Átta skákmenn efstir á Vetrarmóti ÖðlingaÁtta skákmenn eru efstir og jafnir með 2 vinninga að lokinni 2. umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í gærkveldi. Sem fyrr var nokkuð um óvænt úrslit og má þar helst nefna að Siguringi Sigurjónsson (1935) vann Braga Halldórsson (2198).

Efstir með tvo vinninga ásamt Siguringa eru: Halldór Grétar Einarsson (2236), Björn Þorsteinsson (2214), Kristján Guðmundsson (2277), Þorsteinn Þorsteinsson (2237), Benedikt Jónasson (2237), Björn Freyr Björnsson (2164) og Tómas Björnsson (2162). Sjá nánar á Chess-Results.

Þriðja umferð fer fram nk. miðvikudagskvöld. Pörun verður aðgengileg á Chess-Results þegar frestuðum skákum er lokið.