Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára ...

Lesa meira »

Magnús Matthíasson sigraði á fimmtudagsmóti

Magnús Matthíasson sigraði á fimmtdagsmóti Taflfélags Reykjavíkur í síðustu viku. Hann fékk 8 vinninga úr 9 umferðum en keppendur tefldu allir við alla 5 mínútna skákir. Jafnir í 2.-3. sæti urðu þeir Halldór Pálsson og Kristján Örn með 7 vinninga.   Úrslit:     1   Magnús Matthíasson,                       8  2-3  Halldór Pálsson,                          7       Kristján Örn Elíasson,                    7   4   Jón Úlfljótsson,   ...

Lesa meira »

Sveitir T.R. stóðu sig vel í fyrri hluta Íslandsmótsins

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2009-2010 fór fram um síðastliðna helgi.  Líkt og undanfarin ár var teflt í Rimaskóla og var skipulag og aðstaða til fyrirmyndar eins og búast mátti við.  Um 350 skákmenn öttu kappi í fjórum deildum sem hver telur 8 skáksveitir utan þeirrar fjórðu sem að þessu sinni telur 32 sveitir.  Í þremur efstu deildunum tefla allar sveitir ...

Lesa meira »

Formaður T.R þakkar félagsmönnum fyrir skákhelgina

Kæru T.R.ingar.   Nú um helgina fór fram fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga. Vil ég hér með þakka ykkur innilega fyrir að gefa tíma ykkar til að tefla fyrir hönd félagsins! Við tefldum fram 6 liðum: A-lið í 1. deild, B-lið í 2. deild, C-lið í 3. deild og D, E og F-lið í 4. deild. Í stuttu máli sagt sagt ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegara hvers móts ásamt því sem aukaverðlaun verða í boði af og til í vetur. Mótin eru öllum opin og er ...

Lesa meira »

Hjörvar leiðir á Haustmótinu

Önnur umferð Haustmóts T.R. fór fram í kvöld.  Í a-flokki sigraði Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) Ingvar Þór Jóhannesson (2323) og er einn efstur með fullt hús.  Sigurbjörn Björnsson (2287) og Kristján Eðvarðsson (2255) koma næstir með 1,5 vinning. Í b-flokki, þar sem öllum skákum nema einni lauk með jafntefli, eru Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1788) og Patrekur M. Magnússon (1954) efst ...

Lesa meira »

Stórmeistarinn Mikhail M. Ivanov teflir fyrir T.R.

Rússneski stórmeistarinn, Mikhail M. Ivanov (2459), mun leiða A-sveit Taflfélags Reykjavíkur í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem fram fer um næstu helgi.  Ivanov mun án nokkurs vafa vera góður liðsstyrkur fyrir félagið í baráttunni í fyrstu deildinni.

Lesa meira »

Haustmót T.R. 2009 hafið

Í dag hófst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur þegar 48 keppendur hófu leik í húsnæði félagsins að Faxafeni 12.  Að þessu sinni er teflt í þremur lokuðum tíu manna flokkum og einum opnum flokki sem í ár telur 18 keppendur. Skákir a-flokks í fyrstu umferð voru nokkuð rólegar og báru þess merki að skákmenn ætluðu sér að fara hægt í sakirnar.  Þó ...

Lesa meira »

Töfluröð a-flokks

Dregið var í töfluröð a-flokks Haustmóts T.R. í kvöld: 1. Jón Árni Halldórsson 22002. Kristján Eðvarðsson 22553. Lenka Ptacnikova 22854. Hjörvar Steinn Grétarsson 23105. Júlíus L. Friðjónsson 22166. Sigurbjörn J. Björnsson 22877. Jóhann H. Ragnarsson 21188. Ingvar Þór Jóhannesson 23109. Sigurður Daði Sigfússon 233510. Daði Ómarsson 2099 Pörun fyrstu umferðar sem hefst á morgun, sunnudag, kl. 14: Jón Árni Halldórsson ...

Lesa meira »

Óli B. þórsson sigraði á fimmtudagsmóti TR

Óli B. þórsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins hjá Taflfélagi Reykjavíkur og hlaut hann 6.5 vinning úr 7 umferðum en tefldar voru 7 mínútna skákir. Í öðru sæti varð Tómas Björnsson með 6 vinninga og í þriðja sæti varð Sigurður Daði Sigfússon með 5 vinninga. Þátttaka var mjög góð en alls öttu kappi 22 skákmenn og skákkonur. Meistaramóti Víkingaklúbbsins var ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót T.R. hefjast í kvöld

Hin vinsælu fimmtudagsmót T.R. hefjast á ný í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12 og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegara hvers móts ásamt því sem aukaverðlaun verða í boði af og til í vetur. Mótin eru öllum opin og ...

Lesa meira »

Pistill 1. laugardagsæfingar 2009-2010

Líkt og síðastliðinn vetur verða barnaæfingum Taflfélags Reykjavíkur gerð góð skil á komandi vetri.  Æfingarnar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 á laugardögum kl. 14-16 og eru opnar öllum 12 ára og yngri.  Aðgangur er ókeypis. Hér að neðan fylgir pistill fyrstu æfingu vetrarins en einnig verður hægt að nálgast alla pistlana með því að smella á viðkomandi ...

Lesa meira »

Óttar Felix segir sig úr stjórn T.R.

Óttar Felix Hauksson hefur ákveðið að taka sér hlé frá stjórnarstörfum fyrir Taflfélag Reykjavíkur að sinni.  Björn Jónsson kemur inn í stjórn í stað Óttars og Eiríkur Björnsson tekur að sér varaformennsku.  Óttar mun eftir sem áður vera meðlimur í félaginu líkt og síðustu áratugi. Óttar sat fyrst í stjórn T.R. á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar og síðan ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson Íslandsmeistari í hraðskák

Alþjóðlegi meistarinn, Arnar E. Gunnarsson (2443) úr T.R. sýndi það enn og aftur að hann er einfaldlega langbestur í spilinu þegar kemur að hraðskák enhann varð á dögunum Íslandsmeistari í greininni.  Mótið fór fram í Bolungarvík að loknum landsliðsflokki. Arnar fékk 10,5 vinning af 13 en í öðru sæti með 10 vinninga varð stórmeistarinn, Jón L. Árnason og Andri Áss ...

Lesa meira »

Guðmundur hafnaði í 8.-9. sæti á Íslandsmótinu

Landsliðsflokki Skákþings Íslands lauk nú á dögunum í Bolungarvík með öruggum sigri stórmeistarans, Henrik Danielsen (2473), sem hlaut 8,5 vinning af 11.  Jafnir í 2.-3. sæti með 7,5 vinning urðu alþjóðlegu meistararnir, Bragi Þorfinnsson (2360) og Jón Viktor Gunnarsson (2462). Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413) úr T.R. hlaut 4,5 vinning og hafnaði í 8.-9. sæti.  Guðmundur átti ekki gott mót ...

Lesa meira »

Hækkuð verðlaun í Haustmótinu

Í ljósi veglegs styrks tölvuverslunarinnar, Tölvuteks, Borgartúni 31, hafa verðlaun fyrir sigurvegara a-flokks í komandi Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur verið hækkuð úr kr. 50.000 í kr. 100.000.  Önnur verðlaun í mótinu haldast óbreytt. Mótið hefst sunnudaginn 20. september kl. 14 og nú þegar eru á þriðja tug keppenda skráðir. Heimasíða Tölvuteks Heimasíða Haustmótsins

Lesa meira »

Daði í 62.-73. sæti á EM ungmenna

Daði Ómarsson (2091) hafnaði í 62.-73. sæti á Evrópumóti ungmenna sem fór fram í Fermo á Ítalíu 30. ágúst – 10. september.  Daði keppti í flokki drengja 18 ára og yngri og hlaut 4 vinninga úr 9 skákum.  Árangur Daða samsvarar 2150 skákstigum og græðir hann 9 skákstig. Sex önnur íslensk ungmenni tóku þátt í mótinu ásamt Daða og var ...

Lesa meira »

Skákæfingar T.R. fyrir 12 ára og yngri hefjast 12. september

Skákæfingar (skákkennsla og skákmót) fyrir stelpur og stráka 12 ára og yngri hefjast hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 12. september kl. 14 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Laugardagsæfingarnar verða í allan vetur frá kl. 14-16. Þátttaka er ókeypis. Myndin er tekin á lokaæfingu T.R. veturinn 2008-2009 og sýnir verðlaunahafa vetrarins.

Lesa meira »

Kristján Örn stóð sig best TR-inga í áskorendaflokki

Kristján Örn Elíasson (1982) hlaut 5,5 vinning og hafnaði í 9.-12. sæti í nýafstöðnum áskorendaflokki Skákþings Íslands og varð efstur meðlima Taflfélags Reykjavíkur sem tóku þátt. Tíu TR-ingar tóku þátt og var árangur þeirra eftirfarandi: Kristján Örn Elíasson (1982), 5,5 v, 9.-12. sæti, rp 1909, +5 stig Eiríkur K. Björnsson (2034), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1955, -9 stig Þorsteinn ...

Lesa meira »