Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Pistill Guðmundar Kjartanssonar um Hastings mótið

Hastings 2011/2012 Þá er maður kominn til baka frá Hastings eftir ágætt mót, ég setti mér ekkert allt of há markmið fyrir mótið, var aðallega að hugsa um að komast aftur í æfingu og 10-15 stiga hækkun hefði verið ásættanlegt. Strax í fyrstu umferð fékk ég engan annan en Wang „what´s his name?!“ Yue sem virðist hafa lækkað aðeins á ...

Lesa meira »

Kornax mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hafið.

Kornax mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hófst í dag. Mótið er mjög sterkt og það fjölmennasta síðan 1999. 73 eru skráðir til leiks þar af 5 alþjóðlegir meistarar. Úrslit í fyrstu umferð voru öll eftir bókinni. Önnur umferð fer fram á miðvikudag. Myndir frá fyrstu umferð Heimasíða mótsins

Lesa meira »

KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun

KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Verðlaun: 1. sæti kr. 100.000 ...

Lesa meira »

Daði Ómarsson sigraði með yfirburðum á Jólahraðskákmóti TR

Hart var barist á fjölmennu og sterku Jólahraðskákmóti TR í gær – þó ekki um fyrsta sætið, því Daði Ómarsson var í fantaformi; búinn að tryggja sér sigur fyrir síðustu umferð og vann síðan mótið með fullu húsi. Því meiri var baráttan um annað sætið en sex voru jafnir með einn og hálfan vinning niður, þegar níunda og síðasta umferð ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst 8. janúar

KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Verðlaun: 1. sæti kr. 100.000 ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið miðvikudaginn 28. desember kl. 19.30.  Tefldar verða 9 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Lesa meira »

Benedikt Jónasson. sigraði á vetrarmóti öðlinga

Benedikt Jónasson. sigraði á vetrarmóti öðlinga. Hann var jafn Kristjáni Guðmundssyni og Birni Frey Björnssyni að vinningum en er sigurvegari mótsins þar sem hann var efstur á stigum. Kristján Guðmundsson varð annar og Björn Freyr Björnsson þriðji. Þeir voru með 5,5 vinning af 7. Atvinnueignir gáfu farandbikar sem verður afhentur sigurvegaranum síðar.. Myndaalbúm frá öðlingamóti. Myndirnar tók Jóhann H. Ragnarsson

Lesa meira »

KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst 8. janúar

 KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Verðlaun: 1. sæti kr. 100.000 ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing T.R. pistill og myndir.

Síðasta barna og unglingaæfing fyrir jól fór fram 10. des. Pistill Sigurlaugar um æfinguna er aðgengilegur hér Myndaalbúm frá æfingunni

Lesa meira »

Kristján og Björn Freyr efstir á Vetrarmóti öðlinga

Kristján Guðmundsson (2277) og Björn Freyr Björnsson (2164) eru efstir með 5 vinninga að lokinni 6. og næstsíðustu umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.  Kristján vann Hrafn Loftsson (2210) en Björn Freyr sigraði Halldór Grétar Einarsson (2236).  Fjórir keppendur hafa 4½ vinning.  Það eru auk Halldórs Grétars, þeir Benedikt Jónason (2237), Þorsteinn Þorsteinsson (2237) og Halldór Pálsson (1974). ...

Lesa meira »

Rimaskóli sigraði í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS

Rimaskóli sigraði með nokkrum yfirburðum í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS sem fram fór í skákhöll TR í Faxafeni á mánudag. Þátttaka var svipuð og verið hefur í þessum flokki undanfarin ár en tíu sveitir tóku þátt og voru telfdar níu umferðir, allir við alla. Í stúlknaflokki varð Engjaskóli hlutskarpastur en sú sveit hafnaði í 4. sæti á mótinu. ...

Lesa meira »

Jólaskákmót TR og SFS

Yngri flokkur fyrir nemendur 1.-7.bekkjarKeppt var 4. desember í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. 34 sveitir tóku þátt sem er þátttökumet Sigurvegari í stúlknaflokki varð stúlknasveit Rimaskóla, sem hlaut 16 vinninga af 24 mögulegum.  Í öðru sæti varð stúlknasveit Árbæjarskóla, sem hlaut 11 vinninga. Stúlknasveit Rimaskóla var þannig skipuð:1.    borð Svandís Rós Ríkharðsdóttir2.    borð Ásdís Birna Þórarinsdóttir3.    borð Tinna ...

Lesa meira »

Halldór Grétar efstur öðlinga

Halldór Grétar Einarsson (2236) er efstur með 4,5 vinning að lokinni fimmtu umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.  Halldór vann Kristján Guðmundsson (2277).  Kristján, Benedikt Jónasson (2237), Þorsteinn Þorsteinsson (2237), Björn Freyr Björnsson (2164) og Hrafn Loftsson (2210) eru næstir með 4 vinninga.   Tvær frestaðar skákir eru tefldar á morgun og verður pörun 6. og næstsíðustu umferðar birt ...

Lesa meira »

Kristján efstur á Vetrarmóti öðlinga

Kristján Guðmundsson (2277) er efstur með fullt hús að lokinni 4. umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.   Kristján vann Benedikt Jónasson (2237).  Halldór Grétar Einarsson (2236) er annar með 3,5 vinning eftir jafntefli við Þorstein Þorsteinsson (2237).  Þremur skákum fer frestað og því er pörun 5. umferðar ekki enn tilbúin.

Lesa meira »

Hilmir Freyr unglingameistari og Tara Sóley stúlknameistari

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 20. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og tóku 19 krakkar þátt: þar af 15 úr Taflfélagi Reykjavíkur, 4 úr Skákdeild Fjölnis. ...

Lesa meira »