Þátttökumet verður slegið í Öðlingamótinu sem hefst í kvöld kl. 19.30. Jafnframt stefnir í að mótið verði eitt það sterkasta frá upphafi. Enn er nægur tími til að ganga frá skráningu en nú þegar hefur 31 keppandi skráð sig til leiks: Þorsteinn Þorsteinsson 2278 Gunnar Gunnarsson 2231 Bragi Halldórsson 2230 Björn Þorsteinsson 2226 Bjarni Hjartarson 2162 Jóhann H.Ragnarsson 2124 Magnús Gunnarsson ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Skákmót öðlinga 2010 – 25 skráðir til leiks
Það stefnir í metþátttöku á Skákmóti öðlinga sem hefst annaðkvöld kl. 19.30. 25 keppendur hafa þegar skráð sig til leiks, þeirra á meðal núverandi öðlingameistari, Björn Þorsteinsson. Keppendalistinn: Þorsteinn Þorsteinsson 2278 Gunnar Gunnarsson 2231 Björn Þorsteinsson 2226 Bjarni Hjartarson 2162 Jóhann H.Ragnarsson 2124 Magnús Gunnarsson 2124 Jóhann Ö.Sigurjónsson 2055 Eiríkur K.Björnsson 2025 Sigurður H.Jónsson 1886 Páll Sigurðsson 1885 Kári Sólmundarson ...
Lesa meira »Skákmót öðlinga 2010 – 14 skráðir til leiks
Skákmót öðlinga 40.ára og eldri hefst miðvikudaginn 17. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Núverandi öðlingameistari er Björn Þorsteinsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 17. mars kl. 19.30 2. umferð miðvikudag 24. mars kl. 19.30 3. ...
Lesa meira »Stefán Bergsson sigraði á fimmtudagsmóti
Stefán Bergsson hafði sigur á fjölmennu fimmtudagsmóti í gærkvöldi. Stefán tapaði þó í þriðju umferð og lengst af leiddi Unnar Þór Bachmann mótið. Stefán vann hins vegar síðustu fjórar skákirnar og komst hálfum vinningi yfir Jon Olav Fivelstad með sigri í innbyrðis viðureign þeirra í síðustu umferð. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1 Stefán Bergsson 6 2-3 Jon Olav ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur í þriðja sæti á Íslandsmóti skákfélaga
A-sveit Taflfélags Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk nú um helgina þegar seinni hluti mótsins fór fram dagana 5. og 6. mars. B-sveitin varð fimmta í annari deild, c-sveitin fjórða í þriðju deild og í fjórðu deild hafnaði d-sveitin í tíunda sæti og e- og f-sveitirnar í 28. og 29. sæti. Ítarlega umfjöllun um árangur T.R.-sveitanna ...
Lesa meira »Öruggur sigur Þóris Ben á fimmtudagsmóti
Á annan tug skákmanna hitaði upp fyrir Íslandsmót skákfélaga á síðastliðnu fimmtudagsmóti. Þórir Benediktsson vann í fyrstu sex umferðunum og var búinn að tryggja sér sigurinn áður en hann gerði jafntefli í síðustu umferð. Jóhann Bernhard laut í gras fyrir Þóri í fyrstu umferð en tapaði ekki upp frá því og lenti ásamt Stefáni Péturssyni í öðru til þriðja sæti. ...
Lesa meira »Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram um helgina
Um helgina fer fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga. Að venju er teflt í Rimaskóla og er dagskráin sem hér segir: 5. umferð – föstudag 5. mars kl. 20 6. umferð laugardag 6. mars kl. 11 7. umferð laugardag 6. mars kl. 17 Sveitir T.R. stóðu sig vel í fyrri hlutanum og eiga b- og c- sveitirnar nokkuð góða möguleika að ...
Lesa meira »Reykjavíkurmótinu lokið – góður árangur TR-inga
Alþjóðlega MP Reykjavíkurskákmótinu lauk í dag þegar níunda og síðasta umferðin var tefld við glæsilegar aðstæður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjórir skákmenn enduðu efstir og jafnir með 7 vinninga, þ.á.m. Hannes Hlífar Stefánsson (2574) sem sigrar því í þriðja sinn í röð á mótinu og í fimmta skiptið alls. Glæsilegur árangur hjá Hannesi sem nýverið gekk úr röðum Taflfélags Reykjavíkur. Ásamt ...
Lesa meira »Reykjavíkurmótið í fullum gangi – formaðurinn á flugi
Alþjóðlega MP Reykjavíkurskákmótið er nú hálfnað en tefldar hafa verið fimm umferðir af níu. Formaður Taflfélags Reykjavíkur, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir (1809), fór mikinn í gær þegar tefldar voru tvær umferðir og hefur hún nú unnið þrjár skákir í röð og er með 3 vinninga. Í fyrri skák gærdagsins, sem hófst árla morguns klukkan níu, sigraði hún eiginmann sinn, Jóhann H. ...
Lesa meira »Fyrirhuguðu fimmtudagsmóti var frestað vegna fannfergis
Fyrirhuguðu fimmtudagsmóti gærkveldsins var frestað þungrar færðar.
Lesa meira »Reykjavíkurskákmótið 2010 hafið – Atli lagði Róbert
Reykjavíkurskákmótið, sem styrkt er af MP Banka til næstu þriggja ára, hófst í dag. Yfir eitthundrað keppendur eru skráðir til leiks og að sjálfsögðu á Taflfélag Reykjavíkur sína fulltrúa þar. Þeirra á meðal er Atli Antonsson (1716) sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Róbert Lagerman (2347) í spennandi skák þar sem Atli stýrði svörtu mönnunum. Glæsilegur sigur hjá Atla ...
Lesa meira »Vel sóttar laugardagsæfingar
Barnaæfingar Taflfélags Reykjavíkur, betur þekktar sem laugardagsæfingar, halda áfram að sækja í sig veðrið og eykst aðsókn á þær jafnt og þétt. Er nú svo komið að á fjórða tug barna er farinn að leggja leið sína í Faxafenið klukkan tvö á laugardögum. Á flestum æfinganna má sjá ný andlit ásamt þeim sem eru orðin vel sjóuð og mæta nánast ...
Lesa meira »Snorri Karlsson sigraði á fimmtudagsmóti
Snorri Karlsson sigraði á fimmtudagsmóti TR í fyrradag eftir spennandi keppni. Efstu menn fyrir síðustu umferð, þeir Snorri og Páll Sigurðsson, tefldu saman í síðustu umferð og lauk skákinni með jafntefli eftir æsispennandi tímahrak. Það dugði Snorra sem lauk mótinu þar með taplaus en röðin varð annars þessi: Úrslit: 1 Snorri Karlsson 6 2 Páll Sigurðsson 5.5 3-4 Elsa ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur – leiðrétt úrslit
Á nýafstöðnu hraðskákmóti sem T.R. stóð fyrir slæddist inn villa í úrslit úr viðureign Jóns Úlfjótssonar og Birkis Karls Sigurðssonar þar sem skráður var 2-0 sigur Birkis Karls. Hið rétta er að viðureigninni lauk með jafntefli 1-1. Jón lauk því keppni með 7,5 vinning en Birkir Karl 6,5. Þetta leiðréttist hér með um leið og beðist er velvirðingar á ...
Lesa meira »Birkir Karl sigraði á fimmtudagsmóti
Birkir Karl Sigurðsson var eini taplausi keppandinn á fimmtudagsmóti TR í gær og sigraði eftir spennandi keppni við þá Þóri Benediktsson og Sverri Sigurðsson. Þórir var efstur með fullt hús í kaffihléinu eftir 4. umferð en tapaði fyrir Birki í þeirri fimmtu og svo einnig fyrir Sverri í síðustu umferð og þar með skaust sá síðarnefndi upp fyrir Þóri í ...
Lesa meira »Torfi hraðskákmeistari Reykjavíkur
Torfi Leósson varð í gær hraðskákmeistari Reykjavíkur 2010 en Torfi og Sigurbjörn Björnsson komu jafnir í mark en Torfi hafði betur eftir stigaútreikning. Eiríkur Björnsson varð þriðji með 9,5 vinning. 21 skákmaður tók þátt í mótinu. Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending fyrir Kornax mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur en verðlaunin afhentu Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir formaður T.R. og Kjartan Már ...
Lesa meira »Veronika Steinunn í 2. sæti á Íslandsmóti stúlkna
TR-stúlkan, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, hafnaði í öðru sæti í yngri flokki á Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í gær laugardag. Veronika, sem keppti í flokki stúlkna fæddar 1997 og síðar, lauk keppni í skiptu efsta sæti með 6 vinninga af 7 ásamt Sonju Maríu Friðriksdóttur. Veronika beið síðan lægri hlut í einvígi þeirra í milli, 2-1. Þrjár aðrar stúlkur úr ...
Lesa meira »Þorvarður sigraði á mjög spennandi fimmtudagsmóti
Síðastliðið fimmtudagsmót var vel mannað og skemmtilegt. Þátttakendur voru 20 og var hart barist um fyrsta sætið. Keppnin var mjög jöfn og fóru leikar þannig að hvorki meira né minna en 5 voru jafnir með 5 vinninga úr 7 umferðum! Grípa þurfti til stigaútreiknings og varð Þorvarður F. Ólafsson hlutskarpastur. Skákstjóri var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir með dyggri aðstoð Kristjáns Arnar Elíassonar. ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram nk. sunnudag
Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið Í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verður 5 mínútur á skák. Þátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri. Þrenn verðlaun í boði. Þá verður verðlaunaafhending fyrir KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur. ...
Lesa meira »KORNAX mótinu lokið
KORNAX mótinu 2010 – Skákþingi Reykjavíkur lauk á föstudagskvöld þegar níunda og síðasta umferð var tefld. Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) hafði þegar tryggt sér sigur með 7,5 vinningi fyrir lokaumferðina, og hafði því ekki tapað skák. Ingvar Þór Jóhannesson (2330) sigraði hann hinsvegar í lokaumferðinni og minnkaði því forskot Hjörvars í hálfan vinning. Með sigrinum á Hjörvari tryggði Ingvar sér ...
Lesa meira »