Author Archives: Þórir

Daði Ómarsson sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns

 Stórmót Árbæjarsafns 2007.  Stórmót Árbæjarsafns fór fram í dag í Kornhlöðunni.19.keppendur mættu til leiks.Tefldar voru 7.umferðir eftir Monradkerfi og var umhugsunartími7.mín á skák fyrir hvorn keppenda. Úrslit mótsins urðu þau að Daði Ómarsson bar sigur úr býtum hlaut6.vinninga af 7.mögulegum. Í öðru sæti varð Magnús Magnússonmeð 5,5 vinning og í 3-6 sæti komu Sverrir Þorgeirsson,Paul J.Frigge,Baldur Kristinsson og Hallgerður H.Þorsteinsdóttir fengu ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson í landsliðsflokk

Sigurður Daði Sigfússon, sem tók fyrr í sumar sæti Héðins Steingrímssonar í landsflokki á Skákþingi Íslands, hefur þurft að draga sig frá keppni vegna anna í vinnu. Í hans stað kemur Guðmundur Kjartansson, hinn efnilegi skákmaður úr T.R. Það eru því sex T.R.ingar skráðir til þátttöku í landsliðsflokki, þar af þeir fjórir stigahæstu, fimm Hellismenn og einn Fjölnismaður.    

Lesa meira »

Friðrik vann Ziska

Friðrik Ólafsson, stórmeistari í T.R., sigraði færeyska alþjóðlega meistarann Helga Ziska í 3. umferð Euwe mótsins. Friðrik hafði svart og kom upp Sikileyjarvörn. Þegar leikar tóku að æsast í miðtaflinu sýndi Friðrik, að lengi lifir í gömlum glæðum og var hinn ungi meistari snarlega tekinn í taktíkinni. Skákina má skoða á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »

3. umferð hafin á Euwe mótinu

Þriðja umferðin á Euwe-mótinu er hafin. Í 2. umferð gerði Friðrik Ólafsson jafntefli við skákkonuna Biöncu Muhren. Í þriðju umferð, sem stendur nú yfir, teflir Friðrik við hinn færeyska vin okkar Helga Dam Ziska. Upp kom lítt þekkt afbrigði í Sikileyjarvörn og hefur Friðrik svart. Skákin er sýnd beint á netinu. Friðrik hefur hálfan vinning úr tveimur skákum.

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns fer fram í dag

Stórmót Árbæjarsafns fer fram í dag.   Þetta skemmtilega mót sem fram fer í Kornhlöðunni inni á Árbæjarsafni hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem afslappað og þægilegt sumarmót, tilvalið fyrir fjölskylduna. Mótið hefst kl.14, en skráning er á mótsstað og hefst kl.13.30. Tefldar eru 7 skákir með 7 mín. umhugsunartíma. Þátttökugjöld eru 600 kr. fyrir 18 ára og ...

Lesa meira »

Friðrik að tafli í Hollandi

Friðrik Ólafsson teflir nú á Euwe-mótinu í Hollandi, ásamt ýmsum köppum, bæði reyndum og lítt reyndum. Friðrik tefldi í dag gegn Nonu Gaprindashvili, fyrrv. heimsmeistara kvenna. Leikar fóru svo, eins og sjá mátti í beinni útsendingu á netinu, að Friðrik mátti lúta í gras, eftir að riddari hans fór út á kant og varð þar fyrir hnjaski, eins og Bjarni ...

Lesa meira »

Hannes Hlífar Stefánsson í T.R.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2568), Íslandsmeistari í skák, hefur gengið í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélaginu Helli. Hannes gekk ungur í Mjölni, en skipti þaðan fljótlega yfir í T.R., þar sem hann  óx og dafnaði. Hann skipti yfir í Helli um miðjan síðasta áratug og hefur teflt með því ágæta félagi síðan og unnið með því m.a. fjóra Íslandsmeistaratitla félagsliða. Hannes hefur búið í Prag, ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – B-flokkur

Á svipuðum tíma og A-flokkur Boðsmótsins fer fram, verður teflt í B-flokki.  B-flokkur verður 8 manna lokaður flokkur sem opinn er fyrir alla skákmenn sem hafa 2100 skákstig eða meira (hvort heldur sem er íslensk eða alþjóðleg).  Sigurvegarinn í B-flokki hlýtur þátttökurétt í alþjóðlegum A-flokki að ári.  Tveimur skákmönnum verður boðið í B-flokk, en að öðru leyti stendur nú skráning ...

Lesa meira »

Boðsmót TR – alþjóðlegt mót

A-flokkur Boðsmóts T.R. verður í ár alþjóðlegt mót með möguleikum á AM-áföngum.  Mótið verður 10 manna lokaður flokkur og fer fram dagana 17.-26. september í Skákhöllinni að Faxafeni 12.  Eftirtaldir munu tefla í mótinu:    AM Jón Viktor Gunnarsson      2427 FM Esben Lund                           2396 AM Bragi Þorfinnsson               ...

Lesa meira »

Stefán Kristjánsson (RARIK) vann Borgarskákmótið

Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari úr Taflfélagi Reykjavíkur,sigraði á Borgarskákmótinu, sem fram fór í dag. Hann tefldi fyrir RARIK. Mótið var æsilegt að venju og réðust leikar með dramatískum hætti í síðustu umferð, þegar Stefán vann Þröst Þórhallsson, meðan Bragi Þorfinnsson, sem lenti í öðru sæti, sigraði Arnar E. Gunnarsson, sigurvegara síðustu tveggja ára. Mótið fór að venju fram í samstarfi ...

Lesa meira »

Skákþing Íslands hefst 28. ágúst

Skákþing Íslands 2007 verður haldið í Skákhöllinni, félagsheimili T.R. að Faxafeni 12, dagana 28. ágúst – 8. september, sbr. frétt á Skákblogginu. Keppendur í Landsliðsflokki verða: Nr. Skákmaður Titill Stig Félag 1 Hannes Hlífar Stefánsson SM 2568 TR 2 Þröstur Þórhallsson SM 2461 TR 3 Stefán Kristjánsson AM 2458 TR 4 Jón Viktor Gunnarsson AM 2427 TR 5 Bragi Þorfinnsson ...

Lesa meira »

Félagsfundur í T.R. í kvöld kl 20.00

Almennur félagsfundur verður haldinn í TR fimmtudagskvöldið 16. ágúst kl. 20. Fundarefni: 1. Evrópumót félagsliða í Tyrklandi 3. – 9. október 2. Kynning á vetrastarfi TR 3. Önnur mál  Allir félagar velkomnir. Veitingar og létt taflmennska eftir fund   Stjórnin 

Lesa meira »

Borgarskákmótið hefst í dag

Borgarskákmótið hefst í dag, fimmtudag, kl. 15:00. Það fer, að venju, fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nánar má lesa um forsögu mótsins á skákmótavef Taflfélagsins. Sigurvegari síðustu tveggja ára, alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson, verður meðal þátttakenda.   Skráning fer fram á heimasíðu Hellis

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns á sunnudag

Sunnudaginn næsta, 19. ágúst fer fram hið árlega stórmót Árbæjarsafns í skák. Þetta skemmtilega mót sem fram fer í Kornhlöðunni inni á Árbæjarsafni hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem afslappað og þægilegt sumarmót, tilvalið fyrir fjölskylduna. Mótið hefst kl.14, en skráning er á mótsstað og hefst kl.13.30. Tefldar eru 7 skákir með 7 mín. umhugsunartíma. Þátttökugjöld eru 600 ...

Lesa meira »

Ted Cross genginn í T.R.

Bandaríkjamaðurinn Ted A. Cross (2108), starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, hefur gengið í Taflfélag Reykjavíkur. Taflfélagið býður Cross velkominn í félagið.

Lesa meira »

Félagsfundur í T.R.

Almennur félagsfundur verður haldinn í TR fimmtudagskvöldið kl. 20. Fundarefni: 1. Evrópumót félagsliða í Tyrklandi 3. – 9. október 2. Kynning á vetrarstarfi TR 3. Önnur mál  Allir félagar velkomnir. Veitingar og létt taflmennska eftir fund   Stjórnin

Lesa meira »

Varaformaður TR gifti sig í dag

Varaformaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, gekk að eiga Jóhann Hjört Ragnarsson, mógul þeirra T.G.inga, í dag. Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi, en veislan í sal T.R. í Faxafeni. Myndir frá veislunni munu berast síðar frá hirðljósmyndara kvennalandsliðsins, en þangað til verður að nægja mynd frá því í áramótaveislu kvennalandsliðsins og sérlega útvalinna gestaleikmanna.

Lesa meira »

Dagur og Guðmundur fara á HM unglinga

Dagur Arngrímsson og Guðmundur Kjartansson munu fara á HM unglinga U-20 ára, en það mót fer fram í Armeníu í október. Þeir missa því bæði af EM félagsliða og Íslandsmóti skákfélaga af þessum sökum. Til stóð að Guðmundur færi sem fulltrúi SÍ og Dagur síðan á eigin vegum, en eftir frábæran árangur Dags á mótum í Ungverjalandi í júlí, ákvað ...

Lesa meira »

Héðinn Steingrímsson stórmeistari

Héðinn Steingrímsson náði í morgun þriðja og síðasta áfanga sínum að stórmeistaratitli á móti í Tékklandi, en því lauk nú rétt áðan. Hann hefur áður náð yfir 2500 stigum og hefur því uppfyllt öll skilyrði þess, að hljóta stórmeistaratitil. Sjá mótstöflu: T.R. óskar Héðni til hamingju með árangurinn.

Lesa meira »

Spjallborð komið á TR síðuna

Jæja, þá er komið dulítið spjallborð á heimasíðu T.R. Það má nálgast á hnappinum efst á síðunni eðameð því að slá inn https://taflfelag.is/spjall

Lesa meira »