Þorvarður heldur áfram sigurgöngu sinni á öðlingamóti.Þorvarður Ólafsson er áfram einn efstur á öðlingamótinu  með 4. vinninga en hann sigraði Sigurð Daða í 4. umferð sem fram fór í gærkvöldi. Bjarni Hjartarsson sigraði Vigni Bjarnasson og er í öðru sæti með 3.5 vinninga önnur úrslit gærkvöldsins má nálgast hér  og staðan í mótinu er aðgengileg hérna. Pörun fimmtu umferðar sem fram fer næsta miðvikudag má nálgast hér, en þá mátast m.a Þorvarður Ólafsson og Bjarni Hjartarsson.