Ekki varð stórkostleg barátta um efsta sætið á Þriðjudagsmóti vikunnar hjá TR. Vignir Vatnar Stefánsson gaf engin grið og vann mótið með traustri taflmennsku í öllum umferðum. Spennan varð aftur á móti því meiri um 2. sætið en á því áttu einir fimm skákmenn möguleika fyrir síðustu umferð. Magnús Már Pálsson var efstur þeirra en átti eftir að tefla við ...
Lesa meira »Author Archives: Eiríkur K. Björnsson
Gauti Páll sigurvegari á spennandi Þriðjudagsmóti
Þeim Vigni Vatnari Stefánssyni og Gauta Pál Jónssyni hefur vegnað vel á Þriðjudagsmótum og það var því að vonum að þeir tefldu hreina úrslitaskák í síðustu umferð á líflegu móti síðasta þriðjudag. Áður hafði Gauti lagt Torfa Leósson, öruggan sigurvegara Þriðjudagsmótsins vikuna áður, í 3. umferð. Skák þeirra Vignis og Gauta hófst á Bird’s byrjun sem varð að Froms Gambít ...
Lesa meira »Gauti Páll sigraði á Þriðjudagsmóti
Á vel sóttu Þríðjudagsmóti þ. 9. febrúar hafði Gauti Páll Jónsson sigur eftir að hafa lagt Eirík K. Björnsson í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð. Í 2. – 3. sæti urðu síðan Eiríkur og stigahástökkvari mótsins, Halldór Kristjánsson. Ein afleiðing af lengri umhugsunartíma í atskákum (samanborið við hraðskák) og ríflegri viðbótartíma, er að í hverri umferð má yfirleitt sjá athyglisverð ...
Lesa meira »Jon Olav Fivelstad með fullt hús á Þriðjudagsmóti Skákdagsins
Á annan tug skákmanna tók þátt í Þriðjudagsmóti á sjálfum afmælisdegi TRingsins Friðriks Ólafssonar; skákdeginum 26. janúar. Þeir Jon Olav Fivelstad og Helgi Hauksson lögðu alla andstæðinga sína í fyrstu þremur umferðunum, voru efstir og jafnir og tefldu hreina úrslitakskák. Jon Olav var með betra allan tímann en Helgi slapp út í erfitt hróksendatafl. Jon Olav sýndi norska Carlsenseiglu og ...
Lesa meira »Gauti Páll sigraði á spennandi Þriðjudagsmóti
Þeir Gauti Páll Jónsson og Arnljótur Sigurðsson efndu til tveggja manna spretthlaups um efsta sætið á þriðjudagsmóti TR. Þeir voru tveir efstir og jafnir fyrir lokaumferð og tefldu spennandi úrslitaskák. Upp kom staða með drottningum og mislitum biskupum. Í þannig stöðum ræður kóngsstaðan yfirleitt úrslitum og vindar gnauðuðu heldur meira í kringum kóng Arnljóts og svo fór að Gauti sigldi ...
Lesa meira »Eiríkur vann en Hörður stigahástökkvari á Þriðjudagsmóti
Eiríkur K. Björnsson sem jafnframt var skákstjóri náði að verða efstur á þriðjudagsmóti daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. Þrír voru hins vegar í öðru sæti með 3 vinninga; efstur þeirra var stigahástökkvari mótsins Hörður Jónasson en hann hækkaði um tæp 30 stig fyrir frammistöðuna. Helgi Hauksson kom þar á eftir og loks fulltrúi vaskra Breiðabliksmanna, Matthías Björgvin Kjartansson. Gott mót hjá Matthíasi; ...
Lesa meira »Oddgeir öruggur sigurvegari á Þriðjudagsmóti TR í gær
Selfyssingurinn knái, Oddgeir Ottesen, lét sig ekki muna um að vinna allar sínar skákir á Þriðjudagsmóti TR í gær. Hann stóð að vísu tæpt á tímabili í skák sinni við Sigurð Frey í 2. umferð en sneri taflinu sér í vil í flóknu endatafli. Oddgeir nýtti tímann við borðið annars afbragðsvel; í öllum umferðum lauk hans skákum síðast og þar ...
Lesa meira »Aasef með fullt hús í annað sinn í röð á atskákmóti TR
Fámenn mót eða fjölmenn, sterk eða minna sterk; Aasef Alashtar skeytir ekkert um það og vinnur bara. Í annað sinn í röð náði Aasef fullu húsi á vel skipuðu þriðjudagsmóti í Skákhöllinni. Það er ekki gott að lenda í verra endatafli gegn honum eins og skákstjórinn fann á eigin skinni. Af öryggi og með því að nýta tímann vel, sigldi ...
Lesa meira »