Barna- og unglingafréttir

Hér eru allar fréttir af barna- og unglingastarfi TR:

Gunnar Erik efstur á Páskaeggjamóti TR

20190412_162337

Sextíu og níu börn fædd á árunum 2006-2013 tefldu á Páskaeggjamóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldið var föstudaginn 12.apríl. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin, en einnig voru veitt tvenn árgangaverðlaun; ein piltaverðlaun og ein stúlknaverðlaun. Alls biðu 19 medalíur og 21 páskaegg á verðlaunaborðinu eftir því að skorið yrði úr um réttmæta eigendur þeirra. Spennan var því mikil í ...

Lesa meira »

Páskaeggjamót TR haldið föstudaginn 12.apríl – Jafnframt undanrásir í Barna-Blitz

20180325_141315

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12.apríl. Taflið hefst stundvíslega kl.17:00 og áætlað er að mótinu ljúki um kl.18:45. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk (fæðingarár 2006-2012). Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Einnig verða veitt verðlaun fyrir ...

Lesa meira »

Allar skákæfingar dagana 5.-7.apríl falla niður

20170723_194835

Húsnæði Taflfélags Reykjavíkur verður í útleigu dagana 5.-7.apríl vegna Íslandsmóts í bridge. Af þeim sökum falla allar skákæfingar niður sem fyrirhugaðar voru þá helgi (manngangskennsla, byrjendaæfing, stúlknaæfing, framhaldsæfing og afreksæfing).

Lesa meira »

Kristján Dagur Unglingameistari Reykjavíkur 2019 – Anna Katarina Stúlknameistari

20190317_174341

Unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær, sunnudaginn 17. mars. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum svo og aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig, fyrir hvert ár frá 2003 til 2013. Þau sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 17.mars

20180225_162539_001

Unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til kl.18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Þátttaka er ókeypis. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Óttar Örn sigurvegari Bikarsyrpu #4

Verðlaunahafar helgarinnar. Kristján, Óttar, Benedikt og Guðrún

Óttar Örn Bergmann Sigfússon gerði sér lítið fyrir og vann alla sjö andstæðinga sína í fjórða móti Bikarsyrpunnar sem fór fram nú um helgina í Skákhöll TR. Kom Óttar Örn því fyrstur í mark með fullt hús en næstur með 6 vinnninga var Kristján Dagur Jónsson og eftir fylgdu fimm keppendur með 4,5 vinning; Benedikt Þórisson, Einar Tryggvi Petersen, Ingvar ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR – Mót 4 fer fram helgina 8.-10. mars

20190210_100243

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fimmta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Háteigsskóli og Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

20190205_183437

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram dagana 4.-5.febrúar í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Mótið hefur um árabil verið samvinnuverkefni Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Teflt var í þremur flokkum; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Háteigsskóli vann tvöfalt í yngri flokkunum og í flokki 8.-10. bekkjar hreppti Laugalækjarskóli gullið. Það var fríður flokkur barna sem reið á vaðið í yngsta ...

Lesa meira »

Ingvar Wu sigurvegari þriðja móts Bikarsyrpunnar

Verðlaunahafarnir. Óttar, Ingvar, Benedikt og Guðrún.

Ingvar Wu Skarphéðinsson varð efstur 24 keppenda á þriðja móti Bikarsyrpu TR sem fram fór um nýliðna helgi. Ingvar hlaut 6 vinninga úr skákunum sjö, hálfum vinningi meira en Benedikt Þórisson sem kom næstur í mark með 5,5 vinning. Jafnir í 3.-5. sæti með 5 vinninga urðu Óttar Örn Bergmann, Kristján Dagur Jónsson og Arnar Valsson þar sem Óttar hlaut ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR – Mót 3 fer fram næstkomandi helgi

20181007_160231

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fimmta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR – Mót 3 fer fram helgina 8.-10. febrúar

20181007_160231

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fimmta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram 4.-5.febrúar

20180212_175948

Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 4. febrúar kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, þriðjudaginn 5. febrúar. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum ...

Lesa meira »

Skákæfingar TR á vorönn 2019 – skráning hafin!

TR_Hópmynd

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákkennsla á vorönn 2019 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur ...

Lesa meira »

Mikið fjör á Jólaskákæfingu TR

20181209_151706

Í gær fór fram hin árlega jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er uppskeruhátíð haustsins. Krakkar af öllum æfingum félagsins tóku þátt og mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vini á hinu árlega Fjölskyldumóti, sem orðin er hefð á þessari æfingu. Mótið er 6 umferðir og var sú nýbreytni prófuð í ár að í einni umferðinni var tefld riddaraskák, en það er ...

Lesa meira »

Góður árangur TR – liða á Íslandsmóti unglingasveita

TR_Hópmynd

Íslandsmót unglingasveita 2018 fór fram í Garðaskóla í Garðabæ í dag, 8. desember. Alls tóku 18 lið þátt frá fimm skákfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Taflfélag Reykjavíkur átti þar flest liðin, sjö að tölu. Fjölnir tefldi fram fjórum liðum, Skáksamband Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjanes var með þrjú lið, Huginn var með tvö lið og Víkingaklúbburinn tvö lið. Krakkarnir úr TR stóðu sig ...

Lesa meira »

Jólaskákæfing barna í TR fer fram sunnudaginn 9.desember

20171208_191420

Hin árlega Jólaskákæfing verður haldin sunnudaginn 9.desember kl.13:00-15:30. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki og framhaldsflokki. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu. Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar ...

Lesa meira »

Háteigsskóli vann tvöfalt á Jólamóti SFS og TR

20181125_114909

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 25.nóvember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Alls tefldu 28 skáksveitir í mótinu frá 13 skólum og var mótið þrískipt líkt og árið á undan; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. 1.-3.bekkur Ung börn og forráðamenn þeirra streymdu í skáksalinn fyrir sólarupprás síðastliðinn sunnudag. Börnin sem ...

Lesa meira »

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 25. nóvember

20171203_124215

Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur verður haldið í húsnæði TR að Faxafeni 12 sunnudaginn 25. nóvember. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3.bekkur, 4.-7.bekkur og 8.-10 bekkur. Tefldar verða 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur við eftir hvern leik (5+3). Allir grunnskólar ...

Lesa meira »

Adam Unglingameistari TR 2018; Batel Stúlknameistari

20181104_163321

Vel var mætt í húsakynni Taflfélags Reykjavíkur í dag, er fram fór Barna- og unglingameistaramót félagsins, sem og Stúlknameistaramót félagsins. Þetta eru tvö aðskilin mót sem tefld eru á sama tíma síðla hausts. Í dag voru 25 þátttakendur í Barna- og unglingameistaramótinu og 12 í Stúlknameistaramótinu, sem telst prýðisgóð þátttaka miðað við fyrri ár. Það þýðir jafnframt að þriðjungur þátttakenda ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót TR fer fram í dag

20180926_190440

Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 4.nóvember í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13.  Tefldar verða 7 umferðir með atskák-tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum 15 ára og yngri (fædd 2003 og síðar) óháð félagsaðild. Aðgangur er ókeypis. Um miðbik móts verður gert hlé ...

Lesa meira »