Skákþing Reykjavíkur – Lenka sigraði Guðmund



Í þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur mættust nokkrir af þeim sem má telja líklegt að verði á meðal þeirra efstu í mótinu þegar upp er staðið. Yfirleitt unnu þeir sterkari, þ.e. alþjóðlegir meistarar og Fide-meistarar unnu þá titillausu. Á efsta borði mættust hins vegar tveir titilhafar; alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson mætti stórmeistaranum Lenku Ptacnikovu. Lenka hafði sigur í þeirri viðureign og mætir Júlíusi Friðjónssyni í 4. umferð á miðvikudagskvöld. Þá mætast einnig Dagur Ragnarsson og Örn Leó Jóhannsson sem hafa báðir fullt hús, eins og Lenka.

Umferðin hefst í kvöld kl. 19:30 í Skákhöllinni í Faxafeni.