Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Frábær árangur T.R. á Íslandsmóti unglingasveita!

  Á laugardaginn var, 19. nóvember, fór fram Íslandsmót unglingasveita í Garðaskóla í Garðabæ. 16 sveitir komu til leiks og var T.R. með flestar sveitir, A,B, C, D, og E. Fjölnir var með fjórar sveitir, Hellir tvær, TG tvær, SA eina, SFÍ eina og Haukar eina sveit.   Árangur skákkrakkanna úr T.R. var í einu orði sagt frábær! Árangurinn sýnir ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót T.R. fer fram á sunnudag

Barna- og unglingameistaramót T.R sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2011. Þá ...

Lesa meira »

3 skákmenn jafnir á vetrarmóti öðlinga

  Halldór Grétar Einarsson (2236), Kristján Guðmundsson (2277) og Benedikt Jónasson (2237) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni þriðju umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.  Nokkuð er um frestaðar skákir og pörun 4. umferðar verður ekki tilbúin fyrr en á föstudagskvöld.

Lesa meira »

Átta skákmenn efstir á Vetrarmóti Öðlinga

Átta skákmenn eru efstir og jafnir með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í gærkveldi. Sem fyrr var nokkuð um óvænt úrslit og má þar helst nefna að Siguringi Sigurjónsson (1935) vann Braga Halldórsson (2198). Efstir með tvo vinninga ásamt Siguringa eru: Halldór Grétar Einarsson (2236), Björn Þorsteinsson (2214), Kristján Guðmundsson (2277), Þorsteinn Þorsteinsson (2237), ...

Lesa meira »

Fjölmennt og sterkt öðlingamót

Nýhafið öðlingamót er fjölmennasta og sterkasta öðlingamót sem haldið hefur verið. Þáttakendur eru 47 en hafa mest orðið 40 áður. Þá eru 19 skákmenn með meira en 2000 stig sem er mun meira en áður hefur verið.  Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrstu umferð  Kjartan Ingvarsson (1787) vann Ögmund Kristinsson 2082) og Arnar Ingólfsson (1705) vann Þór Valtýsson (2041) ...

Lesa meira »

Vetrarmót öðlinga hefst 7. nóvember

Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst mánudaginn 7. nóvember kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Þetta er nýtt mót, en hin sívinsælu Skákmót öðlinga hafa verið haldin undanfarin 20 ár að vori í Taflfélagi Reykjavíkur. Vetrarmót ...

Lesa meira »

Sigurjón Haraldsson sigraði á fimmtudagsmóti

Sigurjón Haraldsson sigraði á fimmtudagsmótinu þessa vikuna með því að vinna innbyrðis viðureign efstu manna og vera eini taplausi keppandinn. Í næstu sætum voru svo valinkunnir sómamenn en úrslit urðu annars sem hér segir:   1-2  Sigurjón Haraldsson                4           Eiríkur K. Björnsson                 4      3   Jon Olav Fivelstad                     3.5    4   Jón Pétur Kristjánsson               2      5   Jóhann Bernhard            ...

Lesa meira »

Verðlaunahafar á Haustmóti T.R. 2011

75. Haustmóti T.R lauk miðvikudaginn 19. október og fór verðlaunaafhanding fram að loknu Hraðskákmóti T.R. sunnudaginn 23. október. Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði A-flokkinn og varði jafnframt titilinn frá því í fyrra sem Skákmeistari T.R. Guðmundur er því meistari félagsins í fjórða sinn, því hann vann einnig til þessa titils árin 2005, 2006 og í fyrra 2010. Vegleg peningaverðlaun voru ...

Lesa meira »

Kristján Örn sigraði á hraðskákmóti T.R.

Kristján Örn Elíasson  sigraði  á hraðskákmóti TR.  með 11. vinninga af 14. – Halldór Pálsson Hraðskákmeistari T.R. 2011. Bjarni Hjartarsson varð annar, hálfum vinningi á eftir Kristjáni og Dagur Ragnarsson og Stefán Bergsson jafnir í 3-4 sæti meö 9.5 vinning, en Dagur var hærri á stigum og náöi því þriðja sætinu. Atli Antonsson og Halldór Pálsson urðu efstir T.R. manna ...

Lesa meira »

Jón Úlfljótsson með fullt hús á fimmtudagsmóti

Jón Úlfljótsson sigraði örugglega á alþjóðlegu fimmtudagsmóti í gær og komst enginn nálægt honum í baráttunni.  Fyrir síðustu umferð var Jón með fullt hús og þegar búinn að tryggja sér sigur. Í næstu sætum voru svo erlendir keppendur en úrslit urðu annars sem hér segir:   1   Jón Úlfljótsson                  7        2   Jon Olav Fivelstad            5        3   Stephen Jablon                ...

Lesa meira »

Hraðskákmót T.R. fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 23.október kl. 14:00 Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss Perfect kerfi. Umhugsunartími 5 mín á skák. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Þrenn verðlaun verða i boði. Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir nýafstaðið Haustmót. Núverandi Hraðskákmeistari T.R. ...

Lesa meira »

Guðmundur sigraði á haustmótinu

Guðmundur Kjartansson (2314) sigraði á Haustmóti TR sem lauk í kvöld.  Guðmundur gerði jafntefli við Sverri Örn Björnsson (2158) í lokaumferðinni og hlaut 7,5 vinning í 9 skákum.  Davíð Kjartansson (2291), sem vann Jóhann H. Ragnarsson (2068) varð annar með 7 vinninga og Stefán Bergsson (2135), sem vann Þór Valtýsson (2041) varð þriðji með 5,5 vinning.   Mikael Jóhann Karlsson (1855) ...

Lesa meira »

Guðmundur með vinningsforskot fyrir lokaumferðina

Guðmundur Kjartansson (2314) vann Tómas Björnsson (2162) í áttundu og næstsíðustu umferð Haustmóts TR sem fram fór í dag.  Guðmundur hefur 7 vinninga og hefur vinnings vorskot á Davíð Kjartansson (2291) sem er annar.  Jóhann H. Ragnarsson (2068) sem vann Harald Baldursson (2040) er þriðji með 5 vinninga. Níunda og síðasta umferð fer fram miðvikudaginn 19. október og hefst kl. ...

Lesa meira »

Íslandsmót skákfélaga: Pistill frá TR

Íslandsmót skákfélaga hefur löngu unnið sér sess sem einn af helstu skákviðburðum ársins og sá sem flestir virkir, sem minna virkir, skákmenn landsins koma að, með einum eða öðrum hætti, langflestir þó með því að tefla, sem betur fer. Taflfélag Reykjavíkur hefur undanfarin ár verið nokkuð hógvært í fyrstu deild á þessum vettvangi miðað við sum önnur félög og treyst ...

Lesa meira »

Guðmundur enn efstur

Guðmundur Kjartansson (2314) vann Jóhann H. Ragnarsson (2068) í sjöundu umferð Haustmóts TR sem fram fór í kvöld.  Guðmundur hefur 6 vinninga og hefur vinnings forskot á Davíð Kjartansson (2291), sem gerði jafntefli við Þór Valtýsson (2041).   Sverrir Örn Björnsson (2158) er í þriðja sæti með 4,5 vinning eftir jafntefli við Tómas Björnsson (2162).  Guðmundur hefur tryggt sér titilinn, ...

Lesa meira »

Guðmundur efstur

Guðmundur Kjartansson (2314) er efstur á Haustmóti TR með 5 vinninga að lokinni 6. umferð sem fram fór í kvöld.  Guðmundur vann Björn Jónsson (2045).  Davíð Kjartanssyni (2291), sem vann Þorvarð F. Ólafsson (2174) er annar með 4½ vinning.   Sverrir Örn Björnsson (2158) og Jóhann H. Ragnarsson (2068) eru í 3.-4. sæti með 4 vinninga en sá fyrrnefndi vann ...

Lesa meira »

Pistill Sigurlaugar um heimsókn Karpovs

Anatoly Karpov nýr félagsmaður Taflfélags Reykjavíkur og heiðursgestur félagsins dagana 6.-9. október 2011   Taflfélag Reykjavíkur átti 111 ára afmæli 6. október sl. Mikið var um dýrðir, því fyrrum heimsmeistari í skák Anatoly Karpov var heiðursgestur í afmælishófinu sem jafnframt var móttaka til heiðurs honum, en hann lenti fyrr um daginn á Keflavíkurflugvelli.   Með Karpov í för var Vasily ...

Lesa meira »

Myndir frá heimsókn Karpovs

Nú er búið að setja inn myndir frá heimsókn Karpovs og fjöltefli Papins. Þær eru aðgengilegar hér að neðan. Myndir frá sýningarskák Karpov við Friðrik/ Karpov og T.R. krakkarnir Karpov í Salaskóla/ Fjöltefli Papins/

Lesa meira »