Ingvar Wu sigraði á þriðja móti Bikarsyrpu TRIðunn, Ingvar og Rayan.

Iðunn, Ingvar og Rayan.

Ingvar Wu Skarphéðinsson kom fyrstur í mark þegar þriðja mót Bikarsyrpunnar fór fram nú um helgina. Hann hlaut 6 vinninga úr skákunum sjö og var í forystu allt mótið. Næstur með 5,5 vinning var Rayan Sharifa og jöfn í 3.-4. sæti með 5 vinninga voru Iðunn Helgadóttir og Bjartur Þórisson þar sem Iðunn hlaut 3. sætið á oddastigum en hún varð jafnframt efst stúlkna, hálfum vinningi á undan Önnu Katarinu Thoroddsen. 30 keppendur tóku þátt.

Lemuel Goitom Haile (6 ára) stýrir hér hvítu mönnunum gegn hinum margreynda Rayan Sharifa.

Lemuel Goitom Haile (6 ára) stýrir hér hvítu mönnunum gegn hinum margreynda Rayan Sharifa.

Mótið var í senn spennandi, skemmtilegt og fjölbreytt hvað varðar keppendaflóruna því aldurs- og styrkleikabilin voru breið en það er einmitt hugmyndin með mótum bikarsyrpunnar – byrjendur fá tækifæri á að spreyta sig og ná sér í reynslu í sínum fyrstu kappskákmótum á meðan að þeir reyndari nýta mótin í að bæta sig enn frekar. Í undarförnum mótum Bikarsyrpunnar hefur mátt merkja ákveðin kynslóðaskipti sem er jákvætt því það bendir til þess að endurnýjun iðkenda sé til staðar, og er þar ekki síst að þakka góðu æskulýðsstarfi skákfélaganna.

Hluti keppenda í Bikarsyrpu TR.

Hluti keppenda í Bikarsyrpu TR.

Sjá má öll úrslit á Chess-Results en nú verður smá hlé á mótaröðinni þar til helgina 7.-9. febrúar þegar fjórða mótið fer fram. Takk öll fyrir samveruna um helgina og sjáumst í febrúar!