Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Pistlar um laugardagsæfingarnar á pdf formi

Nú má nálgast umfjöllun um allar æfingarnar á handhægan hátt hér, eða með því að smella á “Pistlar laugardagsæfinga” hér hægra megin á síðunni.  Tilvalið fyrir börnin sem og foreldra og forráðamenn sem vilja fylgjast með gangi mála á æfingum.

Lesa meira »

Hraðskákmót TR: Davíð efstur, Snorri meistari TR

Davíð Kjartansson sigraði í dag á Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur en hann sigraði einnig á nýafstöðnu Haustmóti TR.  Davíð hlaut 11 vinninga af 14 en jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Hrannar Baldursson og Snorri G. Bergsson en Hrannar varð ofar á stigum.  Snorri G. Bergsson er því Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2008. Úrslit: 1. Davíð Kjartansson 11 v af 14 ...

Lesa meira »

Benedikt öruggur sigurvegari fimmtudagsmóts

Benedikt Jónasson sigraði með yfirburðum á fimmtudagsmóti gærkvöldsins þegar hann hlaut 8,5 vinning í níu skákum, 2,5 vinningi meira en næstu menn sem voru Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson.  Það var aðeins hinn ungi Páll Andrason sem náði að skáka Benedikt og hala inn jafntefli eftir að sá síðarnefndi hafði lengi reynt að innbyrða sigur í endatafli með peð ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR fer fram nk. sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 23. nóvember kl. 14 í Félagsheimili TR að Faxafeni 12.  Tefldar verða 2x 7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er 500 kr fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Jafnframt fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót TR 2008. Núverandi hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur ...

Lesa meira »

Fjalakötturinn á laugardagsæfingu

21 barn mætti á æfinguna sl. laugardag, nokkur ný andlit og mörg “gömul”. Sá yngsti var 5 ára. Einbeitingin hjá krökkunum var alveg með ágætum, bæði hjá nýliðunum og hinum sem eru búin að vera dugleg að mæta í allt haust. Það var því góður andi í hópnum. Nýliðarnir voru reyndar ekki allir óvanir skáklistinni og sýndu það með góðri taflmennsku. ...

Lesa meira »

Fimmtusdagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Atskákmót öðlinga 2008

Atskákmót öðlinga, 40 ára og eldri, hefst miðvikudaginn 19.nóvember n.k. í félagsheimili TR Faxafeni 12 kl. 19:30.   Tefldar verða 9.umferðir eftir svissnesku kerfi, þrjár skákir á kvöldi með umhugsunartímanum 25 mín á skák. Mótinu er svo framhaldið miðvikudagana 26.nóv og 3.des á sama tíma. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Heitt á könnunni!! Þátttökugjald er kr  1.500   Skráning ...

Lesa meira »

Davíð sigurvegari Haustmótsins, Hrafn skákmeistari TR

Davíð Kjartansson tryggði sér nú í kvöld sigur á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur 2008 þegar hann lagði Þór Valtýsson í lokaumferðinni.  Fyrr hafði Hrafn Loftsson komist vinningi fram fyrir Davíð eftir sigur á Jóni Árna Halldórssyni í flýttri skák en þeirri skák lauk afar slysalega þegar farsími Jóns hringdi í miðri skák.  Davíð varð því að innbyrða sigur í níundu og ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing á morgun

Alla laugardaga í vetur eru haldnar barna- og unglingaæfingar á vegum TR.  Æfingarnar hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis.  Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason sér um kennslu og einnig fara fram mót í hvert skipti.  Boðið er upp á fríar veitingar á æfingunum. Æfingarnar hafa verið vel sóttar í vetur en alls hafa um 40 börn mætt og oft eru ...

Lesa meira »

Daði með fullt hús á fimmtudagsmóti

Daði Ómarsson sigraði með yfirburðum á fimmtudagsmóti gærkvöldsins.  Menn voru óvenju skákþyrstir að þessu sinni og tefldu allir við alla eða 11 umferðir og sigraði Daði alla sína andstæðinga.  Í öðru til þriðja sæti með 8,5 vinning urðu síðan Helgi Hauksson og hinn ungi og efnilegi Páll Andrason sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Úrslit: 1. Daði Ómarsson ...

Lesa meira »

Mikil spenna fyrir lokaumferð Haustmótsins

Í áttundu umferð Haustmóts TR sem fram fór í gærkveldi bar það helst til tíðinda að Torfi Leósson sigraði efsta mann mótsins, Davíð Kjartansson.  Á sama tíma gerða Hrafn Loftsson jafntefli við Jóhann H. Ragnarsson og náði þar með Davíð að vinningum en þeir eru efstir og jafnir með 5,5 vinning en Torfi er þriðji með 5 vinninga.  Því er ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Fórnarskákir á laugardagsæfingu

Fórnir, framhjáhlaup og pattstöður voru á dagskrá á laugardagsæfingunni 8. nóvember. Sævar Bjarnason, skákþjálfari T.R. fékk óskipta athygli við stóra, gamla skáksýningarborðið okkar þegar hann sýndi skrýtna skák sem tefld var í Vín fyrir 135 árum síðan! Þar fórnaði svartur meira að segja drottningunni en uppskar að lokum jafntefli eftir þráskák. Víst er að nokkrar skákir hjá krökkunum enduðu einmitt ...

Lesa meira »

Davíð efstur þegar tvær umferðir eru eftir

Sjöunda umferð Haustmótsins var tefld í kvöld.  Í a-flokki lagði Davíð Kjartansson Sævar Bjarnason og heldur því efsta sætinu með 5,5 vinning. Í b-flokki er Bjarni Jens Kristinsson efstur sem fyrr með 5,5 vinning, vinningi meira en næstu menn. Ólafur Gísli Jónsson hefur náð forystu í c-flokki eftir sigur í dag á meðan Páll Sigurðsson beið lægri hlut gegn sínum ...

Lesa meira »

Davíð efstur á Haustmótinu

Davíð Kjartansson hefur tekið forystu á Haustmóti TR eftir sigur á Hrafni Loftssyni í sjöttu umferð sem tefld var í gærkveldi.  Davíð hefur 4,5 vinning en næstur kemur Hrafn með 4 vinninga en þrír skákmenn eru jafnir í 3.-5. sæti með 3 vinninga. Í b-flokki heldur Bjarni Jens Kristinsson áfram góðu gengi og lagði Kristján Örn Elíasson og heldur því ...

Lesa meira »

Torfi sigraði á fimmtudagsmóti

Torfi Leósson sigraði nokkuð örugglega á fimmtudagsmóti kvöldsins en hann hlaut 8 vinninga af 9, 1,5 vinningi meira en Jon Olav og Ingi Tandri sem komu næstir með 6,5 vinning. Úrslit: 1. Torfi Leósson 8 v 2-3. Jon Olav Fivelstad, Ingi Tandri Traustason 6.5 4. Dagur Andri Friðgeirsson 6  5. Helgi Brynjarsson 5.5  6-7. Kristján Örn Elíasson, Páll Andrason 5  ...

Lesa meira »

Enn leiðir Hrafn á Haustmótinu

Þegar fimm umferðir hafa farið fram á Haustmóti TR er núverandi skákmeistari TR, Hrafn Loftsson efstur í a-flokki með 4 vinninga eftir sigur á Þór Valtýssyni.  Hinn ungi Atli Freyr Kristjánsson hefur staðið sig mjög vel og deilir öðru til þriðja sæti með Davíð Kjartanssyni. Í b-flokki eru leikar heldur að jafnast en stigalægsti maður flokksins, Bjarni Jens Kristinsson, leiðir ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Sérstök aukaverðlaun ...

Lesa meira »

Fjölmennt á laugardagsæfingu

Mjög góð mæting var á laugardagsæfingunni 1. nóvember. 18 krakkar mættu galvösk og pældu meðal annars í peðsendatöflum með Sævari Bjarnasyni, skákþjálfara T.R. Síðan var slegið upp 5 umferða móti.   Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Vilhjálmur Þórhallssson 5v. 2-3. Þorsteinn Freygarðsson og Aron Daníel Arnalds 4v. 4-5. Mias Ólafarson og Kveldúlfur Kjartansson 3 ½ v.   Þau sem tóku einnig þátt ...

Lesa meira »

Þrír leiða í a-flokki – Helgi með fullt hús í b-flokki

Þriðja umferð Haustmóts TR fór fram í kvöld.  Öllum skákum a-flokks lauk með jafntefli nema einni þar sem Jón Árni Halldórsson lagði Þór Valtýsson.  Í b-flokki heldur Helgi Brynjarsson áfram góðu gengi og er enn efstur með fullt hús eftir sigur á Sigurjóni Haraldssyni.  Ólafur Gísli Jónsson leiðir í c-flokki, Barði Einarsson leiðir d-flokk og í e-flokki eru Hjálmar Sigurvaldason ...

Lesa meira »