Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Birkir Karl Sigurðsson sigurvegari á fimmtudagsmóti

Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu umferð á fimmtudagsmóti í gær. Eini taplausi keppandinn, Birkir Karl Sigurðsson, vann sína skák en efsti maður fyrir umferðina, Jón Úlfljótsson, tapaði hins vegar. Síðasta fimmtudagsmótið fyrir sumarfrí verður n.k. fimmtudag, 27. maí. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir: 1 Birkir Karl Sigurðsson 6 2 Jón Úlfljótsson 5.5 3 Elsa María ...

Lesa meira »

Myndir úr öðlingamótinu

Suðurnesjabúinn geðþekki, Sigurður H. Jónsson, tók margar skemmtilegar myndir á nýafstöðnu öðlingamóti og bauð T.R. að birta þær á heimasíðu sinni. Myndirnar Úrslit mótsins Pistill um mótið

Lesa meira »

Davíð hraðskákmeistari öðlinga

Davíð Ólafsson og Pálmi R. Pétursson urðu efstir á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór í gær.  Báðir hlutu þeir 7 vinninga en Davíð varð örlítið hærri á stigum.  Jafnir í 3.-4. sæti með 6,5 vinning urðu Jóhann H. Ragnarsson og Björn Fr. Björnsson. Mjög góð þáttaka var en keppendur voru alls 39. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson. Úrslit: 1-2 Davíð ...

Lesa meira »

Öðlingamótinu lokið

Algjör metþátttaka var í öðlingamótinu sem lauk miðvikudagskvöldið 12. maí.  40 keppendur tóku þátt í mótinu, sem virðist njóta aukinna vinsælda með hverju árinu, en þátttaka hafði mest náð rúmlega 20 keppendum.  Skýringuna á svo góðri þátttöku í skákmóti sem aðeins er ætlað afmörkuðum hópi, þ.e. þeim sem komnir eru á bestu ár ævinnar eða 40 ára og eldri, má ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld, miðvikudaginn 19. maí, og hefst kl. 19:30.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir hraðskákmótið og sjálft aðalmótið þar sem Bragi Halldórsson sigraði.   Þátttökugjald 500 kr.  Þá verða góðar veitingar, rjómavöfflur og annað góðgæti, sem Birna sér um, nokkurs konar töðugjöld eins og tíðkaðist til sveita hér áður fyrr og tíðkast trúlega enn! ...

Lesa meira »

Sigurlaug endurkjörin formaður

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir var endurkjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram síðastliðið mánudagskvöld.  Meðstjórnendur starfsárið 2010-2011 eru: Björn Jónsson Elín Guðjónsdóttir Eiríkur K. Björnsson Magnús Kristinsson Ólafur S. Ásgrímsson Ríkharður Sveinsson Varamenn eru: Þórir Benediktsson Torfi Leósson Áslaug Kristinsdóttir Atli Antonsson Sigurlaug er önnur konan til að gegna formennsku í félaginu og sú fyrsta sem situr í ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R. í kvöld

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 17. maí kl. 20 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.

Lesa meira »

Stefán Bergsson sigraði á fimmtudagsmóti

Stefán Bergsson sigraði á fimmtudagsmóti í TR á Uppstigningardag. Elsa María Kristínardóttir, sigurvegarinn síðustu tvo fimmtudaga, náði jafntefli gegn honum en aðra andstæðinga sína sigraði Stefán og var að lokum heilum vinningi fyrir ofan næsta mann. Fimmtudagsmótin verða til loka maímánaðar. Önnur úrslit urðu sem hér segir: 1   Stefán Bergsson                   6.5      2   Jóhannes Lúðvíksson               5.5      3-4  Jón Úlfljótsson                  4.5           ...

Lesa meira »

Aðalfundur T.R.

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 17. maí kl. 20 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf.  

Lesa meira »

Vorhátíðarskákæfing

Laugardagsæfingum vetrarins lauk formlega síðastliðinn laugardag þegar vorhátíðaræfing var haldin með pomp og prakt.  Verðlaun voru veitt fyrir árangur og ástundun ásamt því sem glæsilegar veitingar voru í boði.  Þá voru teknar myndir af börnunum ásamt því sem hefðbundin skákæfing fór fram með tilheyrandi þrautum og baráttu við skákborðin. Í pistli læfingarinnar er m.a. annars talið upp hverjir fengu helstu ...

Lesa meira »

Skákir öðlingamótsins

Skákir 1.-6. umferðar eru nú aðgengilegar til niðurhals hér. Ólafur S. Ásgrímsson sá um innfærslu.

Lesa meira »

Björn Þorsteinsson genginn úr T.R.

Einn af reyndustu og sterkustu skákmönnum Taflfélags Reykjavíkur, Björn Þorsteinsson (2283), hefur sagt skilið við félagið og er genginn til liðs við skákfélagið Goðann.  Björn tefldi síðast fyrir T.R. í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga en hann hefur tvisvar hampað Íslandsmeistaratitlinum í skák, árin 1967 og 1975. Stjórn T.R. óskar Birni góðs gengis hjá nýju félagi og þakkar honum samveruna í ...

Lesa meira »

Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir sigraði á ágætlega sóttu fimmtudagsmóti í TR í fyrradag og varð þannig fyrst til að vinna tvö mót í röð í vetur. Mikið gekk á í skákhöllinni í Faxafeni í gærkvöldi; Landsmót í skólaskák og ein frestuð skák úr 6. umferð í Öðlingmóti TR fór fram í húsnæði TR, þannig að fimmtudagsmótið fékk góðfúslega inni í húshluta ...

Lesa meira »

Síðasta laugardagsæfingin fyrir sumarfrí

Á morgun, 8. maí kl. 14, verður síðasta laugardagsæfingin fyrir sumarfrí. Það verður sannkölluð vorhátíðarstemning! Veittar verða viðurkenningar fyrir Ástundun á vorönninni í þremur aldurshópum. Einnig fyrir þrjú efstu sætin í samanlögðum stigum (Ástundun og Árangur) svo og fyrir þrjú efstu sætin í Skákþrautastigunum.   Þar sem Landsmótið í skólaskák er í fullum gangi í salnum okkar í T.R. mun laugardagsæfingin að öllum ...

Lesa meira »

Emil unglingameistari Reykjavíkur – Elín stúlknameistari

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í taflheimili Taflfélags Reykjavíkur í gær, 2. maí. Mótið var opið fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Þetta er samskonar mót og Skákþing Reykjavíkur, nema hvað hér eru það börn og unglingar sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum taflfélögum sem tefla um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur og Stúlknameistari Reykjavíkur. ...

Lesa meira »

Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir sigraði nokkuð örugglega á fimmtudagsmótinu í TR í gær. Elsa vann fyrstu fimm skákirnar en tap fyrir Gunnari Finnssyni í 6. umferð setti strik í reikninginn. Svo merkilega fór að þeir fjórir sem áttu möguleika á að ná Elsu, gerðu allir jafntefli í síðustu umferð en Elsa vann skjótan sigur.  Hún varð því heilum vinningi fyrir ofan ...

Lesa meira »

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 2. maí  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari ...

Lesa meira »

Örn Leó sigraði örugglega á fimmtudagsmóti

Örn Leó Jóhannsson sigraði á fimmtudagsmótinu nú í kvöld. Stefán Pétursson var efstur í kaffihléinu eftir 4. umferð en Örn Leó, sem hafði gert jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum, vann allar sem eftir voru (þ.á.m. Jón Úlfjótsson í síðustu umferð en tap fyrir honum í síðustu umferð kostaði Örn efsta sætið fyrir viku) og stóð uppi sem öruggur sigurvegari. Mótin ...

Lesa meira »

Kristján Örn hættir í stjórn T.R.

Kristján Örn Elíasson hefur sagt sig úr stjórn Taflfélags Reykjavíkur en hann hefur verið 1. varamaður á yfirstandandi starfsári og setið í mótanefnd.  Þá hefur Kristján einnig sagt sig úr félaginu en hefur sem stendur enn ekki gengið í nýtt félag. Stjórn T.R. þakkar Kristjáni samstarfið á liðnum árum.

Lesa meira »