Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Halldór og Gylfi leiða Vetrarmót öðlinga

Halldór Pálsson og Gylfi Þór Þórhallsson eru efstir og jafnir með 5 vinninga í Vetrarmót öðlinga.  Í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld vann Gylfi Harald Baldursson og Halldór lagði stigahæsta keppanda mótsins, Hrafn Loftsson.  Haraldur, Jon Olav Fivelstad og Magnús Pálmi Örnólfsson koma næstir með 4,5 vinning en fimm keppendur hafa 4 vinninga.  Það verður sannkölluð ...

Lesa meira »

Jólaskákmót TR og SFS 2013 – Rimaskóli sigursæll

Síðastliðinn mánudag lauk keppni á mjög vel heppnuðu Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.  Keppnisrétt á mótinu hafa allir grunnskólar Reykjavíkur og gátu þeir sent 4. manna sveitir til keppni.  Þetta var í 31. sinn sem mótið fer fram en samkvæmt venju var keppt í tveimur aldursflokkum, 1.-7. og 8.-10. bekk.  Skólar gátu skráð bæði blönduð lið stráka ...

Lesa meira »

Jólaskákmót TR og SFS yngri flokkur – Umfjöllun

Jólaskákmót TR og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 2013 hófst á sunnudag með keppni í yngri flokki.  Þetta er í 31. sinn sem mótið er haldið og það fjölmennasta hingað til.  Alls mættu 36 sveitir til leiks í Skákhöll félagsins sem teljast verður frábær mæting sem ber því gróskumikla skákstarfi sem unnið er í skólum borgarinnar og úti í félögunum fagurt ...

Lesa meira »

Jólaskákmót TR og SFS 2013

Nú fer að líða að hinu árlega jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Þátttakendum hefur fjölgað síðastliðin ár og því verður fyrirkomulagi keppninnar breytt og í yngri flokki verður keppt í tveimur riðlum sunnudaginn  1. desember. Suður riðill hefur keppni kl. 10.30 . Norður riðill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skiptingu hér að neðan) Tvær efstu sveitir í hvorum ...

Lesa meira »

Vetrarmót öðlinga: Mikil spenna – þrír efstir

Fjórða umferð í Vetrarmóti öðlinga fór fram í gærkvöldi.  Að henni lokinni eru Ríkharður Sveinsson, Haraldur Baldursson og Ögmundur Kristinsson efstir og jafnir með 3,5 vinning.  Ríkharður og Ögmundur gerðu jafntefli sín í milli og þá gerðu Haraldur og Hrafn Loftsson einnig jafntefli.  Hrafn hefur 3 vinninga ásamt sex öðrum keppendum svo það má búast við mikilli spennu í seinni ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistari unglingasveita

TR hirti öll gullin nema eitt Taflfélag Reykjavíkur endurheimti Íslandsmeistaratitil í flokki unglingasveita eftir nokkra bið, en A-lið félagsins vann sanngjarnan sigur á Íslandsmótinu sem fram fór í Garðabænum í gær.  Ekki nóg með það, heldur átti TR bestu B-, D-, E- og F-sveitina; einungis gullverðlaun C-sveita gengu félaginu úr greipum.   Taflfélag Reykjavíkur mætti með stærri hóp en nokkru ...

Lesa meira »

Skákir 2. umferðar Vetrarmóts öðlinga

Kjartan Maack hefur slegið inn skákirnar úr annari umferð Vetrarmóts öðlinga sem fór fram á miðvikudagskvöld.  Þriðja umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1   2 Vetrarmót öðlinga 2012 Vetrarmót öðlinga 2011

Lesa meira »

Sjö með fullt hús í Vetrarmóti öðlinga

Önnur umferð Vetrarmóts öðlinga fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Úrslit voru að þessu sinni nánast öll eftir bókinni og eru sjö keppendur með fullt hús vinninga. Þriðja umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Þá mætast á efstu borðum Ögmundur Kristinsson og Magnús Pálmi Örnólfsson, Siguringi Sigurjónsson og Ríkharður Sveinsson sem og Halldór Pálsson og ...

Lesa meira »

Pörun 2. umferðar Vetrarmóts öðlinga

Önnur umferð Vetrarmóts öðlinga fer fram annaðkvöld og hefst kl. 19.30.  Pörun liggur nú fyrir og má nálgast hana hér.  Þá mætast á efstu borðum Magnús Pálmi Örnólfsson og Bjarni Sæmundsson, Ríkharður Sveinsson og Vignir Bjarnason sem og Jon Olav Fivelstad og Halldór Pálsson. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1 Vetrarmót öðlinga 2012 Vetrarmót öðlinga 2011

Lesa meira »

Vignir Vatnar Íslandsmeistari 13 ára og yngri

Um síðastliðna helgi fór fram á Akureyri Íslandsmót yngri flokka í skák þar sem keppt var í tveimur flokkum.  Í flokki unglinga 20 ára og yngri voru átta keppendur en í yngri flokki 15 ára og yngri, þar sem var keppt keppt um Íslandsmeistaratitla 15 ára og yngri sem og 13 ára og yngri, voru 29 keppendur skráðir til leiks. ...

Lesa meira »

Skákir Vetrarmóts öðlinga

Kjartan Maack hefur slegið inn skákirnar úr fyrstu umferð Vetrarmóts öðlinga sem fór fram á miðvikudagskvöld.  Önnur umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1 Vetrarmót öðlinga 2012 Vetrarmót öðlinga 2011

Lesa meira »

Fjölmennt Vetrarmót öðlinga hafið

Vetrarmót öðlinga hófst síðastliðið miðvikudagskvöld en mótið er nú haldið í þriðja sinn. 37 keppendur hófu leik og a.m.k. einn þátttakandi mun bætast við þannig að fjöldi keppenda er svipaður og þegar mótið var haldið fyrst. Það er athyglisvert að nú er einnig í gangi Skákþing Garðabæjar þar sem teflt er einu sinni í viku, líkt og í Vetrarmótinu. Þar eru tæplega 30 ...

Lesa meira »

Vignar Vatnar og Veronika Steinunn meistarar TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 27. október, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi, en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák.   Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og tóku 19 krakkar þátt. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, en auk ...

Lesa meira »

Vetrarmót öðlinga hefst á miðvikudagskvöld

Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.   Þetta nýja mót, sem nú er haldið í þriðja sinn, hefur fengið góðar viðtökur og er án efa góð viðbót í öfluga ...

Lesa meira »

Æskan og ellin: Bragi sigurvegari í glæsilegu móti

Mikið var um dýrðir í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær þegar hið vinsæla skákmót Æskan og ellin – Olísmótið fór fram.   Þetta er í fyrsta sinn sem Riddarinn taflfélag eldri borgara og Taflfélag Reykjavíkur halda mótið saman og með dyggri aðstoð Taflfélags Garðabæjar gekk mótahaldið vonum framar.  Glæsileg verðlaun voru veitt í mótslok í fjölmörgum flokkum og voru þau ...

Lesa meira »

Æskan og ellin fer fram á morgun – tæplega 70 skráðir

Skákmótið  “Æskan og Ellin”, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í tíunda sinn laugardaginn 26.  október nk.  í Skákhöllinni í Faxafeni.  Nú þegar eru á sjöunda tug keppenda skráðir til leiks og því fer hver að verða síðastur að skrá sig!   RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélag Reykjavíkur,  og OLÍS – Olíuverslun Íslands hafa gert með sér  3ja ára stuðnings- ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður

Vegna mótsins Æskan og ellin næstkomandi laugardag falla allar barna- og unglingaæfingar félagsins niður þann daginn.  Næstu laugardagsæfingar verða því laugardaginn 2. nóvember.  Við hvetjum ykkur krakkar til að skrá ykkur í mótið á laugardaginn enda um eitt skemmtilegasta mót ársins að ræða. Æskan og ellin – Skráning Æskan og ellin – Upplýsingar

Lesa meira »

Barna- stúlkna- og unglingameistaramót TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 27. október  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2013. Þá verða veitt verðlaun fyrir þrjár efstu stúlkurnar og þar ...

Lesa meira »

Jón Trausti siguvegari vel sótts Hraðskákmóts T.R.

Sigurvegari B-flokks í nýafstöðnu Gagnaveitumóti, Jón Trausti Harðarson, kom sá og sigraði í Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem ávallt fylgir í kjölfar Haustmótsins.  Jón Trausti hlaut 12 vinninga úr 14 viðureignum en tefldar voru 2x sjö umferðir.  Jafn Jóni var Daði Ómarsson en Jón varð ofar eftir stigaútreikning.  Daði er því Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur annað árið í röð.  Jafnir í 3.-5. ...

Lesa meira »

Einar Hjalti sigurvegari Gagnaveitumótsins

Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson sigraði örugglega á Gagnaveitmótinu – Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk síðastliðinn föstudag.  Einar Hjalti, sem var í forystu frá upphafi móts, tapaði ekki skák og hlaut 7,5 vinning úr níu skákum.  Jafnir í 2.-3. sæti með 7 vinninga urðu alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og stórmeistarinn Stefán Kristjánsson en þeir gerðu áreynslulaust jafntefli í innbyrðis ...

Lesa meira »