Jon Olav Fivelstad með fullt hús á Þriðjudagsmóti SkákdagsinsÁ annan tug skákmanna tók þátt í Þriðjudagsmóti á sjálfum afmælisdegi TRingsins Friðriks Ólafssonar; skákdeginum 26. janúar. Þeir Jon Olav Fivelstad og Helgi Hauksson lögðu alla andstæðinga sína í fyrstu þremur umferðunum, voru efstir og jafnir og tefldu hreina úrslitakskák. Jon Olav var með betra allan tímann en Helgi slapp út í erfitt hróksendatafl. Jon Olav sýndi norska Carlsenseiglu og landaði vinningi að lokum, þegar Helgi féll á tíma í erfiðri stöðu.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Næsta þriðjudagsmót verður á morgun 2. febrúar. Taflið hefst að venju 19:30 og tímamörk eru 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.