Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

EM ungmenna: Gauti Páll sigraði í 5. umferð

Gauti Páll Jónsson vann í gær sinn fyrsta sigur á erlendri grund þegar hann hafði betur gegn Finnanum Juhani Halonen (1773) í fimmtu umferð Evrópumóts ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu. Virkilega flott hjá Gauta eftir að hafa lotið í gras í þriðju og fjórðu umferð. Gauti hefur 1,5 vinning í 73.-79. sæti en þrír skákmenn leiða með 4,5 vinning. Sjötta ...

Lesa meira »

Davíð sigurvegari Haustmótsins – Þorvarður félagsmeistari

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur fagnaði áttræðis-afmælinu þegar flautað var til leiks þann 14. september síðastliðinn en mótið fór fyrst fram árið 1934 þegar Steingrímur Guðmundsson vann fyrsta meistartitil félagsins.  Nú, áttatíu árum síðar, börðust tæplega 60 keppendur við skákborðin í Skákhöll félagsins í Faxafeninu.  Keppt var í þremur lokuðum flokkum auk opins flokks.   A-flokkur var þétt skipaður ungum og aðeins ...

Lesa meira »

Róbert Lagerman efstur á vel sóttu Hraðskákmóti TR

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Líkt og í fyrra voru keppendur alls 40 og var fyrirfram búist við harðri keppni um efstu sætin. Tefldar voru sjö umferðir, tvöföld umferð, og voru 5 mínútur á klukkunum fyrir hvern keppanda.  Svo fór að úrslitin í mótinu réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Fyrir ...

Lesa meira »

Gauti með jafntefli í dag á EM ungmenna

Gauti Páll Jónsson (1739) gerði í dag jafntefli við úkraínska skákmanninn Danylo Musiienko (2011) í annarri umferð EM ungmenna.  Góð úrslit hjá Gauta sem teflir nú í fyrsta sinn á erlendri grundu en hann keppir í flokki 16 ára og yngri.  Í þriðju umferð á morgun hefur hann svart gegn slóvakíska skákmanninum Samuel Sepesi (2019) en viðureignin hefst kl. 11. ...

Lesa meira »

Æskan og ellin um næstu helgi!

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25.  október  í Skákhöllinni í Faxafeni.   RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur  og OLÍS –gerðu í fyrra  með sér  stuðnings- og samstarfssamning um framkvæmd mótsins, til að auka veg þess og tryggja  það í sessi til framtíðar.  ÆSIR,  hinn skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu leggur ...

Lesa meira »

Tap hjá Gauta í 1. umferð EM ungmenna

Gauti Páll Jónsson beið í gær lægri hlut fyrir Hvít-Rússanum Egor Filipets (2141) í fyrstu umferð EM ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu dagana 19.-28. október. Önnur umferð hefst í dag kl. 11 og þá hefur okkar maður hvítt gegn stráki frá Úkraínu, Danylo Musiienko (2011). Oliver Aron Jóhannesson vann í gær, Símon Þórhallsson gerði jafntefli en Dagur Ragnarsson ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram næsta sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótið er jafnan vel sótt, en yfir fjörutíu þátttakendur voru með í fyrra. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Að ...

Lesa meira »

Gauti Páll á EM ungmenna

Á morgun sunnudag hefst í Batumi, Georgíu, 24. Evrópumeistaramót ungmenna 8-18 ára en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið í þeirri sögufrægu  borg.  Ísland sendir að þessu sinni fjóra fulltrúa til leiks og er TR-ingurinn Gauti Páll Jónsson þeirra á meðal en hann tekur nú þátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grundu og keppir í flokki ...

Lesa meira »

Aron Þór sigraði í Bikarsyrpu 2

Aron Þór Mai úr T.R. sigraði á öðru móti Bikarsyrpunnar sem fram fór um helgina og lauk með í gærkvöldi. Hann vann þá Guðmund Agnar Bragason í hörkuskák og endaði með 4.5 vinning af 5 mögulegum. Hann gerði jafntefli í viðureign sinni við Mikhailo Kravchuk T.R. sem endaði í öðru sæti, einnig með 4.5 vinninga en lægri á stigum. Jafnara ...

Lesa meira »

Davíð með vinningsforskot í Haustmótinu

Davíð Kjartansson jók forskot sitt á toppi A-flokks í dag með sigri á alþjóðlega meistaranum Sævari Bjarnasyni. Á sama tíma varð Oliver að láta sér lynda jafntefli gegn Þorsteini Þorsteinssyni. Davíð hefur nú 5,5 vinning þegar tvær umferðir eru eftir, en Oliver er sem fyrr í 2.sæti heilum vinningi á eftir Davíð. Þorsteinn Þorsteinsson er jafn Oliver að vinningum með ...

Lesa meira »

7.umferð Haustmótsins fer fram í dag

Í dag hefst 7.umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Spennan á toppi A-flokks er óbærileg nú þegar lokasprettur mótsins er að hefjast. Davíð Kjartansson leiðir flokkinn með 4,5 vinning í 6 skákum. Í humátt á eftir honum kemur ungstirnið úr Grafarvoginum, Oliver Aron Jóhannesson, sem og gamla brýnið Þorsteinn Þorsteinsson, báðir með 4 vinninga. Svo skemmtilega vill til að þeir Oliver og ...

Lesa meira »

Mót 2 í Bikarsyrpunni hafið.

Í dag kl. 17.30  hófst annað mótið í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur.  33 keppendur taka þátt að þessu sinni og var hart barist í fyrstu umferð. Önnur umferð fer fram kl. 10.30 í fyrramálið. Úrslit og pörun annarar umferðar má finna hér: http://chess-results.com/tnr148092.aspx?lan=1&art=2&rd=1&wi=821

Lesa meira »

Alþjóðlega geðheilbrigðismótið 2014

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á Alþjóðlega geðheilbrigðismótinu 2014 sem fram fór í skákhöll T.R. í gærkvöldi.  Það eru Vinaskákfélagið, Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn sem standa saman að mótinu, en það fór nú fram í 9. sinn. Þátttakan var mjög góð en alls tóku 54 keppendur þátt.  Það sem gerir mótið einkar skemmtilegt er að skákmenn á öllu getubili og ...

Lesa meira »

Annað mótið í Bikarsyrpu TR hefst föstudaginn 10.okt

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Annað mótið í syrpunni hefst föstudaginn 10. október og stendur til mánudagsins 13. október. Tefldar eru 5 umferðir ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir sigraði í lokaumferðinni

Heimsmeistaramóti ungmenna í Durban, S-Afríku, lauk í dag þegar ellefta og lokaumferðin fór fram.  Okkar maður, hinn ellefu ára Vignir Vatnar Stefánsson, sigraði skákmann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og lauk því keppni í 33.-44. sæti með 6 vinninga. Vignir hóf mótið af krafti og hafði 3,5 vinning eftir tvær sigurskákir í röð í fjórðu og fimmtu umferð.  Viðureign sjöttu umferðar ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir með jafntefli í dag

Vignir Vatnar Stefánsson gerði í dag jafntefli við stigalausan heimamann í tíundu og næstsíðustu umferð Heimsmeistaramóts ungmenna sem fer fram í Durban, S-Afríku.  Í níundu umferð tapaði Vignir gegn Hvít-Rússa með 1762 Elo-stig.  Vignir er fyrir lokaumferðina, sem  hefst kl. 8 í fyrramálið, í 42.-60. sæti með 5 vinninga.  Á morgun hefur Vignir hvítt gegn skákmanni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Tap í 8. umferð – mikil spenna á toppnum

Vignir Vatnar Stefánsson beið í gær lægri hlut fyrir búlgarska skákmanninum Matey Petkov í áttundu umferð HM ungmenna sem fer fram í Durban, S-Afríku. Vignir hefur 4,5 vinning og er í 33.-43. Sæti en fimm keppendur eru efstir með 6,5 vinning, þar af eru tveir Bandaríkjamenn. Fjórir keppendur hafa 6 vinninga og níu fylgja með 5,5 vinning. Níunda umferð hefst í dag ...

Lesa meira »

HM ungmenna: Vignir vann í 7. umferð – Awonder tapar enn

Sjöunda umferð á HM ungmenna í Durban, S-Afríku, fór fram í gær eftir frídag á miðvikudag. Vignir Vatnar Stefánsson stýrði svörtu mönnunum gegn S-Afríkumeistaranum, og þ.a.l. Fide meistaranum, Paul Gluckman en sá hefur 1702 Elo-stig. Tefld var Sikileyjarvörn og varð viðureignin aldrei spennandi því heimamaðurinn sá aldrei til sólar, varð snemma fyrir liðstapi og gafst upp skömmu síðar. Vignir hefur sýnt í mótinu ...

Lesa meira »

Davíð efstur á Haustmótinu

  Davíð Kjartansson leiðir A-flokk Haustmótsins eftir baráttusigur gegn Þorvarði Fannari Ólafssyni í 4.umferð. Davíð hefur 3,5 vinning en næstur er Oliver Aron Jóhannesson með 3 vinninga. 4.umferð reyndist umferð reynsluboltanna því bæði Gylfi Þórhallsson og Sævar Bjarnason unnu sínar skákir. Í B-flokki heldur Björn Hólm forystunni eftir jafntefli við Jón Úlfljótsson. Björn hefur nú 3 vinninga en í humátt ...

Lesa meira »