Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fjör á laugardagsæfingu!

Það voru hressir og áhugasamir krakkar sem mættu á laugardagsæfinguna 27. september. Ánægjulegt var að tvær systur bættust í hópinn svo og einn fimm ára strákur og stóðu þau sig mjög vel á sinni fyrstu skákæfingu í T.R. Einnig var mættur Friðrik Þjálfi Stefánsson sem er nýkominn heim frá Evrópumeistaramóti ungmenna, þar sem hann tók þátt í flokki drengja undir ...

Lesa meira »

TR hraðskákmeistari taflfélaga

  Taflfélag Reykjavíkur varð í dag hraðskákmeistari taflfélaga þriðja árið í röð þegar liðsmenn félagsins lögðu sveit Taflfélags Bolungarvíkur með 40,5 vinningum gegn 31,5 í spennandi viðureign.  TR hefur nú unnið þessa keppni 6 sinnum á þeim 14 árum sem hún hefur verið haldin. Bolungarvík vann fyrstu viðureignina en síðan náði TR forystunni og lét hana ekki af hendi það ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing TR í dag

Að venju fer fram barna-og unglingaæfing í dag kl. 14 í húsnæði TR að Faxafeni 12.  Börn og forráðarmenn eru hvött til að mæta en á síðustu æfingu var enginn annar en alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason mættur til að leiðbeina börnunum og mun hann halda áfram að miðla reynslu sinni á æfingunum. Frítt er á æfingarnar sem standa frá kl. ...

Lesa meira »

TR og Bolar tefla til úrslita á sunnudag

Íslandsmeistarar Taflfélags Reykjavíkur mæta Taflfélagi Bolungarvíkur í úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga næstkomandi sunnudag.  Viðureignin fer fram í skákhöll TR að Faxafeni 12 og hefst kl.13.  Ljúffengar veitingar verða í boði og áhorfendur eru hvattir til að mæta og fylgjast með mörgum af bestu skákmönnum þjóðarinnar etja kappi í spennandi hraðskákum.

Lesa meira »

Jóhann sigraði á fimmtudagsæfingu

Jóhann H. Ragnarsson sigraði nokkuð örugglega á öðru fimmtudagsmóti vetrarins þegar hann hlaut 8,5 vinning í níu skákum og leyfði aðeins eitt jafntefli í lokaumferðinni.  Annar varð Þórir Benediktsson með 8 vinninga og í þriðja sæti hafnaði Helgi Brynjarsson með 7 vinninga. Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1. Jóhann H. Ragnarsson 8,5 v af 9 2. Þórir Benediktsson 8 v 3. ...

Lesa meira »

Fimmtudagsæfing í kvöld

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Sigur og jafntefli í lokaumferð EM ungmenna

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hélt áfram góðu gengi á Evrópumóti ungmenna er hún sigraði andstæðing sinn í níundu og síðustu umferð mótsins.  Geirþrúður hafði áður gert jafntefli í 8. umferð og endar því með 5 vinninga í 31. sæti en fyrirfram var hún nr. 62 í röðinni.  Sannarlega frábær árangur hjá Geirþrúði sem tapaði aðeins tveim skákum á mótinu. Friðrik Þjálfi Stefánsson ...

Lesa meira »

Sævar Bjarnason kennir á laugardagsæfingum

Það var fámennt en góðmennt á laugardagsæfingunni 20. sept. Þau sem mættu fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð, því Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, var kominn til að ausa úr sínum skákviskubrunni. Sævar er öllum skákáhugamönnum að góðu kunnur og meðal annars er hann sá skákmaður sem teflt hefur flestar kappskákir á íslenskri grundu. Þannig sýnir nýjasti stigalistinn með íslenskum ...

Lesa meira »

Töp í 7. umferð EM ungmenna

Friðrik Þjálfi og Geirþrúður Anna töpuðu bæði í 7. umferð EM ungmenna sem fram fór í dag.  8. umferð fer fram á morgun, þriðjudag. Heimasíða mótsins Bloggsíða Eddu Sveinsdóttur fararstjóra Chess-Results

Lesa meira »

Geirþrúður vann í 6. umferð

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sigraði tæplega 2000 stiga andstæðing sinn með svörtu mönnunum í 6. umferð Evrópumóts ungmenna sem fram fór í dag.  Friðrik Þjálfi Stefánsson tapaði.  Geirþrúður hefur 3,5 vinninga og Friðrik Þjálfi 2 vinninga.  7. umferð fer fram á morgun. Heimasíða mótsins Bloggsíða Eddu Sveinsdóttur fararstjóra Chess-Results

Lesa meira »

Friðrik Þjálfi og Geirþrúður Anna á EM ungmenna

Friðrik Þjálfi Stefánsson og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir taka nú þátt í Evrópumóti ungmenna í Novi, Svartfjallalandi.  Eftir 5 umferðir hefur Geirþrúður 2,5 vinninga og Friðrik 2 vinninga en alls verða tefldar 9 umferðir.  Árangur þeirra beggja er til fyrirmyndar og nokkuð ljóst er að þau munu birtast fljótlega á Fide stigalistanum með sín fyrstu stig. Alls taka 10 íslensk ungmenni ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót TR hafin

Fyrsta fimmtudagsmót vetrarins fór fram í kvöld í Skákhöll TR.  Alls tóku 11 þátt og var keppnin æsispennandi en úrslit réðust ekki fyrr en í 7. og síðustu umferð þegar hraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson, skaust upp í efsta sætið ásamt Jon Olav Fivelstad eftir sigur á Sigurlaugu R Friðþjófsdóttur.  Kristján Örn varð svo efstur á stigum.  Björn Jónsson leiddi lengi ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót TR hefjast í kvöld kl. 19.30

Í kvöld hefjast fimmtudagsæfingar TR á nýjan leik eftir sumarfrí.  Teflt er í Skákhöll TR, Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og fær sigurvegari mótsins glæsilegan verðlaunapening að launum.  Þátttökugjald er kr. 500 en ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri.  Boðið verður upp á léttar veitingar endurgjaldslaust.  Húsið opnar kl. 19.10. Stjórn TR hvetur ...

Lesa meira »

Barna- og unglingaæfingar hófust síðastliðinn laugardag

Fyrsta laugardagsæfing vetrarins fór fram 13. september. Það voru 11 krakkar sem mættu, bæði ötulir félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur svo og nýjir áhugasamir krakkar. Meðal annars voru þarna systkin, bræður og vinkonur að koma í fyrsta skipti! Tefldar voru 6 umferðir með 8 mínútna umhugsunartíma.  Eftir þriðju umferð var gert smá hlé á taflmennsku og þátttakendum var boðið upp á djús ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót TR hefjast næstkomandi fimmtudag

Fimmtudaginn 18. september hefjast hin víðfrægu fimmtudagsmót TR að nýju eftir sumarfrí. Að venju verða tefldar 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótin hefjast kl. 19.30 öll fimmtudagskvöld og er teflt í Skákhöll TR, Faxafeni 12. Þátttökugjald er sem fyrr kr. 500 en ókeypis fyrir 15 ára og yngri og boðið verður upp á léttar veitingar án endurgjalds. Mótin eru opin öllum.  Verðlaun ...

Lesa meira »

Upprifjun fyrir úrslitaleik Hraðskákkeppninnar

Nú er við hæfi að rifja aðeins upp stemningu fyrri ára og gerum það með hjálp Gunnars Björnssonar, hins ötula ritstjóra Skákar og formanns Taflfélagsins Hellis. Til hamingju TR

Lesa meira »

TR sigraði SA örugglega

Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákfélag Akureyrar örugglega í undanúrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga síðastliðið fimmtudagskvöld.  Leikar fóru 53-19 TR í vil og stóð Stefán Kristjánsson sig best af TR-ingum og sigraði allar sínar 12 skákir, því næst kom Þröstur Þórhallsson með 11 vinninga af 12.  Árangur TR-inga var annars sem hér segir: Stefán Kristjánsson 12 v. af 12 Þröstur Þórhallsson 11 v. af ...

Lesa meira »

Barna- og unglingaæfingar TR hefjast 13. september

Skákæfingar (skákkennsla og skákmót) fyrir stelpur og stráka 15 ára og yngri hefjast að nýju hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 13. september kl. 14 í húsnæði félagsins Faxafeni 12. Laugardagsæfingarnar verða í allan vetur frá kl. 14 – 16. Þátttaka er ókeypis.

Lesa meira »

Hannes Hlífar Íslandsmeistari í 10. sinn!

Hannes Hlífar Stefánsson, Taflfélagi Reykjavíkur, varð í gær Íslandsmeistari í skák í tíunda sinn á ellefu árum.  Aðeins árið 2000 sigraði Hannes ekki en þá var hann ekki meðal þátttakenda í Íslandsmótinu. Sigurinn í ár var öruggur hjá Hannesi og var hann 1,5 vinningi á undan næsta manni, stórmeistaranum Henrik Danielsen. 

Lesa meira »

TR-ingar að tafli á Skákþingi Íslands 2008

Í kvöld var Skákþing Íslands sett með glæsibrag.  Að þessu sinni taka 10 félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur þátt í áskorendaflokki og 4 í landsliðflokki en alls eru keppendur 29 í áskorendaflokki og 12 í landsliðsflokki. TR-ingar unnu flestir sínar skákir í fyrstu umferðinni en af helstu úrslitum má nefna að Guðmundur Kjartansson lagði alþjóðlega meistarann Stefán Kristjánsson í landsliðsflokki og Geirþrúður ...

Lesa meira »