Fyrsta laugardagsæfing nýs áratugar!Laugardagsæfingar T.R. hófust af krafti á öðrum áratug 21. aldar þann 9. janúar síðastliðinn.  Metfjöldi barna mætti til leiks eða alls 29 og þar af voru sjö börn að mæta í fyrsta sinn.  Ekki var setið með hendur í skauti heldur strax hafist handa við skákina þar sem m.a. voru leystar þrautir og sett upp mót.

Pistil 15. æfingar vetrarins má lesa hér.  Alla pistla vetrarins má nálgast hér og alltaf er hægt að smella á tengilinn hér hægra megin á síðunni.