Hún var óvenjuleg Laugardagsæfingin í gær því hún var jafnframt undankeppni í svokölluðu Barna Blitz sem haldið er samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Tvö sæti voru í boði fyrir þau börn sem eru fædd árið 2004 eða síðar. Spennan var því enn meiri en venjulega á þessum vel sóttu æfingum. Fyrirfram var búist við sterkari þátttakendum en yfirleitt mæta á þessar æfingar. Róbert ...
Lesa meira »Author Archives: Kjartan Maack
Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpunnar hefst kl.13 á morgun sunnudag
Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl. Taflið hefst klukkan 13 og er áætlað að því ljúki um klukkan 15:45. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða ...
Lesa meira »Páskaeggjasyrpan: Bjartur og Batel sigurvegarar móts nr.2
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hélt áfram um síðastliðna helgi og var skákhöllin sem fyrr full af kátum og súkkulaðiþyrstum börnum. Hafi fyrsta mótið þótt spennandi þá var þetta mót æsispennandi! Í yngri flokki urðu þrír keppendur efstir og jafnir en í eldri flokki urðu fjórir keppendur jafnir í 2.sæti. Sigurvegari yngri flokks í fyrsta mótinu, Einar Tryggvi Petersen, ...
Lesa meira »Páskaeggjasyrpan heldur áfram sunnudaginn 2.apríl kl.13
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram á morgun, sunnudaginn 2.apríl. Taflið hefst klukkan 13 og er áætlað að því ljúki um klukkan 15:45. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða reiknuð. Enginn ólöglegur leikur ...
Lesa meira »Páskaeggjafjörið er hafið hjá TR
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst síðastliðinn sunnudag og er óhætt að segja að kátt hafi verið í skákhöllinni. Hátt í 60 börn voru samankomin til þess að iðka skáklistina í von um að næla sér í nokkra vinninga og jafnvel eitt páskaegg að auki. Eins og gefur að skilja geta ekki allir hlotið verðlaun, en allir geta notið ...
Lesa meira »Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og TR hefst sunnudaginn 26.mars
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína á morgun, sunnudaginn 26.mars. Taflið hefst klukkan 14 og er áætlað að því ljúki um klukkan 16. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða reiknuð. Enginn ólöglegur ...
Lesa meira »Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefst 26.mars
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegið rækilega í gegn undanfarin ár og hefur mikill fjöldi barna tekið þátt í mótum syrpunnar. Páskaeggjasyrpan í ár hefst sunnudaginn 26.mars er fyrsta mótið verður haldið. Næsta mót verður haldið 2.apríl og hið þriðja í röðinni fer fram 9.apríl. Öll mótin eru á sunnudegi og hefjast klukkan 13. Mótin í ár verða reiknuð til ...
Lesa meira »Laugardagsæfing kl.14-16 fellur niður 18.mars
Vegna hinnar geysivinsælu Bikarsyrpu sem fram fer um helgina í húsnæði TR þá fellur niður skákæfingin kl.14-16. Allar aðrar æfingar sem fyrirhugaðar voru um helgina verða á hefðbundnum tímum.
Lesa meira »Fjórir með fullt hús á Öðlingamótinu
Þeir fjölmörgu þátttakendur í Skákmóti Öðlinga sem settust að tafli í 2.umferð síðastliðinn miðvikudag fengu kærkomna upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem fram fór um helgina. Hart var glímt í þessari umferð en drengilega þó og báru skákirnar margar hverjar þess merki. Fjórir skákmenn hafa fullt hús og ber þar fyrstan að nefna aldursforsetann og fyrrum Íslandsmeistarann, já og fyrrum skákmeistara ...
Lesa meira »Laugardagsæfing kl.14-16 fellur niður í dag
Laugardagsæfingin sem fyrirhuguð var kl.14-16 í dag fellur niður vegna anna í tengslum við Íslandsmót skákfélaga.
Lesa meira »Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 26.febrúar
Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 26. febrúar í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...
Lesa meira »Spennandi Skákkeppni vinnustaða lokið með sigri Skákakademíu Reykjavíkur
Skákkeppni vinnustaða var haldin 16.febrúar og voru sjö skáksveitir mættar til leiks. Skákakademía Reykjavíkur fór þar fremst í flokki með vel lesna skákkennara innanborðs. Önnur lið sem tóku þátt í mótinu voru Landspítalinn, Verslunarskóli Íslands, Mannvit, Logos lögmenn, Icelandair og Isavia. Skákakademían var í nokkrum sérflokki og lagði alla andstæðinga sína að velli, flesta þó með minnsta mun. Skákkennararnir nældu ...
Lesa meira »Skákkeppni vinnustaða fer fram fimmtudaginn 16.febrúar
Taflfélag Reykjavíkur hvetur skákmenn af öllum styrkleikum til þess að búa til lið á sínum vinnustað og taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2017 sem fram fer í félagsheimili TR að Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Taflið hefst klukkan 19:30. Mótið er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liði og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Tefldar ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur 2017 – Uppgjör
Skákþing Reykjavíkur hófst 5. janúar og lauk 3. febrúar 2017 og var nú haldið í 86. sinn. Þátttakendur voru 56 að þessu sinni en Skákþingið hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt stærsta opna innanlandsmótið í einstaklingskeppni á Íslandi. Þá virðist sá háttur sem hefur verið hafður á síðustu ár, þ.e. að tefla tvisvar í viku og hafa ...
Lesa meira »Laugardagsæfing kl.14-16 fellur niður 11.febrúar
Vegna hinnar geysivinsælu Bikarsyrpu sem fram fer um helgina í húsnæði TR þá fellur niður skákæfingin kl.14-16. Stúlknaæfingin fellur jafnframt niður. Aðrar æfingar sem fyrirhugaðar voru um helgina verða á hefðbundnum tímum.
Lesa meira »Laugalækjarskóli er Reykjavíkurmeistari grunnskóla 2017. Rimaskóli hlutskarpastur í stúlknaflokki.
Húsfyllir var á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem haldið var í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. 130 börn mættu galvösk til leiks eftir langan skóladag og settust að tafli í 28 skáksveitum. Það var með nokkrum ólíkindum að fylgjast með börnunum sitja einbeitt við skákborð í þrjár klukkustundir eftir langan skóladag, og það á kvöldmatartíma. Svöng og þreytt framleiddu börnin margar ...
Lesa meira »Skákkeppni vinnustaða fer fram fimmtudaginn 16.febrúar
Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2017 sem fram fer í félagsheimili TR að Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Taflið hefst klukkan 19:30. Mótið er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liði og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 8 mínútur á hverja ...
Lesa meira »Guðmundur Gíslason vann yfirburðasigur á Hraðskákmóti Reykjavíkur en Dagur Ragnarsson er Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2017
Í örstuttu viðtali við fréttaritara eftir níundu og síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur á föstudagskvöld sagði Guðmundur Gíslason aðspurður, að hann væri ekki að fara að aka vestur á firði það kvöldið, heldur ætlaði hann að vera í bænum á laugardag og vinna síðan Hraðskákmót Reykjavíkur á sunnudag. Og það gerði hann heldur betur! Guðmundur var búinn að vinna allar tíu ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur hefst á morgun sunnudag kl.13
Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 5.febrúar og hefst taflið kl. 13. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á skákstað ...
Lesa meira »Reykjavíkurmót grunnskóla fer fram næstkomandi mánudag
Reykjavíkurmót grunnskólasveita verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 mánudaginn 6.febrúar og hefst mótið kl.17. Þetta fjölmenna skákmót, sem er árviss viðburður í reykvískri skólaskák, er samvinnuverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 8 mínútur fyrir hverja skák og bætast 2 sekúndur við umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Þátttökurétt hafa ...
Lesa meira »