Batel og Vignir ReykjavíkurmeistararBarna- og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlkameistaramót Reykjavíkur fór fram í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur.

Einhverjir þurftu að hætta við þátttöku sökum slæmrar færðar, en mótið var þó ágætlega fjölmennt og vel skipað.

20170226_164235

Í Stúlknameistaramóti Reykjavíkur tóku 10 stúlkur þátt. Þar stóð baráttan helst á milli Batel Goitom Haile og Freyju Birkisdóttur. Úrslitin réðust í innbyrðisviðureign þeirra, en þar sigraði Batel í sviptingarsamri skák. Batel varð því efst með fullt hús vinninga og er því Stúlknameistari Reykjavíkur 2017.  Freyja varð örugglega í öðru sæti; tapaði aðeins niður punkt gegn Batel. Batel (10 ára og yngri) og Freyja (12 ára og yngri) urðu vitaskuld hlutskarpastar í sínum aldursflokki. Í þriðja sæti varð svo Soffía Arndís Berndsen.

Úrslit má annars sjá hér.

20170226_164520

Þátttakendur í Barna- og unglingameistaramóti Reykjavíkur voru 17. Þar stóð keppnin aðallega milli Stephans Briem og Vignis Vatnars Stefánssonar. Þeir félagar gerðu jafntefli í innbyrðisskák og unnu alla aðra og urðu því efstir og jafnir. Stephan varð hærri á stigum og fékk því verðlaun fyrir sigur í mótinu, en þar sem hann er ekki félagsmaður í reykvísku taflfélagi, né á lögheimili í Reykjavík, fékk Vignir Vatnar Stefánsson verðlaun og titil sem Unglingameistari Reykjavíkur 2017. Bróðurleg skipting verðlaunanna þar. Í þriðja sæti varð Örn Alexandersson.  Stephan (14 ára og yngri) og Örn (12 ára og yngri) fengu aldursflokkaverðlaun, eins og Karl Andersson Claesson (16 ára og yngri), Ingvar Wu Skarphéðinsson (10 ára og yngri) og Einar Dagur Brynjarsson (8 ára og yngri).

Úrslit má annars sjá hér.