Hraðskákmót TR fer fram nk. sunnudagHraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 23. nóvember kl. 14 í Félagsheimili TR að Faxafeni 12.  Tefldar verða 2x 7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.

Þátttökugjald er 500 kr fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Jafnframt fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót TR 2008.

Núverandi hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Kristján Örn Elíasson.