Það stefnir í æsispennandi lokaumferð í Skákmóti öðlinga en sjötta og næstsíðasta umferð fór fram í gærkveld. Það var hart barist og þrátt fyrir að helming tefldra skáka hafi lokið með jafntefli voru það síður en svo baráttulausar viðureignir. Ein af orrustunum sem lauk með skiptum hlut var bardagi Björgvins Víglundssonar (2185) og Þorvarðs F. Ólafssonar (2188) á efsta borði ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Björgvin efstur á Öðlingamótinu
Þegar tvær umferðir lifa af Skákmóti öðlinga er Björgvin Víglundsson (2185) einn efstur með 4,5 vinning en hann sigraði Siguringa Sigurjónsson (2021) í fimmtu umferð sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Óskar Long Einarsson (1671), Ingvar Þór Jóhannesson (2377) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2188) koma næstir með 4 vinninga. Óskar sigraði Lenku Ptacnikovu (2210) nokkuð óvænt með svörtu mönnunum, Ingvar Þór ...
Lesa meira »Benedikt Briem sigraði á lokamóti Bikarsyrpunnar
Fimmta og síðasta mót Bikarsyrpu TR þennan veturinn fór fram um síðastliðna helgi. Keppendur voru hátt í 30 talsins, flestir ef ekki allir komnir með nokkra reynslu af þátttöku í skákmótum. Að venju voru tefldar sjö umferðir og urðu úrslit þau að Benedikt Briem varð efstur með 6 vinninga, Árni Ólafsson varð annar með 5,5 vinning og þriðji með 5 ...
Lesa meira »Siguringi og Björgvin efstir á Skákmóti öðlinga
Skákkennarinn knái frá suðurnesjunum, Siguringi Sigurjónsson (2021), skaust upp á topp Öðlingamótsins með góðum sigri á Ögmundi Kristinssyni (2015) í fjórðu umferð sem fram fór síðastliðið miðvikudagskvöld. Siguringi er því efstur með 3,5 vinning ásamt Björgvini Víglundssyni (2185) sem gerði jafntefli við Fide-meistarann Ingvar Þór Jóhannesson (2377) í tíðindalítilli skák. Þéttur hópur sex keppenda með 3 vinninga hver kemur næstur ...
Lesa meira »Fimmta mót Bikarsyrpunnar fer fram næstkomandi helgi
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 17. mars og stendur til sunnudagsins 19. mars. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...
Lesa meira »Björgvin efstur á Öðlingamótinu
Hún var hörð baráttan í þriðju umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gærkveld en þegar klukkan nálgaðist 23. stund sólarhringsins var enn stærstur hluti bardaganna í gangi. Á efsta borði mættust hinir reynslumiklu jaxlar, Ögmundur Kristinsson (2015) og Gunnar K. Gunnarsson (2115), í hörkuskák þar sem Gunnar virtist vera að fá nokkuð vænlega stöðu. Úr varð mikil spenna og ...
Lesa meira »Fimmta mót Bikarsyrpunnar fer fram helgina 17.-19. mars
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fimmta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 17. mars og stendur til sunnudagsins 19. mars. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...
Lesa meira »Batel og Vignir Reykjavíkurmeistarar
Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlkameistaramót Reykjavíkur fór fram í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur. Einhverjir þurftu að hætta við þátttöku sökum slæmrar færðar, en mótið var þó ágætlega fjölmennt og vel skipað. Í Stúlknameistaramóti Reykjavíkur tóku 10 stúlkur þátt. Þar stóð baráttan helst á milli Batel Goitom Haile og Freyju Birkisdóttur. Úrslitin réðust í innbyrðisviðureign þeirra, en þar ...
Lesa meira »Skákmót öðlinga hafið
Vel skipað Öðlingamót hófst síðastliðið miðvikudagskvöld en mótið er hið fjölmennasta síðan 2011. Alls eru þátttakendur 36 talsins og skipar enginn annar en Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson (2377) toppsætið í stigaröð keppenda. Næst Ingvari kemur skákdrottningin og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2210), og þá koma fjórir skákmenn sem allir hafa meira en 2100 Elo-stig, þeirra stigahæstur Þorvarður Fannar Ólafsson (2188). ...
Lesa meira »Skákmót öðlinga hefst á miðvikudagskvöld
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Stefán Arnalds. Mótið verður jafnframt Íslandsmót 50 ára og eldri þar sem efsti keppandinn í hópi þeirra sem fæddir eru ...
Lesa meira »TR-ungmenni setjast að tafli í Norðurlandamótinu
Norðurlandamót ungmenna í skák hefst á morgun föstudag í Drammen, Noregi, og stendur til næstkomandi sunnudags. Alls taka þar þátt tíu glæsilegir fulltrúar Íslands, þar af fjórir vaskir TR-ingar; Vignir Vatnar Stefánsson (2384) er stigahæstur allra í mótinu og keppir í C-flokki (2002-2003), Hilmir Freyr Heimisson (2192) og Bárður Örn Birkisson (2175) keppa í B-flokki (2000-2001), og Robert Luu (1629) ...
Lesa meira »Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 22. febrúar
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Stefán Arnalds. Mótið verður jafnframt Íslandsmót 50 ára og eldri þar sem efsti keppandinn í hópi þeirra sem fæddir eru ...
Lesa meira »Guðmundur sigurvegari á Bikarsyrpu helgarinnar
Fjórða mótið af fimm í Bikarsyrpu TR fór fram um líðandi helgi og sá hópur rétt um 30 glæsilegra skákkrakka um að halda uppi stemningunni í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur. Líkt og tvö undangengin mót skiptist mótahaldið upp í opinn flokk og stúlknaflokk. Í opna flokknum voru keppendur 25 talsins og var ánægjulegt að sjá hluta þeirra vera að spreyta sig ...
Lesa meira »Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 22. febrúar
Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Mótið verður nú haldið í 26. sinn en núverandi Skákmeistari öðlinga er Stefán Arnalds. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 22. febrúar kl. 19.30 2. ...
Lesa meira »Fjórða mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram næstkomandi helgi
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...
Lesa meira »Fjórða mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram helgina 10.-12. febrúar
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað þriðja árið í röð. Mót syrpunnar í vetur verða fimm talsins og hefur umferðum hvers móts verið fjölgað í sjö. Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur – Lenka sigraði Guðmund
Í þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur mættust nokkrir af þeim sem má telja líklegt að verði á meðal þeirra efstu í mótinu þegar upp er staðið. Yfirleitt unnu þeir sterkari, þ.e. alþjóðlegir meistarar og Fide-meistarar unnu þá titillausu. Á efsta borði mættust hins vegar tveir titilhafar; alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson mætti stórmeistaranum Lenku Ptacnikovu. Lenka hafði sigur í þeirri viðureign og ...
Lesa meira »Hart barist á Skákþingi Reykjavíkur
Önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram í gær og hart barist á öllum borðum. Flestar viðureignir fóru eins og vænta mátti en þó skellti Sigurjón Haraldsson (1784) í lága drifið, tefldi traust og uppskar jafntefli gegn skákmeistara TR 2014, Þorvarði Fannari Ólafssyni (2188). Svipað varð upp á teningnum hjá Halldóri Garðarssyni (1837) og Júlíusi Friðjónssyni (2145). Þá urðu næstum stórtíðindi ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun sunnudag kl. 13
Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag klukkan 13:00
Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu ...
Lesa meira »