Vetrarmót öðlinga hefst 7. nóvember



Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst mánudaginn 7. nóvember kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.

Þetta er nýtt mót, en hin sívinsælu Skákmót öðlinga hafa verið haldin undanfarin 20 ár að vori í Taflfélagi Reykjavíkur. Vetrarmót öðlinga er nýjung í skákmótaflórunni í Reykjavík og allir öðlingar fertugir og eldri eru hvattir til þess að taka þátt! Skákmótið er búið vel fyrir jól!

Teflt einu sinni í viku á miðvikudögum, nema fyrsta umferð fer fram á mánudegi 7. nóv. og 2. umferð á miðvikudegi 9. nóv. í sömu viku!

Dagskrá:

  • 1. umferð mánudaginn 7. nóvember kl. 19.30
  • 2. umferð miðvikudag 9. nóvember kl. 19.30
  • 3. umferð miðvikudag 16. nóv. kl. 19.30
  • 4. umferð miðvikudag 23. nóvember kl. 19.30
  • 5. umferð miðvikudag 30. nóvember kl. 19.30
  • 6. umferð miðvikudag 7. desember kl. 19.30
  • 7. umferð miðvikudag 14. desember kl. 19.30

Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Þátttökugjald er kr. 4.000. Innifalið er frítt kaffi allt mótið.

Skráning fer fram á taflfelag.is