSRBDynjandi ehfGarðabærGrand hótel ReykjavíkGuðmundur Arason ehf/GA smíðajárnGæðabakstur ehfHamborgarabúlla Tómasar ehfÍslandsbanki hfÍs-sporLandsbanki ÍslandsMannvit hf verkfræðistofaMarelReykjavíkurborgSuzuki-bílar hfÚtfararstofa Kirkjugarðanna ehfVerkís hf

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fyrirtækja, stofnanna og aðila sem styrktu félagið af þessu tilefni.  Sömuleiðis fá keppendur bestu þakkir fyrir þátttökuna.