Vignir Vatnar Stefánsson er Unglingameistari T.R. 2012 og Donika Kolica er Stúlknameistari T.R. 2012. Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 16. september, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi, en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Vika í Haustmótið – á þriðja tug keppenda þegar skráður
Nú þegar vika er í Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. eykst skráningin jafnt og þétt. Margir sterkir skákmenn eru þegar skráðir til leiks, þeirra stigahæstur alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson. Næstur í stigaröðinni kemur Davíð Kjartansson og þá Einar Hjalti Jensson, sem hefur farið mikinn síðan hann dró fram taflmennina á nýjan leik fyrir skemstu. Skráning í opinn flokk stendur ...
Lesa meira »Barna- og unglingam.mót T.R. sem og Stúlknam.mót TR
Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 16. september í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2012. Þá verða veitt verðlaun fyrir ...
Lesa meira »Laugardagsæfing fellur niður
Vegna þátttöku Taflfélags Reykjavíkur í Afmælismóti aldarinnar á morgun, laugardag, fellur laugardagæfing félagsins niður. Næsta æfing verður laugardaginn 22. september. Afmælismót aldarinnar
Lesa meira »Vetrarstarfið hafið
Vetrarstarf Taflfélags Reykjavíkur hófst að venju með Stórmóti T.R. og Árbæjarsafns 12. ágúst sl. Tveimur dögum síðar fór fram 27. Borgarskákmótið í Ráðhúsinu 14. ágúst. Þetta mót er samstarfsverkefni T.R. og Hellis. Skákæfingarnar hefjast laugardaginn 8. september! Á laugardögum kl. 11.30-13.30 verða skákæfingar fyrir stelpur á öllum aldri. Strax þar á eftir eða kl. 14-16 verða hinar hefðbundnu laugardagsæfingar fyrir ...
Lesa meira »Laugardagsæfingarnar hefjast nk laugardag, 8. september
Áratuga löng hefð er fyrir Laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur. Þær hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 8. september. Að venju fara æfingarnar fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Á æfingunum eru æfingaskákmót, skákkennsla, skákþrautir ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Þá er boðið upp á léttar veitingar um miðbik æfinganna, en sá partur er orðinn órjúfanlegur hluti af æfingunum hjá börnunum. Haldið er utan um mætingu og ...
Lesa meira »Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R.
Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 23. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt og öllum opið. Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Alls verða tefldar 9 skákir í ...
Lesa meira »Úrslit úr stórmóti Árbæjarsafns og T.R.
Loks birtast heildarúrslitin á heimasíðu félagsins en þau höfðu áður birst á skak.is. Stórmótið fór fram sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn. Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fór fram inni í hinu skemmtilega Kornhúsi Árbæjarsafns á meðan úti geysaði rok og rigning. Tuttugu og níu skákmenn mættu til leiks á þetta skemmtilega skákmót sem er einskonar óopinbert upphaf á skákvertíðinni. Gaman var ...
Lesa meira »Borgarskákmótið fer fram á morgun, þriðjudag
Borgarskákmótið fer fram þriðjudaginn 14. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir, að mótinu, eins og þau hafa gert síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað ...
Lesa meira »Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram á sunnudag
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 12. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl, sem er fyrir löngu orðinn árviss og skemmtilegur viðburður í dagatali skákmanna. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 12.000 kr., ...
Lesa meira »Skoðið myndirnar frá laugardagsæfingum
Laugardagsæfingarnar hefjast að venju í lok sumars. Til gamans fylgir hér fjöldi mynda frá æfingum síðustu ára. Hér má einnig finna nánari upplýsingar um laugardagsæfingarnar. Jólaskákæfing 2008 Æfing 14. febrúar 2009 Páskaæfing 2009 Jólaskákæfing 2009 Páskaæfing 2010 Vorhátíðaræfing 2010 Jólaskákæfing 2010 Páskaæfing 2011 Vorhátíðaræfing 2011 Jólaskákæfing 2011
Lesa meira »Mótaáætlun 2012-2013
Alls stendur félagið fyrir sextán mótum á starfsárinu og er af nægu að taka. Taflmennskan hefst þann 12. ágúst með hinu árlega stórmóti á Árbæjarsafni þar sem meðal annars er teflt með lifandi tafli og stemningin er létt og skemmtileg. Þá má nefna að Haustmótið hefst 23. september og Skákþing Reykjavíkur 6. janúar. Vetrarmót öðlinga verður haldið á nýjan leik ...
Lesa meira »Stjórn T.R. 2012-2013
113. starfsár Taflfélags Reykjavíkur er hafið. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Aðalstjórn Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir Eiríkur K. Björnsson Áslaug Kristinsdóttir Þórir Benediktsson Ólafur S. Ásgrímsson Björn Jónsson Ríkharður Sveinsson Varastjórn 1. vm Halldór Pálsson 2. vm Elfa Björt Gylfadóttir 3. vm Torfi Leósson 4. vm Elín Nhung Verkaskipting stjórnar er eftirfarandi: Formaður Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir Varaformaður Eiríkur K. Björnsson Gjaldkeri ...
Lesa meira »Mótstöflur aðgengilegar
Mótstöflur með heildarúrslitum úr helstu mótum félagsins undafarin ár má nú nálgast með einföldum hætti hér á síðunni. Smellið á skákmót á stikunni hér vinstra megin. Veljið síðan mót og þar undir er hægt að smella á viðkomandi mótstöflur (pdf). Að svo stöddu er um að ræða Haustmót T.R. og Skákþing Reykjavíkur aftur til 2007, Öðlingamót sem og Stórmeistaramót CCP ...
Lesa meira »Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur
Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 23. maí kl. 20 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn T.R.
Lesa meira »Tómas Björnsson hraðskákmeistari öðlinga
Hraðskákmót öðlinga 2012 fór fram í kvöld og varð Tómas Björnsson hlutskarpastur með 6 vinn.af 7 mögulegum. Næstir urðu Gunnar Freyr Rúnarsson með 5½ vinn. og Þorvarður FannarÓlafsson með 5 vinn. Í mótshléi var boðið upp á glæsilegar veitingar í boði Birnu Halldórsdóttur. Í mótslok voru afhent verðlaun fyrir aðalkeppnina sem lauk sl. miðvikudag ásamt hraðaskákmótinu. Skákstjórn og yfirumsjón öðlingamótanna ...
Lesa meira »Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld
Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld 16. maí kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Mótið er opið fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1972 og síðar). Tefldar verða 7 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk s.l. miðvikudagskvöld. Þátttökugjald er kr. 500 og er í ...
Lesa meira »Þorvarður Ólafsson sigraði á öðlingamótinu.
Þorvarður Ólafsson sigraði með vinnings forskoti á öðlingamótinu sem lauk í gærkvöldi. Hann endaði með 6 vinninga úr 7 skákum eftir jafntefli við Eggert Ísólfsson. Taflfélag Reykjavíkur óskar honum til hamingju með sigurinn í mótinu. Halldór Pálsson og Eggert Ísólfsson urðu jafnir í öðru til þriðja sæti með 5 vinninga. Úrslit síðustu umferðar má sjá hér og lokastaðan í mótinu ...
Lesa meira »Öðlingamót pörun 7. umferðar
Eggert Ísólfsson sigraði Bjarna Hjartarsson í frestaðri skák úr 6. umferð sem fram fór í kvöld. Pörun 7. umferðar er nú ljós. Eggert mætir Þorvarði Ólafssyni og getur náð honum að vinningum með sigri. Pörun 7. umferðar er aðgengileg hér og stöðuna í mótinu má skoða hér.
Lesa meira »Þorvarður Ólafsson með afgerandi forystu á öðlingamóti
Þorvarður Ólafsson sigraði Jóhann Ragnarsson í 6. umferð öðlingamótsins sem fram fór í gærkvöldi. Hann hefur nú 1.5 vinnings forystu. En Bjarni Hjartarsson og Eggert Ísólfsson eru þeir einu sem náð gætu honum að vinningumen skák þeirra í gærkvöldi var frestað þar til í kvöld. Þorvarður hefur nú 5.5 vinninga en næstu menn hafa 4 vinninga. Úrslit gærkvöldsins má sjá ...
Lesa meira »