KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Verðlaun: 1. sæti kr. 100.000 ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið miðvikudaginn 28. desember kl. 19.30. Tefldar verða 9 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Lesa meira »Myndir frá vetrarmóti öðlinga.
Myndafalbúm vetrarmóts öðlinga Jóhann H. Ragnarsson tók myndirnar
Lesa meira »Benedikt Jónasson. sigraði á vetrarmóti öðlinga
Benedikt Jónasson. sigraði á vetrarmóti öðlinga. Hann var jafn Kristjáni Guðmundssyni og Birni Frey Björnssyni að vinningum en er sigurvegari mótsins þar sem hann var efstur á stigum. Kristján Guðmundsson varð annar og Björn Freyr Björnsson þriðji. Þeir voru með 5,5 vinning af 7. Atvinnueignir gáfu farandbikar sem verður afhentur sigurvegaranum síðar.. Myndaalbúm frá öðlingamóti. Myndirnar tók Jóhann H. Ragnarsson
Lesa meira »KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst 8. janúar
KORNAX mótið 2012 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Verðlaun: 1. sæti kr. 100.000 ...
Lesa meira »Jólaskákæfing T.R. pistill og myndir.
Síðasta barna og unglingaæfing fyrir jól fór fram 10. des. Pistill Sigurlaugar um æfinguna er aðgengilegur hér Myndaalbúm frá æfingunni
Lesa meira »Kristján og Björn Freyr efstir á Vetrarmóti öðlinga
Kristján Guðmundsson (2277) og Björn Freyr Björnsson (2164) eru efstir með 5 vinninga að lokinni 6. og næstsíðustu umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld. Kristján vann Hrafn Loftsson (2210) en Björn Freyr sigraði Halldór Grétar Einarsson (2236). Fjórir keppendur hafa 4½ vinning. Það eru auk Halldórs Grétars, þeir Benedikt Jónason (2237), Þorsteinn Þorsteinsson (2237) og Halldór Pálsson (1974). ...
Lesa meira »Rimaskóli sigraði í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS
Rimaskóli sigraði með nokkrum yfirburðum í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS sem fram fór í skákhöll TR í Faxafeni á mánudag. Þátttaka var svipuð og verið hefur í þessum flokki undanfarin ár en tíu sveitir tóku þátt og voru telfdar níu umferðir, allir við alla. Í stúlknaflokki varð Engjaskóli hlutskarpastur en sú sveit hafnaði í 4. sæti á mótinu. ...
Lesa meira »Jólaskákmót TR og SFS
Yngri flokkur fyrir nemendur 1.-7.bekkjarKeppt var 4. desember í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. 34 sveitir tóku þátt sem er þátttökumet Sigurvegari í stúlknaflokki varð stúlknasveit Rimaskóla, sem hlaut 16 vinninga af 24 mögulegum. Í öðru sæti varð stúlknasveit Árbæjarskóla, sem hlaut 11 vinninga. Stúlknasveit Rimaskóla var þannig skipuð:1. borð Svandís Rós Ríkharðsdóttir2. borð Ásdís Birna Þórarinsdóttir3. borð Tinna ...
Lesa meira »Halldór Grétar efstur öðlinga
Halldór Grétar Einarsson (2236) er efstur með 4,5 vinning að lokinni fimmtu umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld. Halldór vann Kristján Guðmundsson (2277). Kristján, Benedikt Jónasson (2237), Þorsteinn Þorsteinsson (2237), Björn Freyr Björnsson (2164) og Hrafn Loftsson (2210) eru næstir með 4 vinninga. Tvær frestaðar skákir eru tefldar á morgun og verður pörun 6. og næstsíðustu umferðar birt ...
Lesa meira »Íslandsmót unglingasveita 2011- Myndir
Myndir frá Íslandsmóti unglingasveita
Lesa meira »Barna- og unglingameistaramót T.R. 2011 -myndir
myndir frá mótinu
Lesa meira »Kristján efstur á Vetrarmóti öðlinga
Kristján Guðmundsson (2277) er efstur með fullt hús að lokinni 4. umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld. Kristján vann Benedikt Jónasson (2237). Halldór Grétar Einarsson (2236) er annar með 3,5 vinning eftir jafntefli við Þorstein Þorsteinsson (2237). Þremur skákum fer frestað og því er pörun 5. umferðar ekki enn tilbúin.
Lesa meira »Hilmir Freyr unglingameistari og Tara Sóley stúlknameistari
Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 20. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og tóku 19 krakkar þátt: þar af 15 úr Taflfélagi Reykjavíkur, 4 úr Skákdeild Fjölnis. ...
Lesa meira »Frábær árangur T.R. á Íslandsmóti unglingasveita!
Á laugardaginn var, 19. nóvember, fór fram Íslandsmót unglingasveita í Garðaskóla í Garðabæ. 16 sveitir komu til leiks og var T.R. með flestar sveitir, A,B, C, D, og E. Fjölnir var með fjórar sveitir, Hellir tvær, TG tvær, SA eina, SFÍ eina og Haukar eina sveit. Árangur skákkrakkanna úr T.R. var í einu orði sagt frábær! Árangurinn sýnir ...
Lesa meira »Barna- og unglingameistaramót T.R. fer fram á sunnudag
Barna- og unglingameistaramót T.R sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2011. Þá ...
Lesa meira »3 skákmenn jafnir á vetrarmóti öðlinga
Halldór Grétar Einarsson (2236), Kristján Guðmundsson (2277) og Benedikt Jónasson (2237) eru efstir og jafnir með fullt hús að lokinni þriðju umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld. Nokkuð er um frestaðar skákir og pörun 4. umferðar verður ekki tilbúin fyrr en á föstudagskvöld.
Lesa meira »Átta skákmenn efstir á Vetrarmóti Öðlinga
Átta skákmenn eru efstir og jafnir með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í gærkveldi. Sem fyrr var nokkuð um óvænt úrslit og má þar helst nefna að Siguringi Sigurjónsson (1935) vann Braga Halldórsson (2198). Efstir með tvo vinninga ásamt Siguringa eru: Halldór Grétar Einarsson (2236), Björn Þorsteinsson (2214), Kristján Guðmundsson (2277), Þorsteinn Þorsteinsson (2237), ...
Lesa meira »Fjölmennt og sterkt öðlingamót
Nýhafið öðlingamót er fjölmennasta og sterkasta öðlingamót sem haldið hefur verið. Þáttakendur eru 47 en hafa mest orðið 40 áður. Þá eru 19 skákmenn með meira en 2000 stig sem er mun meira en áður hefur verið. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrstu umferð Kjartan Ingvarsson (1787) vann Ögmund Kristinsson 2082) og Arnar Ingólfsson (1705) vann Þór Valtýsson (2041) ...
Lesa meira »Vetrarmót öðlinga hefst 7. nóvember
Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst mánudaginn 7. nóvember kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Þetta er nýtt mót, en hin sívinsælu Skákmót öðlinga hafa verið haldin undanfarin 20 ár að vori í Taflfélagi Reykjavíkur. Vetrarmót ...
Lesa meira »