Góður dagur hjá T.R.



Mikið gekk á. Við TRingar a-sveit lentum í vandræðum í efstu deildinni. Við misstum tvo menn út, tvo stórmeistara reyndar; þá Friðrik Ólafsson og Þröst Þórhallsson.Í stað þeirra komum við Dagur Arngrímsson, tilvonandi alþjóðlegur meistari.

Ekki leit þetta vel út. Ég fékk reyndar fína stöðu og vann peð, og síðan skákina nokkuð auðveldlega. En stöðurnar á öðrum borðum voru ekki uppörvandi. Þegar þetta var hálfnað leit allt

út fyrir sigur Hauka amk 5-3. Ekki bætti úr skák þegar Jón Viktor Gunnarsson reyndi að svíða steindautt jafntefli gegn Ágústi Sindra og tapaði. En undrin gerðust. Arnar Gunnarsson sneri á sinn andstæðing glæsilega og vann, Dagur Arngrímsson vann, en mótherji hans lék illilega af sér og tapaði. Hannes Hlífar hafði ekki fengið neitt sérstakt úr stöðunni og vonaðist ég eftir jafntefli. EN þá fórnaði hann skiptamun og vann glæsilega. Nataf hafði samið með svörtu, en stöðurnar voru erfiðar, jafnvel tapaðar hjá bæði Stefáni Kristjánssyni og Luis Galego. Stefán hafði fengið nánast tapað úr byrjuninni, en hann varðist vel, þó tíminn væri naumur. Hann átti um tíma eftir 17 mínútur á skákina, en mótherji hans 1,15 klukkustund. Svo fór að lokum að Stefán varðist eins og berserkur og skyndilega var mótherji hans kominn í tímahrak, gleymdi sér og féll á tíma. Galego tapaði.

Niðurstaðan 5,5 – 2,5 fyrir TR. Glæsileg úrslit, amk miðað við stöðurnar á borðinu.

A-lið T.R. er þannig skipað nú um þessar mundir:

1. Hannes Hlífar Stefánsson
2. Igor Nataf
3. Luis Galego
4. Stefán Kristjánsson
5. Arnar E. Gunnarsson
6. Jón V. Gunnarsson
7. Dagur Arngrímsson
8. Snorri G. Bergsson

b-lið Hellis sigraði síðan Fjölni sem skartaði Héðni Steingrímssyni og fjórum erlendum keppendum. B-lið Hellis var reyndar mjög öflugt, en þetta var glæsilega gert.

Og Stefán Bergsson (S. Bergsson yngri) sigraði egypskan stórmeistara fyrir b-lið Akureyrar. Glæsilegt. Og af þeim sökum hefur TR 2 vinninga forskot á “fráfarandi” Íslandsmeistara Hellis þegar 2 umferðir eru eftir. Og núna á eftir fær TR a SA b og ætti að vinna stórt, sömuleiðis helstu keppinautarnir í Helli, en þeir fá veikt lið Eyjamanna.

En þetta er orðið spennandi. Áfram T.R.

Úrslit 5. umferðar:

  • TR – Haukar 5,5-2,5
  • Hellir-a – SA-b 7-1
  • Hellir-b – Fjölnir 5-3
  • SA-a – TV 7,5- 0,5

Staðan:

  1. TR 30,5 v.
  2. Hellir-a 28,5 v.
  3. Haukar 24 v.
  4. Fjölnir 23 v.
  5. Hellir-b 17,5  v.
  6. SA-a 17,5 v.
  7. SA-b  12,5
  8. TV  6,5 v.

Röðun 6. umferðar (laugardagur kl. 11):

  • TR – SA-b
  • Hellir – TV
  • Haukar – Fjölnir
  • Helli-b – SA

 

B-sveitin

B-sveit T.R. er í hörku baráttu um að komast aftur upp í efstu deild, en overkill lið Bolvíkinga er

öruggt upp. B-lið TR og Hauka eru í baráttu um að fylgja þeim upp að ári. B-sveit T.R. stendur ágætlega að vígi, en liðið vann Reyknesinga 4-2, að mér sýnist, í gær, en þessi lið voru í 2-4 sæti ásamt Haukum fyrir umferðina. Haukar unnu slakt lið ungra hafnfirska jafnaðarmanna, Kátu Biskupanna, 6-0. TRb keppir við Hafnfirðingana núna í 6. umferð og ætti að sigra létt, og fær síðan Akurnesinga í síðustu umferð og ætti að vinna þar sömuleiðis.

Lið T.R. var skipað eftirtöldum leikmönnum:

1. Guðmundur Kjartansson
2. Óskar Bjarnason (fyrsta skák hans fyrir T.R. mjög, mjög lengi)
3. Þorsteinn Þorsteinsson
4. Hrafn Loftsson
5. Lárus Jóhannesson (sem mætti til leiks eftir langt hlé!)
6. Júlíus Friðjónsson

Staðan í 2. deild:

  1. Bolungarvík 25 v.
  2. Haukar-b 19 v.
  3. TR-b 17 v.
  4. TG-a 15 v. (6 stig)
  5. SR 15 v. (4 stig)
  6. Selfoss 14,5 v.
  7. TA 11,5 v.
  8. Kátu biskuparnir 3 v.

Mér er því miður ekki  kunnugt um úrslit c-liðs TR, en mér sýnist í fljótu bragði að það lið hafi sigrað KR-a sveit, sem var efst fyrir umferðina, með 3,5-2,5. Liðið er í hörku baráttu með að komast upp í 2. deild. Eins er með d-lið T.R., en mér sýnist það lið hafa fengið 3 vinninga í gærkvöldi.

Staðan í 3. deild:

  1. Hellir-c 20 v. (9 stig)
  2. KR 20 v. (7 stig)
  3. TR-c 19,5 v.
  4. TG-g 17 v.
  5. Dalvík 14 v.
  6. TR-d 11,5 v.
  7. SR-b 9,5 v.
  8. TV-b  

 

4. deild

Vel gekk hjá liðum T.R. í 4. deild, en bæði e-lið og f-lið TR voru frekar aftarlega á merinni, enda

hafði verið erfitt að manna þau lið sl. haust, í fyrstu fjórum umferðunum. En nú gekk betur og árangurinn góður. TR e-sveit sigraði SA d með 5 vinningum gegn 1 og f-liðið sigraði Hauka e-sveit með 5,5 – 0,5. Glæsilega gert.

Bæði lið eru um miðja deild.

6. umferð fer fram í Rimaskóla kl. 11.00.  TRingar eru vinsamlegast beðnir að mæta tímanlega, ef kostur er.

 

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results
  • Pistill Gunnars Björnssonar
  • Úrslita Excel-skjal

 

Áfram T.R.