Helgina (14-16 mars) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er þriðja mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2024-25. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...
Lesa meira »Tag Archives: bikarsyrpa
Emilía Embla og Jóel Helmer Sigurvegarar Sumar Bikarsyrpu III
Helgina 16 til 18 ágúst fór fram þriðja og jafnframt síðasta sumarbikar mótaröð Taflfélags Reykjavíkur. Sumarið hefur oft verið frekar fátækur tími þegar kemur að mótahaldi en með þessum mótum er eitthvað gert til að snúa því við. Mótin hafa einhverju leyti sýnt að þrátt fyrir sumarfrí er enn þá eftirspurn eftir skákmótum yfir sumarið. Að þessu sinni voru 20 ...
Lesa meira »Tristan Nash sigurvegari Bikarsyrpu V, Halldóra Jónsdóttir efst stúlkna. Theodór Eiríksson sigurvegari mótaraðarinnar
Helgina 17-19 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur tímabilið 2023-24. Mótin sem hafa farið ört vaxandi undanfarin ár bættu enn eitt þátttökumetið og að þessu sinni voru mættir 58 keppendur til leiks í skákhöllina í Faxafeninu. Að þessu sinni var það þátttaka krakka frá Laufásborg sem setti svip sinn á mótið. Þrátt fyrir ungan aldur ...
Lesa meira »Örvar Hólm sigurvegari Bikarsyrpu V – Markús Orri sigurvegari Bikarsyrpu mótaraðarinnar
Helgina 6-8 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamót Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2021-2022. Ætlunin með þessum mótum hefur verið að gefa krökkum nasaþefinn af því hvernig er að tefla alvöru kappskákir (lengri tímamörk). Einnig hefur þetta reynst gott tækifæri fyrir keppendur að fá sín fyrstu skákstig. Til að það sé mögulegt þurfa hins vegar einhverjir þátttakendur að vera með ...
Lesa meira »Halldór Atli siguvegari á 2. móti Bikarsyrpu TR
Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru móti Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram nú um helgina en hann hlaut 4,5 vinning í skákunum fimm. Jafnir í 2.-3. sæti með 4 vinninga urðu Alexander Oliver Mai og Jón Þór Lemery en Alexander hlýtur annað sætið eftir stigaútreikning. Mótið var að þessu sinni afar jafnt og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr ...
Lesa meira »Róbert og Aron efstir í Bikarsyrpunni
Að loknum þremur umferðum í fyrsta mótinu af sex í Bikarsyrpu TR leiða Róbert Luu (1490) og Aron Þór Mai (1502) en báðir hafa þeir lagt alla andstæðinga sína. Í þriðju umferðinni vann Róbert Adam Omarsson (1156) en Aron hafði betur gegn Jóni Þór Lemery (1275). Björn Magnússon (1000) og Guðmundur Agnar Bragason (1368) koma næstir með 2,5 vinning en ...
Lesa meira »Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar
Í dag fóru fram tvær síðustu umferðirnar í fjórða og síðasta móti Bikarsyrpu TR þetta tímabilið og var loftið sannarlega lævi blandið í Skákhöll félagsins að Faxafeni. Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur að tínast á skákstað, enn á ný tilbúnir að murka líftóruna úr andstæðingum sínum, alltsvo á hinum mögnuðu 64-reita borðum. Fyrir fjórðu umferð leiddi Nikulás ...
Lesa meira »Nikulás efstur á lokamóti Bikarsyrpunnar – Rosaleg barátta
Slagsmál, bardagar og drápshótanir flugu út um allt í Skákhöllinni í dag en viðstaddir kipptu sér lítið upp við atganginn, jafnvel foreldrar og forráðamenn ungmennanna sem áttu í hlut gerðu ekkert til að stöðva brjálæðið. Enda var hér um að ræða hina blóði drifnu bardaga taflmannanna þrjátíu-og-tveggja á hinum dýrmætu svart-hvítu reitum, sem telja alls sextíu-og-fjóra, þegar önnur og þriðja ...
Lesa meira »Fjórða mótið í Bikarsyrpu T.R. hefst föstudaginn 1. maí
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Fjórða mótið í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til ...
Lesa meira »