Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Magnús sigraði á síðasta fimmtudagsmóti vetrarins

Magnús Sigurjónsson hafði sigur á síðastliðnu fimmtudagsmóti. Eini keppandinn sem náði að sigra Magnús var sá  yngsti, Vignir Vatnar Stefánsson. Með því náði Vignir líka öðru sætinu en þess má geta að honum voru veitt verðlaun um kvöldið bæði fyrir bestan árangur í sínum aldursflokki á laugardagsæfingum í TR, sem og bestu mætingu. Þar með er er lokið fimmtudagsmótahrinunni á ...

Lesa meira »

Myndir frá hraðskákmóti öðlinga

Jóhann H. Ragnarsson og Ríkharður Sveinsson tóku myndir á hraðskákmóti öðlinga þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir skákmót öðlinga og boðið upp á glæsilega afmælistertu í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá fyrsta öðlingamótinu. Myndirnar má nálgast hér.

Lesa meira »

Stefán Þór sigraði örugglega á fimmtudagsmóti

Stefán Þór Sigurjónsson gaf engin grið á fimmtudagsmóti gærdagsins; vann með fullu húsi og var búinn að tryggja sigurinn fyrir síðustu umferð. Að öðru leyti var keppnin býsna jöfn eins og sést á úrslitunum hér að neðan; keppendur, sem nutu góðs af veitingum Birnu frá hraðskákmóti öðlinga frá því kvöldið áður í kaffihléinu,  voru duglegir að kraka heila og hálfa ...

Lesa meira »

Jóhann hraðskákmeistari öðlinga

Jóhann H. Ragnarsson sigraði á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór sl. miðvikudag.  Þar fór jafnframt fram verðlaunaafhending fyrir öðlingamótið sem lauk viku áður þar sem Þorsteinn Þorsteinsson sigraði. Úrslit á hraðskákmótinu: 1   Jóhann H. Ragnarsson,                     7.5      39.0   2-3  Róbert Lagerman,                          7        40.5        Þorsteinn Þorsteinsson,                   7        39.5   4-5  Arnar Þorsteinsson,                       6.5      40.0        Jóhann Örn Sigurjónsson,                  6.5      33.0 ...

Lesa meira »

Eiríkur efstur á fimmtudagsmóti

Eiríkur K. Björnsson sigraði á jöfnu og sterku fimmtudagsmóti í gær. Trúlega hefur ekki unnist sigur á fimmtudagsmóti í vetur á jafn fáum vinningum, án þess að kæmi til stigaútreiknings. Enginn fór taplaus frá mótinu og úrslit réðust í síðustu umferð en þá töpuðu báðir efstu menn (Eiríkur og Stefán Þór) skákum sínum! Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér ...

Lesa meira »

Birkir Karl sigraði á fimmtudagsmóti

Birkir Karl Sigurðsson sigraði á fimmtudagsmótinu 5. maí með fullu húsi (7 vinn. af 7 mögul.). Örn Leó lenti í 2. sæti með 5 vinninga. Keppendur voru 8 talsins og tefldu allir við alla. Björgvin Kristbergsson kom sjálfum sér á óvart og fékk 3 vinninga en hann vann líka frestaða skák úr Öðlingamóti TR í kvöld. Lokastaðan í mótinu:   ...

Lesa meira »

Emil Unglingameistari – Veronika Stúlknameistari

Emil Sigurðarson er unglingameistari Reykjavíkur 2011 og Veronika Steinunn Magnúsdóttir er stúlknameistari Reykjavíkur 2011. Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur 1. maí sl. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo þrenn verðlaun fyrir 12 ára og ...

Lesa meira »

Myndir frá páskaæfingunni

Laugardagsæfingin 9. apríl var páskaæfing ársins að þessu sinni.  Ásamt stríðsástandi á skákborðunum flæddu páskaegg út um allt og voru hungraðir munnar ekki í vandræðum með að sporðrenna þeim. Myndir frá páskaæfingunni má sjá hér en það var Jóhann H. Ragnarsson, laumu TR-ingur sem tók þær.

Lesa meira »

Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir sigraði á fimmdudagsmótinu 28. apríl. Hún fékk 6 vinninga, tapaði bara fyrir Unnari Þór Bachmann, sem lenti í 2. sæti með 5 vinninga en hann tapaði fyrir tveimur ungum og mjög efnilegum skákmönnum: Gauta Páli Jónssyni og Leifi Þorsteinssyni. Gauti Páll og Kjartan Másson lentu í 3.-4.sæti með 4,5 vinninga. Keppendur voru óvenjufáir eða aðeins 10 en ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar í útvarpinu

Á laugardagsæfingunni þann 9. apríl sl kom útvarpskonan, Kristín Eva Þórhallsdóttir, í heimsókn og tók viðtöl við fjögur börn á æfingunni.  Kristín mun spila viðtölin ásamt því að fjalla um laugardagsæfingarnar í þætti sínum, Leynifélagið, á Rás 1 þriðjudaginn 3. maí kl. 20.

Lesa meira »

Frábær árangur Halldórs í áskorendaflokknum

Í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk síðastliðna helgi voru þrettán TR-ingar meðal keppenda, eða um fjórðungur þátttakenda. Að öllum öðrum ólöstuðum stóð Halldór Pálsson (1965) sig þeirra best og kom raunar mjög á óvart og hafnaði í 2.-3. sæti ásamt Fide meistaranum, Davíð Kjartanssyni (2275).  Við upphaf móts var Halldór níundi í stigaröðinni en þetta var hans fyrsta kappskákmót í ...

Lesa meira »

Þungur róður Guðmundar á Íslandsmótinu

Taflfélag Reykjavíkur átti einn fulltrúa í landsliðsflokki Skákþings Reykjavíkur sem lauk síðastliðna helgi.  Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2327) átti ekki gott mót að þessu sinni og hafnaði í níunda sæti með 2,5 vinning.  Hann tapaði gegn stórmeisturunum, Henrik Danielsen (2533) , Héðni Steingrímssyni (2554) og Þresti Þórhallssyni (2387), sem og Guðmundi Gíslasyni (2291) og Róberti Lagerman (2320).  Jafntefli gerði hann ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Rvk fer fram 1. maí

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 1. maí  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á fimmtudagsmóti

Davíð Kjartansson sigraði með 6,5 vinninga á síðastliðnu fimmtudagsmóti. Í öðru sæti varð Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, nýbakaður Norðurlandameistari í A-flokki stúlkna, með 5,5 v. Þátttakendur voru 14 og urðu úrslit eftirfarandi:    Davíð Kjartansson                     6,5    Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5,5 3.-4.   Unnar Þór Bachmann               5,0 3.-4.   Ólafur Gauti Ólafsson               5,0 5.-7.   Elsa María Kristínardóttir          4,0 5.-7.   Hilmir Heimisson                      4,0 5.-7.   Óskar ...

Lesa meira »

Tvær stúlkur úr T.R. á Norðurlandamóti stúlkna

Dagana 8.-10. apríl sl fór fram Norðurlandamót stúlkna í skák í Jetsmark, Danmörku.  Tveir liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur voru á meðal þátttakenda; Elín Nhung (1310) keppti í b-flokki (stúlkur fæddar 1995-1997) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1389) keppti í c-flokki (stúlkur fæddar 1998 og síðar). Veronika stóð sig afar vel og vann bronsverðlaun í sínum flokki en Elín varð í 9.-10. sæti ...

Lesa meira »

Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2011

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram 4. apríl sl. í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Skákmót þetta er samstarfsverkefni Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið frá því á 8. áratug síðustu aldar. 19 sveitir frá tíu skólum borgarinnar kepptu að þessu sinni. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monradkerfi með 10 mínútna umhugsunartíma. Veitt voru verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar svo og þrjár ...

Lesa meira »

Elsa María sigraði örugglega á fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir sigraði af nokkru öryggi á fimmtudagsmóti í gær. Helst fékk hún samkeppni  framan af frá Tjörva Schiöth en eftir tap Tjörva í síðustu umferð í miklum tímahraksbarningi við Vigni Vatnar (sem átti 2 sekúndur eftir þegar Tjörvi féll) og sigur Elsu Maríu, varð hún 1½ fyrir ofan Tjörva sem hélt þó öðru sætinu þrátt fyrir tapið. Úrslit ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Fimmtudagsmót T.R. fer að venju fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir ...

Lesa meira »

Jón Úlfljótsson sigraði á spennandi fimmtudagsmóti

Fyrir lokaumferðina á síðastliðnu fimmtudagsmóti voru einir fimm í þéttum hóp og áttu næstum allir möguleika á sigri. Að lokum stóð Jón Úlfljótsson uppi sem sigurvegari með jafn marga vinninga og Stefán Þór Sigurjónsson en hálfu stigi meira! Þau Elsa María, Sigurjón og Vignir Vatnar voru í næstu sætum en öll höfðu þau verið við toppinn allan seinni hluta mótsins. ...

Lesa meira »

Öðlingamótið í fullum gangi

Árlega stendur T.R. fyrir skemmtilegu móti sem einungis er ætlað þeim sem náð hafa fjörutíu ára aldri.  Yngra fólki er ekki hleypt að í þessi mót og hafa slíkar tilraunir jafnvel komist nálægt því að valda uppnámi á meðal þeirra sem eldri eru og vilja halda fast í 40+ hefðina.  Fyrirkomulag mótisins er einkar hentugt, sjö umferðir og aðeins teflt ...

Lesa meira »