Jón Úlfljótsson sigraði á síðasta fimmtudagsmóti ársins



Þátttakendur voru 26 á síðastliðnu fimmtudagsmóti T.R. og var mótið vel skipað að vanda.
Fyrir síðustu umferð voru Jón Úlfljótsson og Ögmundur Kristinsson efstir og jafnir með 5 vinninga og Birkir Karl Sigurðsson var hálfum vinningi á eftir þeim.

Í síðustu umferð vann svo Birkir Karl Ögmund, meðan að Jón gerði jafntefli við hinn unga og efnilega Óliver Jóhannesson. Það þurfti því stigaútreikning til, til að fá fram sigurvegara kvöldsins. Eftir tvöfaldan stigaútreikning varð ljóst að Jón Úlfljótsson hafði orðið hlutskarpastur. Hann var sá eini sem fór taplaus í gegnum mótið.

Þátttakendur fengu hefðbundið kaffihlé eftir fjórðu umferð, sem að þessu sinni var í anda jólaaðventunnar.

Skákstjórar voru Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Þetta var síðasta fimmtudagsmót ársins en þau hefjast á nýju ári fimmtudaginn 13. janúar.

 

Úrslit urðu annars sem hér segir:

 

1. Jón Úlfljótsson 5,5 v. af 7 28 stig

2. Birkir Karl Sigurðsson 5,5 v. 27,5 stig

3. Ögmundur Kristinsson 5 v.

4. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5 v.

5. Örn Leó Jóhannsson 5 v.

6. Óliver Jóhannesson 4,5 v.

7. Páll Snædal Andrason 4,5 v.

8. Áslaug Kristinsdóttir 4 v.

9. Eiríkur Örn Brynjarsson 4 v.

10. Jóhann Ingvarsson 4 v.

11. Elsa María Kristínardóttir 4 v.

12. Magnús Kristinsson 4 v.

13. Jón Fivelstad 3,5 v.

14. Kristján Sverrisson 3,5 v.

15. Kristófer Jóhannesson 3,5 v.

16. Jón Trausti Harðarson 3,5 v.

17. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir 3 v.

18. Finnur Kr. Finnsson 3 v.

19. Vignir Vatnar Stefánsson 3 v.

20. Björgvin Kristbergsson 3 v.

21. Leifur Þorsteinsson 2,5 v.

22. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2 v.

23. Óskar Long 2 v.

24. Kristinn Andri Kristinsson 1,5 v.

25. Matthías Ævar Magnússon 1 v.

26. Pétur Jóhannesson 1 v.