Aasef með fullt hús í annað sinn í röð á atskákmóti TRFámenn mót eða fjölmenn, sterk eða minna sterk; Aasef Alashtar skeytir ekkert um það og vinnur bara. Í annað sinn í röð náði Aasef fullu húsi á vel skipuðu þriðjudagsmóti í Skákhöllinni. Það er ekki gott að lenda í verra endatafli gegn honum eins og skákstjórinn fann á eigin skinni. Af öryggi og með því að nýta tímann vel, sigldi Aasef endataflinu í höfn og var aldrei í neinni hættu, frekar en í hinum umferðunum. Enn og aftur var Helgi Hauksson með árangur upp á rúmlega 20 ELO í plús og enn og aftur setti Logi Sigurðarson strik í reikninginn hjá stigamönnum með góðri frammistöðu.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Nú hefur allri dagskrá TR verið aflýst um óákveðinn tíma og því óráðið hvenær næsta þriðjudagsmót verður. Hins vegar á að halda uppi skákmótahaldi á chess.com á meðan og á morgun er mót undir liðnum „Þriðjudagsmót TR“; sjá um það hér.