Author Archives: Gauti Páll Jónsson

Mótaáætlun TR júlí til desember 2023

3.11.22_thridjudags

Mótáætlun TR júlí til desember 2023. Birt með fyrirvara um breytingar. Bætt verður við bikarsyrpum þegar nær dregur og mögulega einhverjum helgarmótum. Einnig eru skákmót öll þriðjudagskvöld í TR klukkan 19:30 nema þegar önnur mót eru á þriðjudagskvöldum samkvæmt mótaáætlun. Hægt er að smella á “mótaáætlun” hér á borðanum efst á síðunni eða smella hér: Mótaáætlun TR júlí til desember ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – Fimmta mót BRIM mótaraðarinnar fer fram 2.-4. júní!

brim

Fimmta mót Brim mótaraðarinnar 2020-2023 verður haldið helgina 2.-4. júní næstkomandi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Mótið verður að þessu sinni hluti af Boðsmóti TR. Mótið er opið öllum. Fyrirkomulag mótsins: Föstudagurinn 2. júní klukkan 19:30 1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5 Laugardagurinn 3.  júní klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Laugardagurinn 3.  júní klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30 Sunnudagurinn ...

Lesa meira »

Meistaramót TRUXVA fer fram 29. maí!

truxvi2

Meistaramót Truxva verður haldið mánudagskvöldið 29. maí, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í sjöunda sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. Mótið fer nú fram annan í hvítasunnu eins og hefð er fyrir. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Verðlaun: 1.sæti: 25.000 kr. 2.sæti: 15.000 kr. 3.sæti: 10.000 kr. ...

Lesa meira »

Gleði á lokaæfingu byrjendaflokks

byrjendaflokkur_vor_23

Í gær var síðasta æfing byrjendaflokks TR fyrir sumarfrí og við söfnuðumst saman til að tefla, leysa þrautir og æfa mátin í eitt skipti í viðbót. Gleðin og einbeitingin skein úr augum allra þessara áhugasömu krakka sem hafa lagt hart að sér við æfingar í vetur. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestu mætingar vetursins. Þau fengu: Gull: James Han Dong ...

Lesa meira »

Ekkert sumarhlé á Þriðjudagsmótum TR

þriðjudagur

Þriðjudagsmótin fara aldrei í frí, nema það sé tekið sérstaklega fram. Sem er gert afar sjaldan, því þau taka nánast aldrei frí! Í byrjun júní verður sumaráætlun TR birt en búast má við Viðeyjarmótinu, Borgarskákmótinu og Árbæjarsafnsmótinu á sínum stað. Nánar um Þriðjudagsmót: Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita 17. og 18. apríl!

Reykjavíkurmót-grunnskóla-2017-1024x376

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 17. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 18. apríl. Tefldar verða 7 ...

Lesa meira »

Páskahraðskákmót TR 8. apríl!

paskaegg

Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 8. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur. 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR, og alla alþjóðlega- og stórmeistara. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is og ...

Lesa meira »

Metþátttaka á Reykjavíkurmóti. Iðunn og Jósef Reykjavíkurmeistarar. Sigurður Páll sigurvegari

dsmot_tr_2023_21

Það voru 88 börn og unglingar er mættu til leiks á Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, sem haldið var í skákhöllinni í Faxafeni í dag, og margbættu þar með fyrra þátttökumet mótsins. Þetta voru og að engu leyti hinir brjáluðu 88, sem um er fjallað í bandarískri kvikmynd er fyllir tugi tvenna í ár og fjallar um niðurlag Vilhjálms nokkurs, en ...

Lesa meira »

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. mars

UnglingaOgStulknameistarmotReykjavikur

Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 26. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12 og hefst kl.13. Þátttaka er ókeypis.   Skráningu lýkur kl. 16 laugardaginn 25. mars.    Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2007 eða síðar   Teflt verður með dálítið breyttu fyrirkomulagi frá fyrri árum:   Aðalkeppnin fer fram í einum ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst í dag

þriðjudagur

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri (fædd 1983 og fyr) hefst miðvikudaginn 15. febrúar kl. 18.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Eftir 40 leiki bætist við korter. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Davíð Kjartansson. Athugið að lokaumferðin fer fram á mánudegi því Reykjavík Open hefst ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR miðvikudaginn 8. febrúar klukkan 18:30

þriðjudagur

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 miðvikudaginn 8. febrúar og hefst taflið kl.18:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er opið öllum. Þátttökugjald er 1.000kr. Frítt er í mótið fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning fer fram á ...

Lesa meira »

Arnar Milutin með fullt hús á Þriðjudagsmóti!

amh

Arnar Milutin Heiðarsson sigraði með fullu húsi á Þriðjudagsmótinu þann 24. janúar síðastliðinn. 34 skákmenn mættu til leiks og þar af 15 sem ekki hafa skákstig – mótin hafa sýnt sig og sannað sem “útungarstöð” nýrra íslenskra skákmanna á öllum aldri á færibandi! Margir þessara 15 hafa einnig mætt undanfarið og komast því á Fide listann nú þann 1. febrúar. ...

Lesa meira »

Kristófer með fullt hús á Þriðjudagsmóti 10. janúar

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Það var góð mæting á Þriðjudagsmótið 10. janúar þrátt fyrir annað skákmót á sama tíma í Mosfellsbæ. 26 tefldu í TR og 42 í Mosfellsbæ, þannig að 68 tefldu á reiknuðu móti á Íslandi þetta þriðjudagskvöld. Skák er skemmtileg! Kristófer Orri Guðmundsson, sem oft hefur verið sigursæll, vann að þessu sinni með fullu húsi. Þrír skákmenn fengu fjóra vinninga: Sigurbjörn ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun. Skráningu lýkur klukkan 22 í kvöld!

sþr

Skákþing Reykjavíkur 2023 hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13.00. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan. Ef taka á yfirsetu í 1. umferð skal merkja við það á neðangreindu skráningarformi. Hálfur vinningur fæst fyrir yfirsetu. ...

Lesa meira »

Hallgerður efst á Þriðjudagsmóti 27. desember

hallgerdur

Landsliðskonan Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fékk 4.5 vinning af 5 á Þriðjudagsmótinu milli jóla og nýjárs, þann 27. desember. Þrír skákmenn fengu 4 vinninga, þeir Gauti Páll Jónsson, Kristófer Orri Guðmundsson og Arnar Ingi Njarðarson. 22 skákmenn mættu til leiks. Verðlaun fyrir bestan árangur miðað við stig fékk Pétur Alex Guðjónsson (1287) með árangur upp á 1621 stig, og hækkar hann ...

Lesa meira »

Grímur Daníelsson efstur á Þriðjudagsmóti 20. desember

grimurdan

Jon Olav Fivelstad sá um skákstjórn á Þriðjudagsmótinu þann 20. desember í fjarveru Gauta Páls, sem var strandaglópur í Póllandi eftir taflmennsku á EM í at-og hraðskák. Hann komst þó heill heim, eftir að hafa gefið elóstigin sín til góðra málefna. Grímur Daníelsson vann mótið með 4.5 vinning af 5, og hlaut Aron Ellert Þorsteinsson 4 vinninga. Þeir Aron og ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót TR fimmtudaginn 29. desember

jolakerti

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 29. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000.- (greiðist með reiðufé á staðnum eða innlögn á reikning félagsins). Frítt er ...

Lesa meira »

Dagur Ragnarsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti

dagurr

Fidemeistarinn knái Dagur Ragnarsson fékk fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 13. desember síðastliðinn. Dagur tefldi örugglega og segja má að úrslitaumferðin hafi verið í þeirri fjórðu, þegar Dagur lagði Ólaf Thorsson af velli. Ólafur og Gauti Páll Jónsson voru næstir í röðinni með fjóra vinninga og Arnar Ingi Njarðarson með þrjá og hálfan. Dagur hlaut að verðlaunum 3000 króna ...

Lesa meira »

Jósef Omarsson efstur á Þriðjudagsmóti!

josef

Jósef Omarsson, fæddur 2011, gerði sér lítið fyrir og vann Þriðjudagsmótið þann 6. desember síðastliðinn. Þetta er líklega yngsti sigurvegari Þriðjudagsmóts síðan mótin hófu göngu sína að nýju fyrir þremur árum. Jósef, sem náði að bjarga jafntefli í 1. umferð með patti, tryggði sér sigur með að vinna næstu andstæðinga sína fjóra, og þeirra á meðal Kristófer Orra Guðmundsson í ...

Lesa meira »