Hjörvar Steinn hraðskákmeistari Reykjavíkur 2009



Hjörvar Steinn Grétarsson er hraðskákmeistari Reykjavíkur 2009 og fylgir þar með eftir titli sínum sem skákmeistari Reykjavíkur á nýafstöðnu Skeljungsmóti-Skákþingi Reykjavíkur.

Sigur Hjörvars var mjög öruggur en hann hlaut fullt hús vinninga, eða 14 vinninga af 14!  Það er ljóst að Hjörvar er langefnilegasti skákmaður landsins í dag og er í raun kominn yfir það að vera efnilegur enda búinn að festa sig í sessi meðal sterkustu skákmanna landsins.  Það verður gaman að fylgjast með árangri hans við skákborðið í framtíðinni.

Í öðru sæti með 11 vinninga var Daði Ómarsson og þriðji með 10 vinninga var Sverrir Þorgeirsson.  Báðir eru þeir meðal sterkustu skákmanna sinnar kynslóðar og ljóst að þeir eiga einnig eftir að ná langt haldi þeir áfram góðri ástundun.

Úrslit:

Place Name

1 Hjörvar Steinn Grétarsson 14 v af 14
2 Daði Ómarsson 11
3 Sverrir Þorgeirsson 10
4-5 Patrekur Maron Magnússon 8.5
Svanberg Pálsson 8.5
6-9 Dagur Andri Friðgeirsson 8
Gunnar Freyr Rúnarsson 8
Ingvar Ásbjörnsson 8
Sigurjón Sigurbjörnsson 8
10-11 Bjarni Jens Kristinsson 7.5
Tjövi Schiöth 7.5
12-14 Birgir Rafn Þráinsson 7
Birkir Karl Sigurðsson 7
Guðmundur Kr. Lee 7
15-16 Páll Sigurðsson 6.5
Páll S. Andrason 6.5
17-19 Kristján Örn Elíasson 6
Pétur Axel Pétursson 6
Gísli Ragnar Axelsson 6
20-22 Árni Elvar Árnason 5
Björgvin Kristbergsson 5
Pétur Jóhannesson 5
23 Kristófer Þór Pétursson 2

Myndir frá verðlaunaafhendingu fyrir Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur: